fbpx

Uppáhalds: Litlausu Litirnir

LúkkmakeupMakeup ArtistMakeup TipsTrendVarir

Mér datt í hug að deila með ykkur nokkrum af mínum uppáhalds nude varalitum. Ég tók saman níu liti sem ég nota svona mest. Ég er sjálf reyndar ekkert mikið með svona litlausa liti eins og þið kannski hafið tekið eftir en mér finnst þó nauðsynlegt að eiga þá með. Sérstaklega ef ég er með dökka augnförðun þá get ég eiginlega ekki verið með sterkan lit – í flestum tilfellum alla vega.

nude

Hér sjáið þið litina sem ég valdi að sýna ykkur og enn neðar sjáið þið mig með alla litina og smá lýsingu á formúlunni sjálfri :)

nude2Hér sjáið þið litinn Pale Beach úr varalitalínunni Creamy Matte frá Bobbi Brown. Þessir varalitir eru mínir uppáhalds frá merkinu og einir af bestu varalitum sem ég hef átt. Þeir eru kremaðir svo það er auðvelt að bera þá á og fá jafnan og fallegan lit. En áferðin er mött svo liturinn festir sig vel í vörunum svo þeir haggast ekki allan tímann sem þið eruð með hann. Ég held ég eigi sirka 6 liti úr þessari línu og þeim fer bara fjölgandi. Ég á mjög auðvelt með að falla fyrir nýjum lit úr þessari línu og fara heim með hann.nude3Slim Lipstick frá Make Up Store í litnum Matt 402. Þeir gerast nú varla jafn miklir nude litir eins og þessi varalitur frá Make Up Store. Liturinn er örmjór svo það er svo þæginlegt að bera hann á og bæta á hann. Formúlan er alveg mött en samt kremuð en aðeins stíf svo það er gott að næra varirnar með varasalva stuttu áður en þið berið litinn á varirnar bara svo hann renni auðveldlega eftir vörunu. Formúlan er æðisleg en ég hef fengið nokkrar ábendingar um að þessi litur fari mér ekki sem er eflaust af því að með svona ljósa húð eins og ég er falla svona ljósir litir svo inn í húðina. Þess vegna er mikilvægt að húðin fái líka smá
nude4Dior Addict nr. 369. Þessi litur er úr haustlínunni frá síðasta ári frá Dior. Addict litirnir eru þekktir fyrir að vera frekar léttir litir sem eru með miklum glans. Litirnir eru mjög fallegir og mjúkir, það er auðvelt að bera þá á og þeir gefa vörunum ótrúlega góða næringu á meðan þeir eru á þeim. Þessi litur er með örlitlum bleikum tóni í sem er mjög algengt með svona ljósbrúna liti.

nude5Pure Decoration úr Baked Goods línunni frá MAC sem kom út síðasta vor. Liturinn er með satin áferð sem er mjög mjúk áferð, með smá glans og fallegum lit. Þessi ljósi varalitur er með hint af peach tóni sem gefur andlitinu mínu hlýja áferð af því hann tónar vel við hárið mitt og augun. nude6Choco Cream nr. 715 úr Color Sensational línunni frá Maybelline. Lengi vel minn all time uppáhalds nude litur enda er ég mikill Maybelline aðdáandi. Liturinn er frekar brúnn svo mér finnst hann passa við allar augnfarðanir – sama í hvaða lit hann er. Mér finnst stundum erfitt að finna nude litaðan varalit hjá ódýru merkjunum, það er alla vega aldrei mikið úrval af þeim yfirleitt bara einn litur en Maybelline liturinn er fullkominn. Formúlan er mjög mjúk, liturinn er þéttur og endist ágætlega.

nude7Hér sjáið þið lit sem ég hef áður sýnt ykkur og ég fékk í kjölfarið mikið af fyrirspurnum um hann. Þetta er litur frá Shiseido sem er nr. PK303 og er úr línunni Perfect Rouge. Þetta er fullkominn nude litur þar sem það er dáldið sterkur litur í honum en hann telst samt sem nude litur alla vega að mínu mati. Liturinn finnst mér best að lýsa sem 90’s lituðum varalit svo hann smellpassar inní eitt af aðalförðunartrendunum sem eru í gangi núna. Formúlan sjálf er mjög góð og liturinn endist vel, ég mæli hiklaust með þessum lit sem er frekar glossaður en samt með sterkum litapigmentum.nude8Dior Rouge nr. 434 þessi litur er líka úr síðustu haustlínunni frá Dior. Hann er einn af litunum sem eru úr glænýju Perfect Rouge línunni frá Dior. Formúla varalitanna var endurbætt á síðasta ári og að því tilefni komu nánast alveg nýjir litir þó svo nokkrir gamlir og góðir fengu að halda plássinu sínu. Perfect Rouge litirnir eru varalitir sem eru dáldið af gamla skólanum, formúlan sem hægt er að treysta á, áferð sem er ekki of glossuð og ekki of mött og litur sem endist vel. Mér finnst alltaf gaman að kaupa mér Dior snyrtvörur – ég hef ekki efni á fötunum en snyrtivörurnar eru á viðráðanlegra verði:)

nudeflairFlair for Finery nude litur sem var hluti af hátíðarlínu síðasta árs frá MAC, ég veit það voru margar sem voru hrifnar af þessum lit en hann kom bara í takmörkuðu upplagi en ef hann er enn á óskalistanum þá veit ég um annan sem er eiginlega nákvæmlega eins en ég sá það ekki fyr en ég kíkti betur á þessar myndir…nudehueHue frá MAC er einn af mínu all time uppáhalds frá merkinu, ég veit ekki hversu marga svona varaliti ég fór í gegnum á meðan ég var í versló og þessi var líka í uppáhaldi hjá mörgum vinkvenna minna á menntaskólaárunum. Hue er nánast alveg eins og Flair for Finery úr hátíðarlínunni, sá fyrri er þó örlítið bleikari. Oft eru til frá MAC svipaðir litir í fasta úrvalinu og koma í one shot línunum. Það er enginn jafn góður í að leiðbeina ykkur í gegnum þá liti eins og stelpurnar sem vinna í MAC búðunum. Hue liturinn er alltaf flottur og eftir að hafa grafið hann uppúr einum makeup kössunum mínum fyrir þessa færslu hef ég notað hann þónokkrum sinnum. Það er alltaf gaman að endurnýja kynnin við gamla góða varaliti.

Ein af ástæðunum fyrir því að ég nota ekki mikið ljósa varaliti er sú að með svona ljósa húð eins og ég er falla svona ljósir litir svo inn í húðina. Þess vegna er mikilvægt að húðin fái líka smá hlutverk og þið gefið henni lit, þá með sólarpúðri, highlighter og nóg af kinnalit!

Smá hjálp frá mér í gegnum frumskóg litlausra varalita sem ég vona að nýtist ykkur.

EH

Annað dress

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1

  1. Arna

    4. March 2014

    Vá – takk fyrir þessa snilldarfærslu!