Mér finnst eitthvað sjarmerandi við hangandi rúm. Ég sé fyrir mér að líða eins og ungabarni sem vaggað er í svefn, eða tilfinninguna við að liggja úti á strönd í hengirúmi með sólhatt og bók (hvenær í lífinu mun það gerast).
Ætli þetta sé samt ekki bara pirrandi?
Þegar þú byltir þér eða maki þinn, þá fer allt á ferð og flug. Að fara upp í rúmið er vesen þar sem það sveiflast til í allar áttir við það eitt að klöngrast upp í með þeim afleiðingum að þú rekur rúmið utan í veggi og rispar allt og/eða brýtur. Líklegt er að reka sig oftar utan í rúmið þar sem það er aldrei á sama stað……
En sjarmerandi samt sem áður :)
Skrifa Innlegg