fbpx

Leyndarmál Makeup Artistans

Mér fannst svo gaman að sjá hvað var góð þáttaka í #trendvarir Instagram leiknum okkar og ég vona að þið haldið áfram að merkja ykkar varalitamóment á Instagram og leyfið okkur að fylgjast með. Mér finnst líka ótrúlega gaman hvað ég er búin að mæta mörgum skvísum með sterka og áberandi varaliti á röltinu niðrí bæ undanfarna daga.

En þar sem þetta trend ætlar að tröllríða öllu hér í sumar þá langaði mig að koma með nokkrar ráðleggingar um hvernig er hægt að halda vörunum sjálfum fallegum og rakanærðum.

#1 – Skrúbba

Varirnar okkar eru duglegar að endurnýja sig og stundum þurfa þær hjálp frá okkur við að losa sig við dauðar húðfrumur alveg eins og húðin okkar. Þess vegna er gott að venja sig á það að skrúbba þær reglulega. Ég nota aldrei andlistskrúbb því hann finnst mér bara einum of grófur fyrir varirnar – sápan getur líka ert varirnar og ykkur gæti því sviðið undan skrúbbnum. Það er reyndar hægt að fá sumsstaðar sérstaka varaskrúbba en ég er hrifnari af þessum hér aðferðum. Ég mæli með því að þið notið rakan þvottapoka og nuddið varirnar eða nuddið þær með mjúkum og rökum tannbursta. Mjúkir tannburstar eru þá helst barnatannburstarnir. Svo er gott að bera varasalva á varirnar. 

#2 – Maka litnum á varirnar

Þegar ég er að farða þá nota ég undantekningalaust varalitapensil bara uppá hreinlætið að gera. Ef mér finnst ég ekki fá nógu mikinn lit þá skafa ég aðeins af varalitnum og set á handabakið mitt og set síðan á varirnar á þeirri sem ég er að farða. Ég maka þá litnum á miðjar varirnar og dreifi síðan úr litnum að útlínum varanna og móta þær smám saman með litnum. En þegar ég set varalit á sjálfa mig þá maka ég litnum beint á miðju varanna og aftur nota ég varalitapensil til að dreifa úr litnum. 

#3 – Ef varaliturinn brotnar

Eins og með púður er alveg hægt að redda varalitum ef þeir brotna. Hljómar kannski undarlega en já það getur komið fyrir og hefur komið fyrir alltof oft hjá hrakfallabálknum mér. Setjið brotin aftur saman og bræðið samskeytin og setjið varalitinn inní ískáp til kælingar yfir nótt. Svo er hægt að laga samskeytin aðeins til með því að skafa umfram lit af í kringum þau daginn eftir.

Að lokum er gott að hafa í huga að dökkir varalitir láta varirnar líta út fyrir að vera minni en þær eru en ljósir litir og sérstaklega sanseraðir stækka varirnar.

Vona að þessi ráð hjálpi ykkur!

EH

Mesta snilld sem ég hef prófað!!

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1