fbpx

Fuzzy; Klassík eða klisja

´Eg spái mikið í íslenskri hönnun og finnst athyglisvert að velta fyrir mér hvaða hönnun er vert að halda í og upphefja og hverja ekki. Hvað er klassískt og hvað er klisja?

Í kringum mig hefur oftar en ekki myndast mjög heit umræða um Fuzzy, og hefur fólk mjög mismunandi skoðanir á því hvort gærukollurinn sé klassík eða klisja. Kannski bæði, kannski hvorugt.

Ég get sjálf ekki ákveðið mig, ég fer úr því að finnast hann fallegur klassískur hlutur í það að finnast hann klisja.

Kannski er það gæran sem veltist fyrir manni. Hún hefur verið notuð svo mikið í íslenskri hönnun og í íslensku handverki undanfarin ár að gæruskinnið er orðið að klisju. Þá er það í raun ekki stóllinn sem slíkur sem er klisja heldur það sem kom á eftir stólnum sem gerði hann klisjulegan.

Eða er Fuzzy klassík og á heima á hverju heimili? Íslensk hönnun í allri sinni dýrð?

Hvað finnst ykkur? Klassík eða Klisja?

Myndaveggir

Skrifa Innlegg

18 Skilaboð

  1. Elísabet Gunnars

    10. September 2013

    Klassík ekki spurning :)

    • Elísabet Gunnars

      10. September 2013

      … þeas fyrir mitt álit.

  2. Sóley

    10. September 2013

    Klassík, algjörlega.

  3. Guðný Kjartans

    10. September 2013

    Klassík ;)

  4. Begga Veigars

    10. September 2013

    elskan mín, þetta er svo mikil klassík ;)

  5. S

    10. September 2013

    Klisja

  6. Sigríður Aðalbergsd.

    10. September 2013

    Þetta er klassi ekki spurning :)

  7. Daníel

    10. September 2013

    Klassík :D

  8. Karen Emilsdóttir

    10. September 2013

    Klassík

  9. Helga Gunnars

    10. September 2013

    Klassík endalaus klassík :)

  10. Marta

    10. September 2013

    Held það sé búið að sanna sig að þessir stólar séu komnir til að vera. Finnst alltaf jafn gaman að fara inná mismunandi heimili og sjá stólinn alltaf standa fyrir sínu og þá oft í ólíku hlutverki!

    Og að mínu mati er bara næstum ó-íslenskt að segja að gæruskinnið sé orðið að klisju haha…. Vona allaveganna fyrir minn hlut að íslenskir hönnuðir haldi áfram að vinna með allar þær afurðir sem við getum sagt með stolti að séu íslenskar :)

  11. Svart á Hvítu

    10. September 2013

    30 ára + hönnun getur ekki verið annað en klassísk:) En svo er annað mál hvort að maður hafi persónulegan smekk fyrir honum. Hann stendur mjög vel fyrir því hvað íslensk hönnun er þekkt fyrir, s.s. með sterka skírskotun í náttúruna og gerður úr íslensku efni, þó að vöruhönnuðir í dag séu mjög langt frá svona pælingum í verkum sínum, held það sé í raun búið að koma smá óorði á þetta “íslenska”, s.s. gæran, fiskiroð og so on.. Við erum smá föst í því að það sé hallærislegt, eflaust vegna ofnotkunar handverskfólks á efnunum að hönnuðir eru hræddir við notkun á því? Mögulega af hræðslu að gera e-a klisju:)

  12. Valdís

    11. September 2013

    Búinn að sýna sig og sanna og þrátt fyrir að hönnunin sé svona gömul þá er hún enn falleg…..ef þetta er ekki bara skilgreiningin á klassík þá veit ég ekki hvað ;)
    Ég myndi a.m.k. ekki segja nei við nokkrum Fuzzy ;)

  13. EG

    11. September 2013

    Ekki klassík, eitthvað sem mun detta inn og út. Eins og hann hefur verið að gera.

  14. Áslaug Arna

    11. September 2013

    Tvímælalaust klassík!

  15. Helga

    11. September 2013

    Ég sé hann alveg fyrir mér á heimilium eftir 30 ár… svo ég segi klassík :)

  16. Anna Begga

    12. September 2013

    Klárlega klassík.. ótrúlega flottur í stofunni okkar alla vegana :)