Á föstudagskvöldið síðasta birtist hún Begga Kummer vinkona mín óvænt í heimsókn. Ég var svo annars hugar og hafði engan tíma til að fá hana í heimsókn, var að taka til á meðan hún var hérna og virti hana varla viðlits. Jæja, hún kom með pakka með sér og sagði að þetta væri afmælispakki sem ég ætti að opna þá, en ég á sko afmæli í DAG (jeij vuhú..). Ég opnaði pakkann og sá að kjella var að gefa mér dagbók. En það er ekki í fyrsta skiptið haha. Henni finnst ég svo hrikalega óskipulögð að hún er alltaf að reyna að koma meira skipulagi í líf mitt á sinn yndislega hátt.
Þegar ég sá dagbókina sagði hún einfaldlega “Það er ekki allt sem sýnist”. Og ég hugsaði þá með mér, ok hún er búin að skrifa eitthvað fyndið í dagbókina……..
…….en nei, það voru engir brandarar. Ekkert fyndið, heldur stóð (til að þið sjáið þetta aðeins betur)………
ERUÐI AÐ GRÍNAST með það hvað ég á ógeðslega góða vinkonu!!! Þetta er gullmoli sem allir ættu að eiga. Ég er að rifna í hjartanu hvað mér finnst ég vera heppin að eiga svona frábæra vinkonu.!! En eins og ein sem ég hitti í fluginu réttilega sagði: “Er þetta nýja kærastan þín”… haha, það mætti halda það miðað við dekrið sem ég fæ frá henni.
Helgin var snilld í alla staði. Við vorum með Rakel vinkonu okkar sem býr í Kaupmannahöfn allan tíman, hittum Helga Ómars snilling með salti og pipar og Gyðu systur og kallinn hennar og Láru vinkonu. Löbbuðum Strikið upp og niður margoft, kíktum í búðir, sátum á kaffihúsum og borðuðum góðan mat.
Hér er svo ein góð mynd af okkur píunum í Köben.
Þessi færsla er sko sannarlega tileinkuð bestustu bestu Beggu minni sem ég elska svo innilega mikið <3
Kveðja
Væmna Pían
Skrifa Innlegg