Fatahönnuðurinn og creative director Balenciaga, Alexander Wang opnaði glæsilega verslun í Soho, New York síðastliðið haust. Velgengni hans er mikil og hann talinn einn af áhrifaríkustu fatahönnuðum samtímans. Hugmyndin að nýju aðalverslun hans er enn ein staðfestingin á hæfileikum hans sem virðast teygja anga sína mun lengra en bara í fatahönnunargeiranum.
Alexander Wang var einungis tuttugu og sjö ára þegar hann opnaði sína fyrstu verslun í febrúar 2011 í Soho, New York. Wang var með puttana í öllu hönnunarferlinu en ásamt vini sínum, innanhúshönnuðinum Ryan Korban, hönnuðu þeir innanstokksmunina. Arkitektar frá Kramer Design komu svo hugmyndum og hönnun þeirra í þá mynd sem hún er núna. Eins og við var að búast er hönnunin hrein fegurð. Minimalisminn er allsráðandi með ríkjandi svart-hvítri (lita)pallettu. Hönnunin búðarinnar endurspeglar fagurfræðina í fatamerkinu hans alla leið.
Rýmið breytist með hverri fatalínu sem hann gefur út og mun þá endurspegla hugmyndafræði hverrar línu fyrir sig. Þá er notast við sömu svörtu grindina en hún notuð sem grunnur að innsetningunni. Hér erum við að tala um sannan listamann!
Skrifa Innlegg