fbpx

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Margrét H

    24. January 2013

    Þú ert svo ofboðslega klár með hár og ég var að spá hvort þú gætir gefið góð ráð vegna umhirðu á hári þegar maður er að reyna að þvo það á 2-3 daga fresti.

    Sérstaklega uppá næturnar að gera, ég er t.d með þykkt og mikið hár en veit ekkert hvað eg á við það þegar ég sef.

    Takk fyrir frábær blogg :)

    • Theodóra Mjöll

      25. January 2013

      Sæl og takk fyrir það.

      Það sem mér finnst gott (og skrifa mjög nákvmælega um það í bókinni minni Hárið, ef þú átt hana eða getur komist í að lesa hana) er að þvo það 2x – 3x með sjampói þegar þú ferð í sturtu. Þannig helst hárið lengur hreint.

      Besta er að sofa með það í lausum snúð ofan á höfðinu eða í lausri fléttu til að koma í veg fyrir að það flækist eða verði flatt.

      Vona að þetta svari einhverjum spurningum=)

  2. Svart á Hvítu

    25. January 2013

    Núna kem ég alveg af fjöllum… á að þvo það oftar en 1x í einu með sjampói?? Hvað með hárnæringu?
    Kv. þessi með þurra og flata hárið;)

    • Theodóra Mjöll

      26. January 2013

      Já elsku Svana :) Það á alltaf að þvo það 1x-3x með sjampói í hvert sinn sem farið er í sturtu og þvo það þá ekki nema á tveggja til fimm daga fresti (eða sjaldnar). En næringuna seturðu bara einu sinni í alveg í lokin….

      Þá verður hárið á þér líka ekki eins flatt:)

  3. Rakel

    25. January 2013

    Ég verð líka að fá smá hár-ráð hjá þér … Hárið á mér er svo rosalega slitið og þunnt alltaf að framan, alveg upp við andlitið ef þú veist hvað ég á við… Það er alltaf eins og ég sé nýbúin að klippa styttur í það að framan, þó ég hafi ekki gert það í fleiri fleiri ár! Ég skil ekki afhverju það nær ekki að síkka pínu, það er bara eins og að hárið brotni neðan af því. Einhver ráð við svona vesenis hári?

    • Theodóra Mjöll

      26. January 2013

      Hárið fremst og líka alveg undir, er mun fíngerðara en restin af hárinu. Ég veit í raun ekki af hverju en þetta virðist vera hjá öllum, bara misslæmt.

      Best er að greiða það með mjög mjúkum bursta alltaf til að koma í veg fyrir að það slitni af, þá mæli ég einna helst með “tangle teezer” burstanum. En svo getur þetta líka verið ef þú notar mikið járn (sléttujárn, krullujárn og önnur) í hárið og þá sérstaklega að framan, en það þurrkar hárið mikið og þolir þá fíngerða hárið að framan það verr en restin af hárinu.

      Vona að þetta hjálpi eitthvað :)

  4. Rakel Ósk

    27. January 2013

    Hvað segiru um sýnikennslu á neðstu greiðslunni ;)

    • Theodóra Mjöll

      28. January 2013

      Já mig langar einmitt að gera hana! Ég skal æfa mig og sjá hvort þetta takist. Ef þetta tekst vel þá hendi ég inn kennslu ;)