fbpx

Birkenstock´arinn

Skór & fylgihlutir

Ég veit ekki með ykkur en ég er að elska elska elska skótísku kvenna þessa stundina. Snýst allt um falleg þægindi. Af hverju að bjóða fótunum þínum uppá óþægindi þegar þú getur boðið þeim upp á einstök þægindi?? Hmm….þetta ætla ég að segja við mig næst þegar ég fer í hælana haha…

Íþróttaskótrendið er ekkert að fara á næstunni þó svo að það sé að breytast aðeins, en sú viðbót sem ég er að elska er Birkenstock trendið. Ása María skrifaði einmitt um það fyrir nokkru síðan en góð vísa er aldrei of oft kveðin.

Ég gekk svo langt með mína að ég notaði þá við hvítan kjól í brúðkaupi systur minnar fyrir mánuði síðan. Byrjaði á hælunum og tók Birkenstokkarann með mér (ég neita að segja orðið inniskór, því það á bara ekki við þá lengur).

Eina við þá er að það er ekki hægt að nota þá í rigningunni….

birkenst

Þetta er ég hérna fyrir ofan á leiðinni í brúðkaup systur minnar í aðeins of góðu veðri í Köben.

Ég fékk mér svarta en væri líka til í eina beige eins og hérna fyrir neðan.b968424aa0d375b394f80c528fad9ba2 2c1af16324df52e72de69f389b978400 e93dc0d21bd08b6b9707e9c43f85a55bÞetta er of töff..

xx

Vinna; Ígló&Indí

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

  1. Anna

    3. July 2014

    Hvar er best að næla sér í eitt sett?

    • Theodóra Mjöll

      3. July 2014

      Ég fékk mína í Urban Outfitters í Köben.
      Það hlýtur að vera hægt að fá þá hér heima einhvernsstaðar….

  2. Halldóra Víðis.

    4. July 2014

    Misty skór :)

  3. Inga Rós

    4. July 2014

    Ég get ekki þessa tísku, sé bara inniskó haha

  4. Ég elska þessa skó og þeir eru næst á lista hjá mér. Mér finnst frábært hvað það er einmitt í tísku núna, loksins, að vera í þæginlegum skóm sem fara vel með fæturnar – en vera smart á sama tíma.

  5. Sigrún

    5. July 2014

    Fékk mína á Asos og þeir eru enn til þar! Elska þá svo innilega mikið!

  6. Anonymous

    11. July 2014

    Veistu hvað þeir kosta í UO í köben ??

  7. Jóna D.

    11. July 2014

    Veistu hvað þeir kosta upí UO í köben ?? :)

    • Theodóra Mjöll

      18. July 2014

      Mig minnir að þeir hafi verið á um 500 eða 550 danskar krónur =)