Undafarin vika hefur verið frekar afdrifarík hjá mér. Ég held að ég hafi gleymt á tímabili hvað ég heiti!!
Þetta byrjaði allt saman í byrjun síðustu viku þegar ég var beðin um að sjá um fermingarsýningu Blómavals um helgina. Fékk svo annað símtal, sem ég í minni brjóstaþoku hélt að væri sama manneskjan, um að sjá um fermingarsýningu um helgina en kom svo í ljós að það voru Garðheimar. Fattaðist þá ekki fyrr en seint á fimmtudaginn að ég var búin að bóka mig í að sjá um tvær fermingarsýningar um helgina, báðar frá 13-15 og búið að senda út auglýsingu frá báðum fyrirtækjum!!! Í millitíðinni var ég að vinna í Freedird myndatökunni, klára grein fyrir Nordic style magazine, læra, vera með veikan Ólíver og taka á móti bróðir mínum, kærustunni hans og hundinum þeirra Astró sem gista hjá okkur í viku! Var einnig boðið í þrjú afmæli og mitt á milli að reyna að þræða útsölurnar í von um að finna mér eitthvað fínt!
…..og já, tölvan mín krassaði!!!
Allavegana þá held ég að ég taki því rólega þessa vikuna og njóti þess að vera í faðmi fjölskyldunnar :)
Hendi inn nokkrum myndum af fermingarstelpum helgarinnar :)
Skrifa Innlegg