fbpx

Barnaherbergið

Ég á einn 1o mánaða gutta og pæli mikið í umhverfi hans og hvernig  hann upplifir rýmið í kringum sig. Allt síðasta sumar (2012) lá ég á pinterest og hönnunarsíðum tengdum barnaherbergjum í leit að innblæstri.

Mér finnst miklu skemmtilegra að dunda mér að raða og breyta herberginu hans heldur en mínu eigin, og það er í bígerð að breyta aðeins herberginu hans…… svona þegar allt róast hjá mér. Ég sýni ykkur jafnvel mynd, en ég lagði mikið á mig til að gera herbergið hans sem notalegast og spennandi.

Hérna eru nokkrar góðar myndir af barnaherbergjum sem mér þykja eeeeinstaklega smekklegar og mun nýta mér eitthvað af hugmyndum herbergjanna fyrir herbergi Ólívers.

 

 

 

 

 

 

 

DIY: Túpuveggljós

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Erla

    1. September 2013

    Hæhæ. Rosalega mikið fallegt

  2. Erla

    2. September 2013

    Skil ekki hvers vegna allt innleggið frá mér kom ekki inn. En ég r að velta fyrir mér hvort þú vitir hvað stólarnir heita, þessir bleiku og hvítu á ruggufótunum?

    Með bestu kveðju,
    Erla

    • Theodóra Mjöll

      2. September 2013

      Stólarnir eru í miklu uppáhaldi hjá mér og heita RAR, Eames Rocking Chair eða Eames Molded Plastic Rocker (RAR). Mismunandi hvaða nafn fólk notar.

      Ég hef alltaf kallað þá “Rocking Chair”….

      Hann fæst í Pennanum og er á hvorki meira né minna en 89.900,-kr !