Ég kynntist nýrri ótrúlegri hárvöru á Toni&Guy “workshoppi” og sýningu sem ég tók þátt í með einum af færustu hárstíllistum Bretlands og Toni&Guy í heiminum í dag. Ég lærði heilan helling á þessum dögum, hvernig hægt er að nota hárvörur á allt annan hátt en ég er vön að nota og nýjar greiðsluaðferðir.
Það sem þó stóð upp úr var ný hárvara sem þau meðal annars hönnuðu með Label.m sem er vörumerki í eigu Toni&Guy og ég notast mikið við eins og þið hafið kannski tekið eftir. Hárvaran var hönnuð sérstaklega fyrir London Fashion Week og hef ég aldrei á ævi minni kynnst annarri eins snilld.
Hárvaran sem um ræðir er Texturizing Volume Spray og er fyrsta sinnar tegundar (að mér vitandi).
Ímyndið ykkur froðu-þurrsjampó-waxspray allt blandað saman í einn brúsa. Spreyið er sett í hárið þurrt, allt frá rótinni og út í enda, fer eftir hversu mikið efni þið kjósið hverju sinni. Það tvöfaldast!
Ég hef notað spreyið í mig sjálfa síðan það kom til Íslands nánast daglega, notað það í nánast allar greiðslur sem ég hef gert í sumar þar á meðal í VOGUE tökunni.
Það góða við spreyið er að það hentar bæði fíngerðu og grófu hári vel. Ef hárið er fíngert, verður það tvöfalt. Ef hárið er mjög þungt þá lyftir það rótinni.
Allar greiðslur haldast betur í hárinu með spreyinu svo ég mæli með því sérstaklega fyrir flugfreyjur sem þurfa að vera með sömu greiðsluna í hárinu í marga klukkutíma án þess að hún haggist.
Skrifa Innlegg