Nú fer hver að verða síðust til að næla sér í október eintakið af Allure! Ef þið eruð ekki með það á hreinu hvað er svona merkilegt við þetta sérstaka tölublað þá hafið þið greinilega ekki fylgst nógu vel með síðunni minni – því í október þá kemur út Best of Beauty blaðið með öllum þeim snyrtivörum sem hafa verið valdar bestar í sínum flokki. Þetta er þemað í gegnum blaðið sem er alltaf veglegt og dáldið eins og september issue-ið af Vogue – nema fyrir okkur snyrtivörufíklana ;)
Blaðið er enn til í bókabúðum Eymundsson en það verður þar líklega ekki lengi í viðbót þar sem það styttist í nóvember heftið en það er leikkonan Kerry Washington sem er á forsíðunni.
Hér sjáið þið forsíðu blaðsins, ég kíki alltaf á netið og fer vel yfir forsíðuna svo ég muni eftir henni þegar ég fer að leita yfir blaðastandana í Eymundsson af blaðinu. Af einhverjum ástæðum er blaðið sjaldan á sama stað mánuð eftir mánuð og það týnist alltaf inná milli annarra blaða svo ef þið eruð aðdáendur eins og ég þá er þetta gott ráð. Já ég veit ég gæti alveg gerst áskrifandi en þetta er partur af gleðinni hjá mér að fara útí búð og kaupa það, leita og leita og leita í hillunum þar til ég kem allt í einu auga á nýtt tölublað og lifna við – að gera mikið út litlu hlutunum er ég í hnotskurn ;)
Þetta blað kom reyndar með mér til London ég keypti það í Leifstöð með það markmið að lesa í flugvélinni en ég sofnaði í henni sem var svo sem ekki skrítið þar sem ég svaf ekkert nóttina áður – Gilmore Girls og flughræðslu að kenna. Svo ætlaði ég að lesa það á leiðinni heim en ég notfærði mér það að vera í Icelandair vél og horfði á Four Weddings and a Funeral – eðalperla! Takk fyrir mig Icelandair – þetta var lúxus :)
Svo lesturinn minn á blaðinu var loks helgina eftir að ég kom heim frá London, ég gaf Tinna Snæ að borða, stillti á teiknimynd, hellti uppá kaffi í Dolce Gusto vélinni og borðaði vínarbrauð á meðan ég fletti í gegnum blaðið. Ég kláraði hálfa lengju og vá hvað það var gott – Passion bakaríið mitt er einn af uppáhalds stöðunum mínum í nýja hverfinu.
Glöggir taka ef til vill eftir jólabollanum frá múmín en þessi kom líka heim með mér frá London ég gat ekki staðist hann og hvað þá beðið eftir afmælinu mínu enda er fjölskyldan löngu búin að gefast uppá því að gefa mér bolla í safnið ég á nánast alla – vantar 5 til að vera nákvæm af þeim sem eru til núna útí búð – svo á ég marga í viðbót sem eru hættir í sölu ;)
En aftur að Allure og því snilldarblaði en mér fannst rosalega gaman að fara yfir vörurnar sem voru valdar bestar í sínum flokki og sérstaklega þegar um var að ræða vörur sem ég hef prófað, skrifað um og eru í uppáhaldi hjá mér. En það eru til dæmis:
Curl Secret krullujárnið
St. Tropez Self Tan Express froðan
MAC Masterclass Oval burstarnir
Dior Fusion Mono svartur augnskuggi – ég hef prófað aðra liti
Miss Manga maskarinn frá L’Oreal
Baby Lips Dr. Rescue frá Maybelline – ég hef prófað hann, hann er æði en því miður ekki til hér bara venjulegu
Nars Audacious í flokki Long-Wearing varalita
Smashbox Photo Finish Pore Minimizing Foundation Primer
Olay 7 in 1 CC cream
St. Tropez Gradual Tan Plus Anti Ageing Multi-Action Face
YSL Encre de Peau – öðru nafni Fusion Ink Foundation
BareMinerals BareSkin Foundation
Dior Capture Totale Dreamskin
Þið getið smellt á vörurnar í listanum hér fyrir ofan og linkurinn vísar ykkur á færslur þar sem vörurnar koma fyrir.
Þetta eru svona örfáar vörur af þeim sem þið finnið bæði í blaðinu og á blogginu mínu – hrikalega gaman að bera þetta saman og sjá að það eru alveg vörur sem rata á báða staði. Það ætti nefninlega að vera frekar ólíklegt þar sem blaðið er amerískt en hér á Íslandi fáum við vörur frá Evrópulöndum og sjaldan sem sömu vörur rata á báða staði. Stundum eru sömu vörur og stundum sömu vörur sem heita ekki sama nafni eins og t.d. YSL farðinn.
Ef þið eruð snyrtivörufíklar eins og undirrituð þá er þetta blað skyldueign!
Svo styttst í að þið getið sent inn tilnefningar fyrir verðlaunin á blogginu mínu – mikið hlakka ég til!!
EH
Skrifa Innlegg