fbpx

Árshátíðarhár

Nú er árshátíðartímabilið byrjað og allir farnir að spá í hverju þeir eiga að vera, með hvernig hár og svo framvegis. Ef að þið viljið fara í hárgreiðslu pantið þá tíma með góðum fyrirvara því það eru yfirleitt færri að vinna á hárgreiðslustofum á laugardögum en virkum dögum og oft fullbókað.

En ef þið farið í hárgreiðslu, mæli ég með að vera búin að spá VEL í hvernig þið viljið hafa hárið áður en þið farið í hárgreiðsluna jafnvel þó þið þekkið og treystið hárgreiðslupíunni, því ekkert er leiðinlegra en að vera föst með eitthvað svaka “dú” sem þið eruð hundóánægð með!

Því það að fá krullur fyrir þig, getur þýtt allt annað fyrir mig!

Eins og svo margir er ég að fara á árshátíð í vinnunni annað kvöld og get ekki ákveðið mig hvernig ég á að vera um hárið…..

Hérna eru nokkrar skemmtilegar hugmyndir að árshátíðargreiðslum….

p.s Ef þið eruð með einhverjar hárspurningar, endilega sendið á mig línu hér fyrir neðan eða í tölvupóstinn minn theodoramjoll@trendnet.is

 

Fataskápar

Skrifa Innlegg

25 Skilaboð

  1. Kristín

    22. February 2013

    Hæhæ

    Mig langar svo að athuga hvort þú gætir komið endrum og eins með myndir/hugmyndir/lausnir af greiðslum og allt bara fyrir þunnt/fíngert hár. Finnst allar flottar hármyndir vera fyrir þykkt og fallegt hár en ég er með mjög fíngert og axlarsítt og mjöög slétt hár og langar svoooo að gera e-ð fallegt við það en hef bara ekki hugmynd hvað ég gæti gert annað en slétt með spennu eða tagl :)

    Takk annars fyrir skemmtilegt blogg :)

    • Theodóra Mjöll

      22. February 2013

      Já mjög góður punktur! En eins og þú sagðir þá eru flottustu hármyndirnar alltaf stelpur með hnausþykkt og fallegt hár.

      En fyrir þig sem ert með millisítt og fíngert, er túpering aðalatriðið finnst mér! Gera eins mikið úr hárinu og þú þorir og þolir. En þótt ótrúlegt megi virðast þá er nánast alltaf hægt að gera greiðslur sem sýndar eru í mjög sítt hár, líka í millisítt. Það kemur bara aðeins öðruvísi út, en þó mjög vel. Svo ég mana þig til að prófa þig áfram í geiðslum ætlaðar síðu hári, gæti komið þér skemmtilega á óvart. :)

      En ég skal hugsa þetta vel og reyna að finna lausn og góðar hugmyndir að greiðslum fyrir millisítt hár:)

      Annars segi ég: Góður og stífur blástursvökvi og túpering gera trixið fyrir fíngert hár! :)

      • Kristín

        23. February 2013

        Takk!
        Ætli túberingarhræðslan mín verði þá ekki að fjúka. Prófa þetta næst þegar ég hef tíma til að þvo það aftur ef allt klikkar :)

  2. Thelma

    22. February 2013

    Mér finnst endilega eins og ég hafi rekist einhverstaðar á DIY af fyrstu greiðslunni, veistu eitthvað um það?
    Hún er svo rómantísk og falleg.

    Kv. Thelma

    • Theodóra Mjöll

      22. February 2013

      Já það getur vel verið, en ég hef ekki séð það! Endilega láttu mig vita ef þú finnur kennsluna því mér finnst hún mjög mjög falleg :)

      • Thelma

        23. February 2013

        Núna sé ég eftir því að hafa ekki fært alla linkana mína yfir á þessa tölvu áður en ég fór út.

        En ég fann þessar tvær sem eru nú ansi líkar…
        http://pinterest.com/pin/177470041537853662/
        http://pinterest.com/pin/17099673556970423/

        P.s ég sé að einhverjir eru að tala um milli sítt hár og þunn. Ég var með styttra og er með þunnt/ fíngert hár og túberingarbustinn er algjörlega málið (ég á ghd bustann) sérstaklega fyrir klaufa eins og mig sem þarf reglulega að gera sæmilegar greiðslur í hárið ;)

        Kv Thelma

        • Anna

          23. February 2013

          Hvar fær maður túberingarbursta og hvað kostar svoleiðis?

        • Kristín

          23. February 2013

          Ok nú þarf ég að vita hvar maður fær svona tryllings bursta? :)

          • Thelma

            24. February 2013

            Ég keypti minn á Slippnum og hann kostaði um 3000kr. Þeir áttu nokkrar gerðir og ég valdi Ghd og er mjög ánægð með hann :)

  3. Hrund

    22. February 2013

    Þú ert öll í greiðslunum og síða hárinu!
    Gætiru komið með einn góðan póst um nýjustu og flottustu straumana í stuttu hári ;) ?

    • Theodóra Mjöll

      22. February 2013

      Hahah já ég veit, er alveg hrikaleg með þetta. Alltaf verið að kvarta í mér :)
      En ég skal sko sannarlega fara að huga að ykkur styttri píunum, þið megið ekki gleymast:) Kemur innan skamms – það er loforð ;)

  4. Anna Berglind

    23. February 2013

    Sæl, ekki lumaru á einhverju góður kennslumyndbandi fyrir greiðslu nr. 3? Eða hvað þessi greiðsla kallast svo ég gæti reynt að youtube-a hana :)

    • Theodóra Mjöll

      25. February 2013

      Hæhæ greiðsla nr 3 er alls ekki erfið!
      Ég skal gera kennslu með henni….hvort eð er kominn tími sýnikennslu hjá mér! :)

  5. Helga

    23. February 2013

    Mig langar líka að sjá greiðslur fyrir millisítt mjög fingert hár:)

    • Theodóra Mjöll

      25. February 2013

      Ég skal vinna i því;) Loforð!

  6. Dyggur lesandi

    24. February 2013

    Hvar fær maður túberingarbursta?

    • Theodóra Mjöll

      25. February 2013

      Hæhæ ég var að skrifa blogg um túperingarbursta;) Tjékk itt ;)

  7. María

    24. February 2013

    Ég er hins vegar með hár alveg niður á rass, og þá er svo erfitt að koma öllu hárinu fyrir í svona uppsettum hárgreiðslum. Kanntu einhver góð ráð við því? :)

    • Theodóra Mjöll

      25. February 2013

      Já, klippa það!!! ;) Hehe, en samt án gríns, það erfiðara að setja greiðslur í of sítt hár heldur en of stutt.
      Lykillinn að því að láta greiðslu haldast eru teygjur. Ef þú átt góðar teygjur þá geturðu gert margar greiðslur í þig. Einnig fléttur, þær haldast vel í þungu hári.
      Vona að þetta hjálpi eitthvað.En annars mæli ég með því að klippa þig bara, mér finnst of sítt hár ekkert sjarmerandi ;)

  8. þóranna

    24. February 2013

    og nú er bara að áhveða hvernig ég vil að þú greiðir mér fyrir árshátíðna mina;) hih

  9. Þuríður

    25. February 2013

    Sæl. Hvað kostar yfirleitt að fara í svona árshátíðar greiðslu á hárgreiðslustofu?

    • Theodóra Mjöll

      25. February 2013

      Veistu ég veit það bara ekki. Ég myndi bara hringja og ath það. En það er ábyggilega mjög misjafnt…

  10. ása

    26. February 2013

    hæhæ…….ekki veist tu um eitthvað geggjað gott efni sem ég get látið i mig sem heldur hárinu á mer uppi,er sko með stutt hár og vill hafa það i svona hanakambi samt ekki beint hanakambi kv Ása

    • Theodóra Mjöll

      26. February 2013

      Já. Mér finnst þurr leir alltaf bestur! Ekki með glansi eða einhverri slepju í . Það er hægt að fá góðan þykkan leir frá mjög mörgum hárvörufyrirtækjum. Áður en þú kaupir fáðu endilega að prófa, ekkert leiðinlegra en að splæsa í rándýra hárvöru sem þú getur ekki notað!

      • ása

        1. March 2013

        takk takk