fbpx

Annað dress

Annað DressLífið MittNýtt í Fataskápnum

Í gær klæddist ég nánast bara nýjum eða nýlegum fötum, mér finnst það aldrei leiðinlegt. Ég er búin af ofnota peysuna sem þið sjáið á myndinni. Mér finnst kaðlamunstur bara svo fallegt og þessi grái yrjótti litur er bara fullkominn. Ég sé fyrir mér að nota peysuna við ljósar gallabuxur og strigaskó eða sandala í sumar.

annaðdresssunn5 annaðdresssunn2 annaðdresssunn7Mamman skellti bara smá sólarvörn í andlitið og fór svo út – stundum er gott að eiga ómálaða daga inná milli hinna.

annaðdresssunnDressið:

Leðurjakki: VILA, Kaupmannahöfn
Peysa: VILA
Skyrta: VILA
Buxur: Pieces Kaupmannahöfn, Just Jude… þæginlegustu buxur í heimi!
Skór: Din Sko

annaðdresssunn4Ég missti mig smá í innkaupum yfir opnunarhelgina á nýju gömlu VILA búðinni. Ég var búin að gleyma því hvað það er hættulegt að vinna í fataverslun – þegar ég fékk aldrei útborgað en átti alltaf ný föt :) Þetta var samt sjúklega gaman, sérstaklega að rifja upp gamla takta!

Leðurjakkinn er held ég bestu kaup sem ég hef nokkurn tíman gert á ævinni en hann er væntanlegur í VILA hér á Íslandi innan skamms. Það komu nokkrir fyrir opnunina í Smáralind en hann seldist strax upp – hann var á 34990kr. Ef þið hafið leitað jafn lengi og ég af fallegum biker jakka þá er þetta jakki sem þið verðið að kíkja á.

EH

Vorið frá Lancome og Justin Timberlake

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

 1. magga

  4. March 2014

  Sjúklega flott!!

  Eru þessar buxur seldar rifnar? Væri til að sjá betri mynd af þeim.

 2. Sólveig María

  4. March 2014

  Er hægt að fá þína týpu af buxum á Íslandi?

  • Sama snið er til og mjög svipaður litur eða svona svartar unnar en þær eru ekki með gati en það er auðvitað lítið mál að klippa bara gat yfir hnén :) Ég held þær í Vila á Íslandi hafi ætlað að tékka á hvort mínar buxur gætu komið til Íslands svo ég lofa að láta vita ef það tekst :)

 3. Svart á Hvítu

  4. March 2014

  Ha… ertu farin að vinna í Vila?:)
  Það útskýrir þá öll þessi Vila föt þínt:)

  • hahaha jább! Ég var nú bara að hjálpa til í síðustu viku við opnun nýju búðarinnar í Smáralind en jú þetta er líklega útskýringin fyrir því afhverju ég missti mig í innkaupum í þessari fallegu búð – mér hefur aldrei þótt leiðinlegt að fá útborgað í fötum!! ;)