fbpx

Góð ráð fyrir olíumikla húð

HúðSnyrtivörurSpurningar & Svör

Ég er langmest beðin um að koma með ráðleggingar fyrir olíumikla húð – svo nú er loksins komið að því að birta þessa færslu sem er búin að vera í hausnum á mér alltof lengi. Ástæðan fyrir hikinu mínu er helst sú að ég er með þurra húð og hef því ekki mína eigin reynslu til að byggja á – einungis það sem ég hef heyrt, lært og lesið mér til um. Mér finnst alltaf langbest að byggja mínar færslur á minni eigin reynslu en stundum verður maður að hætta sér út fyrir þægindarammann og fara ótroðnar slóðir, nú er komið að því.

Í húð sem er með umfram olíuframleiðslu er olían oft merki óhreininda og ég hef áður sett inn video þar sem ég fer yfir nokkrar vörur frá Garnier sem ég mæli með fyrir erfiða húð sem er með óhreinindum.

Skiptum út óhreinum olíum fyrir góðar olíur

Ég las mér mikið til um olíur þegar ég skrifaði greinina um mátt þeirra fyrir Reykjavík Makeup Journal. Ég las sérstaklega mikið um það að máttur olíunnar nýttist vel fyrir konur með olíumikla húð. Konur sem eru með olíumikla húð eru með slæma og óhreina olíu í húðinni sem húðin framleiðir of mikið af – þessum olíum þarf að ná úr húðinni með því að hreinsa húðina vel og hjálpa henni að ná jafnvægi. Ein leiðin er að nota olíuhreinsi og hreinsivörur með olíu. Þetta fannst mér mjög áhugavert að lesa um en í stuttu máli snýst þetta um að skipta út óhreinum olíum fyrir hreinar og nærandi olíur. Mín húðhreinsun hefst á því að nota olíuhreinsi – það er ekki vegna þess að ég er með þurra húð – það er auka atriði – það er vegna þess að olían leysir upp erfið óhreinindi sem liggja á yfirborði húðarinnar eins og mengun en einnig leysir hún upp t.d. SPF varnir sem verja húðina okkar en við viljum kannski ekki að hlaðist upp á yfirborði húðarinnar. Svo ég byrja á því að nudda olíu yfir húðina, hreinsa hana með blautum þvottapoka og hreinsa svo húðina betur þá nota ég Clarionic hreinsiburstann. Fyrir seinni hreinsi myndi ég alltaf mæla með hreinsi sem freyðir fyrir olíumikla húð – t.d. gel hreinsar eða krem hreinsar. Þeir djúphreinsa húðina vel og olíumikil húð þolir þá vel og á hverjum degi á meðan þur húð þolir þá ekki á hverjum degi – alla vega ekki ég:). Hafið í huga að velja vörur sem eru t.d. með Salicylic Acid – það er efni sem vinnur á móti óhreinindum og það er oft ríkt af því í t.d. vörum eins og bólubönum.

Að sjálfsögðu er eflaust líka frábær leið að taka inn góðar olíur til að koma henni inn í líkamsstarfsemina.

Hreinsiburstarnir

Óhreinindi eins og olía liggja djúpt inní húðinni og það er erfitt að ná til þeirra og ná þeim alveg upp á yfirborð og fjarlægja. Hreinsiburstar eins og ég hef skrifað um t.d. Clarisonic (sem er ALVEG að koma í búðir) gætu komið að góðum notum við að hreinsa húðina vel og almennilega.

clarisonic013_0001-oa

Skrúbbar sem hreinsa vel

Skrúbbar eru dásamleg leið til að losa sig við óvelkomin óhreinindi. Olíumikil húð þolir betur reglulega notkun skrúbba en það er þó gott að hafa á hreinu hvernig á að velja skrúbb sem hentar ykkar olíumiklu húð. Ef þið euð með þannig húð að hún einkennist af dýpri óhreindinum eins og fílapenslum og þannig blettum veljið þá grófan skrúbb. Skrúbb sem nær vel að nudda óhreinindin uppá yfirborð húðarinnar. Ef þið fáið hins vegar frekar óhreinindi sem eru eins og graftarbólur með óhreindindi sem geta smitast á önnur svæði húðarinnar veljið þá skrúbb sem er með fínum kornum sem minna helst á sand. Þeir skrúbbar ná að vinna vel á óhreinindunum án þess að erta bólurnar svo þær smitast ekki.

Ef ykkur langar að fara óhefðbundnar leiðir í vali á húðskrúbb þá eru til alls kyns flottar og spennandi uppskriftir á pinterest sem þið ættuð endilega að skoða.

27fa4aa2ca632752801009fdc47933b6

Maskar

Það eru til alls konar flottir djúphreinsimaskar. Ég nota sjálf stöku sinnum djúphreinsimaska sem ég finn alveg að hreinsar og þurrkar vel húðina mína og nær burt djúpum óhreinindum. Ég nota þá sjaldan því ég vil ekki að húðin mín þorni enn meira en það eru þá maskar eins og leirmaskar t.d. frá Clarisonic sem ég nota. Samkvæmt internetinu er líka hægt að fá djúphreinsimaska hjá The Body Shop – en ég þekki ekki til þess nákvæmlega en endilega kíkið líka þangað. Þar eru líka til frábærar vörur fyrir olíumikla húð eins og Tea Tree vörurnar sem vinna gegn óhreinindum eins og olíu.

Látum förðunina endast

Eitt algengasta vandamál kvenna sem eru með olíumikla húð er að fá förðunina til að endast, þ.e. að húðin fari ekki að glansa mikið yfir daginn. Ég er síðasta manneskjan til að segja við konur með olíumikla húð að þær verði að nota púðurfarða eða annars konar farða sem gefur matta áferð. Mér finnst að ef grunnurinn er góður þá er hægt að nota flesta farða sem ykkur langar að nota. Að gera góðan grunn felst fyrst og fremst í því að nota góðar undirstöðu vörur. Ef þið eruð með olíumikla húð er nauðsynlegt að hreinsa húðina líka á morgnanna þar sem húðin skilar líka umfram olíu á yfirborð húðarinnar á nóttunni  – munið þess vegna líka að skipta reglulega um koddaver! Þegar húðin er orðin tanduhrein notið þá ykkar næringu, serum, dagkrem og augnkrem t.d. passið að leyfa hverri vöru að þorna fyrir sig á húðinni til að fá sem mesta virkni úr þeim og leyfa þeim að gera sitt. Notið góðan primer eins og nýja Pore Minimizing primerinn frá Smashbox (hann er dásamlegur), hann fullkomnar yfirborð húðarinnar, hjálpar til við að auka endingu farðans sem þið setjið yfir og mér finnst primerar alltaf á sinn hátt (margir þeirra alla vega) mynda eins konar lag yfir húðinni sem nær að passa uppá það að undirstöðu snyrtivörurnar eins og kremið fær að sinna sínu hlutverki og veita langvarandi raka og farðinn fær að gera sitt, þ.e. að fegra yfirborð húðarinnar. Ef þið eruð síðan með ójafnt yfirborð t.d. eftir að hafa verið með erfiða húð á unglingsárum þá fullkomna primerarnir að sjálfsögðu yfirborð húðarinnar.

SB_C1XL_SKUC1XL01_340

Fyrir olíumikla húð má ef til vill líka mæla með að nota lausan steinefna púðurfarða eins og frá bare Minerals sem eru lausir við t.d. olíur ef þið viljið ekki nota þær og þær matta yfirborð húðarinnar vel án þess að loka húðinni – húðin nær að anda vel sem er líka mikilvægt.

Ekki gleyma rakanum

Þó að þið séuð með olíumikla húð þá má alls ekki gleyma rakanum og að næra andlitið. Ef þið kjósið að velja krem sem innihalda ekki olíur þá er auðvitað fullt af úrvali af þeim þó ég voni að þið gefið olíu kremum mögulega séns – hrein olía í skiptum fyrir óhreina olíu – meikar það ekki sens :) Svo eru til létt rakakrem eins og Triple Active græna gelið frá L’Oreal sem er bara raki í gelformi, rosalega létt krem sem situr ekki eftir á yfirborði húðarinnar. Svo er græna kremið í Moisture Match línunni frá Garnier sem gefur húðinni matt yfirborð – rosa flott krem.

Passið að næra alltaf líkamann vel

Ef þið hafið ef til vill fengið lyf við olíumyndun hjá húðsjúkdómalækni þá einkennast þau mörg hver af því að þurrka – þá eru lyfin að þurrka upp olíuna en það er þó gott að hafa í huga að það þarf að passa uppá að halda húðinni í jafnvægi og að sé gott magn af raka í henni, besta ráðið við því er að drekka vatn og næra þannig líkamann vel.

Vörur

Þar sem ég hef ekki alveg persónulega reynslu á vörum sem eiga að draga úr olíumyndun í húðinni get ég bara mælt með vörum sem aðrir hafa talað vel um við mig. Vörurnar sem mér finnst alltaf sérstaklega talað vel um er Neutrogena – þar myndi ég mæla með appelsínugulu línunni þó svo sú bleika gæti líka reynst vel – ég nota kremhreinsinn úr þeirri línu fyrir mína þurru húð og hann er dásamlegur en það er líka annar hreinsir í þeirri línu sem hentar olíumikilli húð betur. Eins eru Tea Tree vörurnar frá The Body Shop flottar og henta líka okkur sem eru ekki endilega með olíumikla húð en fáum svona leiðindaóhreinindi eins og bólur uppá yfirborð húðarinnar.

Ef þú hefur eitthvað snilldarráð eða vöru fyrir olíumikla húð endilega deildu því með okkur hinum hér í athugasemdunum – allt er vel þegið og öllum ráðum tekið með opnum örmum!

EH

Nú má desember koma...

Skrifa Innlegg

27 Skilaboð

 1. Herdís

  5. November 2014

  Bláa línan frá Garnier er dásamleg! Það allra besta er samt Balancing oil free frá Bláa lóninu :)

 2. Thorunn Ivars

  5. November 2014

  Vinkona mín sem ég aðstoðaði við að ná jafnvægi á olíumyndun í húðinni notaði vörur frá Ole Henriksen en hann sérshæfir sig í acne og vandræðahúð. En líka ennig mjög vel við Neutrogena þessar bleiku eða appelsínugulu ;)

 3. Agata Kristín

  5. November 2014

  Bleika neutrogena alla leið! Prufaði margt á mínum blessuðu 10 árum með slæmt acne og feita húð og ekkert hefur jafnast á við hana.

 4. Elín

  5. November 2014

  Normaderm kremið frá Vichy er alveg að gera sig fyrir mig, það hefur hreinlega gefið mér gljálaustlíf! Ég á eftir að prófa fleiri hreinsivörur í sömu línu en ég stefni á það þegar bleiki Neutrogena skrúbburinn er búinn hjá mér en að því sögðu er ég líka mjög ánægð með hann

  • Reykjavík Fashion Journal

   5. November 2014

   Þá myndi ég hafa hraðann á því Vichy er að hætta á Íslandi… :/ Bara restar í búðum núna… :(

   • Elín

    5. November 2014

    Ó er það ekki klassískt! Mér kannski tekst að ná mér í eina kremtúbu áður en það verður um seinan

 5. Ragnhildur Birgisdóttir

  5. November 2014

  Takk kærlega fyrir góð ráð :) Oil control lotion frá Mac hefur gert ótrúlega góða hluti fyrir mína húð, er algjörlega háð því!

 6. Abigail

  5. November 2014

  Mér finnst appelsínugula línan góð frá Neutrogena… EN bestu húðvörurnar að mínu mati er “Step 3” línan frá Clinique :D Virkar svo ótrúlega vel! Nýja serumið þeirra er líka algjör snilld, sléttir húð og minnkar roða og gömul acne ör :)

  • Reykjavík Fashion Journal

   5. November 2014

   Sammála Smart Serumið er dásamleg vara og mjög gaman hvað það gerir ólíka hluti fyrir mann – það t.d. eykur raka og minnkar sviða vegna þurrks í minni húð :)

 7. Bryndís Gunnlaugsdóttir

  5. November 2014

  Ég og vinkona mín sem báðar erum með olíumikla húð og eigum það til að glansa svoldið höfum báðar fundið lausn á okkar vanda með balancing oil free emulision frá Bláa lóninu sem var vísað í hér fyrir ofan. Vinkona mín er búin að leita að góðu kremi í yfir 20 ár og þetta er það eina sem virkar af hennar mati til að matta húðina og minnka glans.

  Ég hvet alla sem eru með olíumikla húð til að prufa þessa vöru. Hún kostar en maður þarf mjög lítið af þessu, túban endist endalaust lengi og árangurinn er stórkostlegur

  Ég hvet þig til að gá hvort þú getir ekki fengið prufur frá Bláa lóninu til að leyfa test-hópnum þínum til að prufa – þetta er gullmoli sem allt of fáir vita af enda Bláa lónið þekktara fyrir vörur fyrir þurra húð.

  http://www.bluelagoon.com/Vefverslun/vara/25/568/balancing-oil-free-emulsion/default.aspx

  • Reykjavík Fashion Journal

   5. November 2014

   Þetta krem held ég að ég lumi einmitt á hjá mér – þetta er svo sannarlega frábært að heyra, nú þarf ég bara að leita af því – veit ekki enn hvar neitt er eftir flutninga… :( en svo þarf ég greinilega að fá einhverja til að prófa það fyrir síðuna!

 8. Kata

  5. November 2014

  Mér finnst ekki koma nógu vel fram í greininni hvort að hún sé líka hugsuð fyrir fólk sem er að glíma við bólur? Er ósammála mörgu ef svo er, t.d. myndi ég persónulega aldrei þrífa bólóttu húðina mína með kornaskrúbb eða bursta! Finnst það hræðileg tilhugsun. En undraefnið sem þú nefnir, salicylic acid (BHA) er einmitt snilld, leysir upp dauðar húðfrumur (e. exfoliant) án þess að maður þurfi að skrúbba eins og brjálæðingur og gera illt verra.
  Besta ráðið sem ég get samt gefið fólki með bólur er að drífa sig til húðlæknis. Það er misskilningur að fólk þurfi að vera útsteypt í graftarkýlum áður en farið er til læknis. Maður fær svör við öllum heimsins spurningum (margt sem maður heyrir og les í þessum efnum sem er kolrangt) og rosalega góð ráð um húðumhirðu almennt! :)

  • Reykjavík Fashion Journal

   6. November 2014

   Sammála með húðlækninn!!! Um að gera að nýta sér þjónustu hjá þeim læknum:) en jú ég tek fram með skrúbbana eftir því hvernog bóluástandið er – ss að grófir megi aldrei nota á bólótta húð ss með graftarbólum og þess konar óhreinindum. Með burstann er td clarisonic ekki að erta húðina mikið og það er hægt að fá ýmsa bursta og bursta fyrir hverja húðtýpu en að sjálfsögðu verður hver og ein að meta það fyrir sig og skoða vel og vandlega áður en stokkið er á nýja vöru:)

   En nú er ég forvitin (ef þú sérð þetta:)) þar sem ég les ú þessu að þú sért með erfiða húð – hefurðu prófað penzim? Rakst nefninlega á reynslusögur um þær vörur á netinu í gær og væri gaman að fá að heyra ef þú hefur prófað hvort það virkaði fyrir þig kæra Kata?

 9. Eva

  6. November 2014

  Veii takk fyrir þessa færslu :)

  Hér er ein frábær grein frá byrdie.com (síða sem hefur hjálpað mér gífurlega í þessu brasi með feitu húðina mína):
  http://www.byrdie.com/daily-skincare-routine/slide3

  Ég er sammála öllu sem þú skrifaðir. Að auki get ég ekki annað en mælt með Effaclar Duo kreminu frá La Roche Posay sem inniheldur einmitt salycsýru… daglegri hreyfingu, daglegri neyslu græns tes, vatns… og lýsis. Því efnið retinól sem er í mörgum kremum sem eiga að vinna á ýmsum húðvandamálum er að finna í þorskalýsi :) Virku efnin í vörum fyrir feita húð eru mismunandi og ég held að salycsýra, tea tree olía, benzoyl peroxide og sink séu algengustu efnin sem ég hef rekist á. Mér fór að ganga mun betur með olíuvandann eftir að ég hreinlega ákvað að “greina” vandann minn betur og leita að innihaldsefnum/vörum eftir því :)

 10. Klara

  6. November 2014

  Neutrogena vörurnar eru æði, bæði bleika og appelsínugula og ekki skemmir verðið fyrir!

  Ég splæsti í Gentle cream exfoliant frá Dermalogica í vor og sé ekki eftir því, hann var soldið dýr en er ótrúlega drjúgur. Hann er með lactic og hydroxy acid og ég lét til leiðast eftir að Lisa Eldridge mælti með honum og fljótlega eftir að ég keypti hann bloggaði Ása Regins um hann. Síðan ég keypti þennan maska (þetta er exfoliant maski) hef ég aldrei skrúbbað húðina mína með kornakremi enda þarf þess ekki þannig að þessi maski er sniðugur fyrir þau sem finnast kornakrem ekki vera fyrir sig :) http://www.dermalogica.com/gentle-cream-exfoliant/9,default,pd.html

 11. Nanna Margrét Kristinsdóttir

  6. November 2014

  Ég gjörsamlega steyptist út í bólum þegar ég notaði bleiku neutrogena vörurnar! Þær þurrka húðina svakalega, sem gerir það að verkum að olíuframleiðslan fer í rugl. En mismunandi vörur henta mismunandi fólki :)

 12. Guðrún

  6. November 2014

  Fyrir mig er 3-step línan frá Clinique það allra besta! Nóg af vatni, matskeið af hörfræolíu á hverjum degi og tee-tree olían frá Body Shop beint á bólurnar. Svo er gott ráð fyrir slæma húð að enda sturtuna á kaldri bunu í smá stund því það lokar svitaholunum og kemur í veg fyrir að þær fyllist af óhreinindum :) og til að halda farðanum yfir daginn þá elska ég blot sheets (td. frá MAC), draga í sig umfram olíu en farðinn helst fullkomlega!!

 13. Helena Jaya Gunnarsdóttir

  6. November 2014

  Appelsínugula línan frá Neutrogena er algjör snilld fyrir óhreina og olíumikla húð. Ég er með mjög olíumikla húð og þessar vörur gera algjört kraftaverk. Mæli sérstaklega með Neutrogena fyrir unglingstelpur

 14. Hulda

  6. November 2014

  Ég er einmitt í veseni því að ég er að fá endalaust af bólum en er alls ekki með feita húð, frekar þurra. Langar svo að finns eitthvað sem hentar er buin að prófa margt en ekkert virðist virka

 15. Lilja

  6. November 2014

  Mikið er ég ánægð með þessa færslu og allar ráðleggingarnar í kommentunum! :) Ég er með feita húð sem á það til að glansa en annars engin frekari vandræði. Ég keypti fyrir stuttu Garnier línuna sem þú fjallaðir um og er ánægð með hana, hef að vísu ekki séð miklar breytingar ennþá en hef kannski ekki notað það nógu lengi. Hlakka til að prufa bleiku Neutrogena línuna og Blue Lagoon kremið! :)

 16. Anna

  6. November 2014

  Hvar fást Neutrogena vörurnar?

 17. Sveindís

  6. November 2014

  Þetta eru mjög fín ráð við minni vandamálum. Ég hef átt í miklum erfiðleikum með mína húð í um það bil 10 ár og hef því prófað mjög margt og langar því að mæla með nokkrum vörum fyrir þær sem eru í sömu sporum og ég var.
  Ég hef þurft að kljást við þrymlabólur en er með blandaða húð sem verður bæði mjög þurr og mjög feit, jafnvel á sama tíma. Þá hef ég lent í því að meikið festist í þurrkublettunum en byrjar líka að renna til vegna umframolíu yfir daginn. Ég fór fyrst til húðsjúkdómalæknis þegar ég var 13 ára og fékk lyf og fór nokkrum sinnum eftir það og hef því prófað að ég held öll úrræði sem þeir hafa upp á að bjóða, líka bólupilluna (Diane Mite). Þetta virkaði allt á meðan á meðferð stóð en um leið og læknirinn tók mig af lyfjunum þá byrjuðu vandamálin aftur um það bil mánuði seinna. Þessi lyf og krem hafa einnig skelfilegar aukaverkanir og getur þurrkurinn sem að þeim fylgir og sviðinn orðið óbærilegur og lyfin þurrka upp allan líkamann, líka augun. Ég hef einnig notað vörurnar frá Neutrogena og fjöldamargar aðrar. Þær hafa náð að halda vandanum eitthvað niðri en mér hefur alltaf liðið eins og þær erti húðina mína og mig klæjaði stöðugt í hana, sérstaklega eftir að ég notaði skrúbba, mig sveið undan mörgum rakakremum og mér fannst öllum vörum sem ég prófaði sem áttu að meðhöndla svona vandræðahúð fylgja einhver ný vandamál.
  Í sumar ákvað ég því að skipta algjörlega út öllum efnum sem ég nota á húðina mína og reyna að nota mildari krem og hreinsa sem að innihalda góðar olíur til þess að húðin sjái sig ekki knúna til að framleiða of mikla olíu. Ég passa mig líka að nota mild sjampó og að leyfa þeim ekki að renna yfir andlitið mitt þegar ég skola þau úr hárinu.
  Ég nota Soy face cleanser frá Fresh, hann fæst í Sephora og er mjög vinsæll hjá þeim. hann er mildur og hefur róandi áhrif á húðina, hann hreinsar allan farða, líka maskara án þess að erta augun. Hann inniheldur fitusýrur sem að næra húðina í stað þess að þurrka hana upp.
  Ég lagði líka bleika neutrogena kornaskrúbbinum mínum og nota núna blöndu af matarsóda og vatni í staðinn sem mér finnst mun mildari og skilvirkari.
  Ég byrjaði að kynna mér Skyn Iceland vörurnar eftir að hafa lesið um þær á þessari síðu og hef algjörlega fallið fyrir þeim. Ég nota Oxygen infusion night cream og finnst það ómissandi, maður finnur fyrir því hvernig það hreinsar upp úr húðinni en það nærir um leið ótrúlega vel. Ég mæli líka með að nota Antidote cooling daily lotion sem er sérstaklega hannað fyrir olíumikla húð.
  Þegar ég fæ bólur eða roða í húðina nota ég alltaf Prosacea gel.
  Til þess að tækla örin nota ég síðan Neo strata renewal cream sem að húðsjúkdómalæknirinn minn ráðlagði mér.
  Húðin mín er loksins orðin eðlileg, það er ennþá að hreinsast aðeins upp úr henni en ég finn ekki fyrir neinum óþægindum í henni miðað við að áður var mér beinlínis illt í henni og oft með kláða eða sviða. Það er komið jafnvægi á fituframleiðslu húðarinnar og farðinn minn endist allan daginn. Vona innilega að þetta hjálpi einhverjum því ég veit svo sannarlega hvað það getur verið ótrúlega leiðinlegt að líða svona illa í húðinni! :)

  • Björk

   6. November 2014

   Takk! Mjög hjálplegt :)

  • Reykjavík Fashion Journal

   7. November 2014

   Vá Sveindís þetta fannst mér ótrúlega áhugavert að lesa og ROSALEGA finnst mér gaman að heyra að mínar elskulegu Skyn Iceland vörur séu að virka svona vel fyrir þig – maður er svo í sínum eigin þurr húða heimi og þær eru svo æðislegar fyrir mína þurru húð svo það er gaman að heyra að þær virki líka vel á andstæðuna. Takk kærlega fyrir að deila þessari reynslu þinni með mér og lesendum ég á ekki von á öðru en að þetta muni hjálpa mörgum fleirum og til hamingju með húðina þína!

   Skemmtilegt líka tipsið með sjampóið – það á nú við um okkur allar, ég passa mig líka alltaf sérstaklega vel á þessu því mér svíður yfirleitt undan þeim ef þau fara í andlitið :( Matarsódinn er líka frábært tips og gaman að heyra að það virki. Er búin að fara yfir margar svona uppskriftir af heimagerðum skrúbbum og þá er alltaf matarsódi – gaman að heyra frá einni með reynslu um það :)

 18. Anna

  6. November 2014

  Hæ, getur einhver ykkar ráðlagt mér um góðan húðsjúkdómalækni?

 19. Sigrún

  8. November 2014

  Við lærum það í snyrtifræði að matarsódi ef affitunarlausn, þ.e.a.s hann losar um fituna í húðinni og dregur hana upp! Hentar því vel á allar sem eru með fílapennsla! Og gott að kreista fílapennslana eftir notkun á matarsóda!
  Hentar því þurri og feitri, þar sem þurr fær oft fílapennsla t.d á nef!
  Sjálf hef ég notað hann í 10-20 mín á andlit og verð hriiiikalega mjúk eftirá!
  En er með feita bóluhúð og mjög opnar svitaholur á T-svæði en gífurlegan yfirborðsþurrk sem er óþolandi að losna við!
  Mæli með visionnaire undir farða, og nýji primerinn frá smashbox virkar RUGL vel.
  Nota svo rakamaskan frá Clarins, má sofa með hann. Og rakamikil krem yfir nótt. Ég nota olíunna frá Seinsei til að þvo farða, ásamt mörgum öðrum vörum reyndar! Finnst svo svarti kornaskrúbburinn frá Helenu Rubinstein mjög góður, nota hann og nipandfab skrúbbinn til skiptis!
  Ah gæti haldið endalaust áfram!