Nú er árshátíðartímabilið byrjað og allir farnir að spá í hverju þeir eiga að vera, með hvernig hár og svo framvegis. Ef að þið viljið fara í hárgreiðslu pantið þá tíma með góðum fyrirvara því það eru yfirleitt færri að vinna á hárgreiðslustofum á laugardögum en virkum dögum og oft fullbókað.
En ef þið farið í hárgreiðslu, mæli ég með að vera búin að spá VEL í hvernig þið viljið hafa hárið áður en þið farið í hárgreiðsluna jafnvel þó þið þekkið og treystið hárgreiðslupíunni, því ekkert er leiðinlegra en að vera föst með eitthvað svaka “dú” sem þið eruð hundóánægð með!
Því það að fá krullur fyrir þig, getur þýtt allt annað fyrir mig!
Eins og svo margir er ég að fara á árshátíð í vinnunni annað kvöld og get ekki ákveðið mig hvernig ég á að vera um hárið…..
Hérna eru nokkrar skemmtilegar hugmyndir að árshátíðargreiðslum….
p.s Ef þið eruð með einhverjar hárspurningar, endilega sendið á mig línu hér fyrir neðan eða í tölvupóstinn minn theodoramjoll@trendnet.is
Skrifa Innlegg