Ég er að enduruppgötva fataskápinn minn þessa dagana, en þegar maður er óléttur þá passar EKKERT í fataskápnum á mann! Líður eins og Keikó í spandex á leið á grímuball alla daga – ekki í réttum hlutföllum, með fellingar á skrýtnum stöðum og bólginn og þrútinn…
En núna, þá finnst mér eins og ég hafi eignast nýjan fataskáp, ég passa allt í einu í gömlu sokkabuxurnar og kjólana og líður eins og prinsessu í öllu! Ég veit reyndar ekki hvort það sé útaf því að ég ég passa í gömlu fötin aftur eða þessi óendanlegi léttir að vera ekki með risastóra kúlu framan á mér, ekki að það skipti máli :)
Svona var ég fín í dag ………..
Skyrta Gina tricot, Peysa Vero Moda, Sokkabuxur Oriblu, Belti Gina Tricot, Sokkar Topshop, Skór Bianco
Skrifa Innlegg