´Eg spái mikið í íslenskri hönnun og finnst athyglisvert að velta fyrir mér hvaða hönnun er vert að halda í og upphefja og hverja ekki. Hvað er klassískt og hvað er klisja?
Í kringum mig hefur oftar en ekki myndast mjög heit umræða um Fuzzy, og hefur fólk mjög mismunandi skoðanir á því hvort gærukollurinn sé klassík eða klisja. Kannski bæði, kannski hvorugt.
Ég get sjálf ekki ákveðið mig, ég fer úr því að finnast hann fallegur klassískur hlutur í það að finnast hann klisja.
Kannski er það gæran sem veltist fyrir manni. Hún hefur verið notuð svo mikið í íslenskri hönnun og í íslensku handverki undanfarin ár að gæruskinnið er orðið að klisju. Þá er það í raun ekki stóllinn sem slíkur sem er klisja heldur það sem kom á eftir stólnum sem gerði hann klisjulegan.
Eða er Fuzzy klassík og á heima á hverju heimili? Íslensk hönnun í allri sinni dýrð?
Hvað finnst ykkur? Klassík eða Klisja?
Skrifa Innlegg