Á föstudagsmorguninn fórum ég, mamma og Ólíver í roadtrip til Akureyrar. Litla frænka mín átti eins árs afmæli fyrir norðan og ákváðum við í því tilefni að skella okkur yfir helgina. Ég viðurkenni að ég var með í maganum yfir því hvernig litli herrann yrði á leiðinni en sem beetur fer svaf hann mest alla leiðina og lagði ég mig bara með honum – þar sem hann er ennþá ekki mikið fyrir að leyfa mér að sofa á nóttunni þessi elska……
Þegar ég rankaði loks við mér í bílnum var allt þakið í snjó og ótrúleg náttúrufegurð frónsins blasti við.
Ólíver var vel dúðaður á Akureyri þar sem frostið var heldur mikið á köflum.
Við Ólíver fengum svo að gista hjá Þórönnu vinkonu minni sem ég sakna dags daglega, en við erum búnar að vera vinkonur síðan í grunnskóla. Ég vil meina það að eiga helgi með henni og fjölskyldunni jafnast á við 2ja vikna sumarfrí! Við áttum yndislegar stundir saman sem einkenndust af ofáti, sjónvarpsglápi og slúðri.
Þessi mynd er lýsandi yfir stemningu helgarinnar. Ólíver, Friðgeir og Birta Mjöll að klessast í sófanum….ásamt okkur Þórönnu :)
Svo átti þessi krúttulína afmæli á sunnudaginn :) Svolítið hissa á öllu fólkinu, látunum og gjöfunum.
………………..
Óóóó hvað er gott að komast norður! Það er svo allt annað tempó þar en hér á höfuðborgarsvæðinu. Við hér í fimmta gír og Akureyringar í fyrsta….held við þyrftum að tileinka okkur (allavegana ég) eitthvað af andrúmslofti Akureyringa..
Yfir og út
Skrifa Innlegg