fbpx

Tveiri litir – einar varir

Þessi póstur átti að innihalda innblástur sem ég fékk frá myndum sem ég fann á netinu að alls konar mismunandi tvílituðum vörum – það fór svo að innblásturinn skilaði sér einum of snemma og ég tók upp myndavélina og prófaði nokkur mismunandi lúkk.

Fyrsta sem mér datt að sjálfsögðu í hug var að setja einn lit á efri vörina og annan á þá neðri, hér sjáið þið þrjár mismunandi útfærslur af þessu:

  • Á efri vörinni er ég með Chubby Sticks Intense varalit – litur 05 Plushest Punch
  • Á neðri vörinni er ég með varalit frá Shiseido – Perfect Rouce litur RS320

  • Á efri vörinni er ég með Bobbi Brown Creamy Matte varalit – litur Valencia Orange
  • Á neðri vörinni er ég með Dior Rouge varalit – litur nr. 999

  • Mér finnst þetta lúkk koma skemmtilegast út af þessum þremur – mattur þéttur litur á efri vörunni og sanseraður á þeirri neðri og nánast alveg sami liturinn.
  • Á efri vörinni er ég með Shiseido Perfect Rouge varalit – litur PK343.
  • Á neðri vörinni er ég með L’Oreal Color Riche varalit – litur 379, Sensuel Rose

Næst setti ég einn lit í miðjar varirnar og annan í kring:

  • Innst er ég með Maybelline Vivids varalit – litur nr 902, Fuchsia Flash
  • Yst er ég með Maybelline vivids varalit – litur nr 912, Electric Orange

Þessar varir komu ekki alveg út eins og ég vildi en ég ákvað samt að leyfa þeim að fljóta með. Hér er svipuð pæling og fyrir ofan en ég fór öðruvísi að því að gera varirnar. Hér setti ég fyrst einn lit yfir allar varinar og doppaði svo hinum litnum yfir miðjar varirnar með fingrunum.

  • Liturinn sem ég sett yfir allar varirnar er frá merkinu Lime Crime – litur Cosmopop.
  • Liturinn sem ég doppaði yfir miðjar varirnar er frá MAC – litur Dramatic Encounter úr jólalínu merkisins 2012.

Næst setti ég aftur einn lit á efri varirnar og annan á neðri varirnar en til að fá smá ombre fíling þá þrýsti ég vörunum saman en mjög laust – þá smituðust litirnir smá saman og mér fannst þetta koma dáldið skemmtilega út.

  • Á efri varirnar setti ég varalit frá Smashbox – litur Vivid Violet.
  • Á neðri varirnar setti ég sama lit frá Shiseido og ég notaði hér fyrir ofan úr Perfect Rouge línunni – litur PK343.

Að lokum þegar svefngalsinn var farinn að taka völdin urðu þessar skemmtilegu hjartalaga varir til.

  • Hjartað gerði ég úr Smashbox varalit úr Love Me línunni – litur Tempt Me
  • Í kringum hjartað fór varalitur frá Makeup A – litur Baby Pink

Vona að ég nái að veita ykkur smá innblástur með þessu uppátæki mínu!

EH

Leyndarmál Makeup Artistans

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. loa

    15. April 2013

    skemmtileg:)

  2. Hekla

    16. April 2013

    Mér vantar svo flottan eldrauðan, klassískan varalit, með hverjum myndir þú mæla sérstaklega?:)