Fyrir um mánuði síðan sagði ég ykkur frá töflum sem ég byrjaði að taka inn sem heita Hair Volume og eiga að þykkja, styrkja og síkka hárið.
Nú er ég búin að taka þær í fjórar vikur og það er mjög sjáanlegur munur á vexti hársins, en það hefur vaxið um 1,9 cm á þessum tíma (mældi rótina með málbandi). Hárið á mér vex að meðaltali ca 1,5 cm á mánuði svo það er greinilegt að þetta virkar! En það er vert að taka það fram að ÖLL hárin á líkamanum vaxa hraðar =)
Ég hef þó ekki tekið eftir því að það hafi þykknað eða orðið betra, því fyrir fjórum vikum síðan aflitaði ég á mér hárið í fyrsta skiptið í mörg ár og skemmdi það allsvakalega, svo það er ekkert að marka. En það er forvitilegt að sjá hvað töflurnar gera fyrir heilbrigt hár!
Ég held ég fagni rótinni með því að lita hana haha….. get ekki verið svona mínútunni lengur!
Ég ætla að halda áfram að taka inn töflurnar enda er innihald þeirra mjög gott og efast ég ekki um að þær geri meira fyrir mig en að styrkja hárið.
Skrifa Innlegg