fbpx

Förðunarburstar eða tannburstar?

Ég Mæli MeðLífið MittMACmakeupMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mín

Ég var búin að spjalla við stelpurnar í MAC um að ég myndi koma í gærmorgun um leið og það opnaði og við ætluðum að gera eh skemmtilega myndafærslu saman. Það gekk þó ekki upp þar sem það myndaðist örtröð fyrir utan búðina í gær. Þegar ég kom 10 mínútur í 10 þá var þetta svona…
macfólk… þá áttu amk 15 manns eftir að bætast í hópinn fyrir opnunina og fleiri komu svo klukkan 10. Þar sem ég var vopnuð myndavélinni gat ég ekki annað en tekið hana upp og smellt af. Ísland í dag mætti svo um 10 til að mynda ástandið. Skvísurnar voru langflestar mættar til að næla sér í svarta varalitinn sem var að koma í Punk Couture línunni. Hann og hinir varalitnirnir seldust mjög hratt upp og margar fóru um leið og þeir voru farnir. macfólk2 macfólk3 macfólk4

Ég var ein af fáum sem var mætt til að ná mér í sem mest úr Magnetic Nude línunni sem er svo ótrúlega falleg!!

macfólk5Eins og þið sjáið þá fékk veskið að finna svakalega fyrir því þennan morguninn en ég er í skýjunum með nýju vörurnar mínar. Þetta eru fullkomnar vörur sem ég á eftir að nota helling, bæði á mig og í verkefnum. Ég fékk einn af svörtu varalitunum sem ég mun án efa nota meira til að búa til varaliti og skyggja varirnar (gera vamp varir).

En gerið ykkur ferð í MAC verslanirnar og kíkið á þessa línu hún er svo eiguleg!

macfólk7

Ykkur finnst eflaust titill færslunnar ekki passa við innihald hennar so far – en nú að burstunum!

Auk varanna hér fyrir ofan þá gat ég ekki annað en keypt einn af nýju förðunarburstunum sem var að koma hjá merkinu. Einhverjar ykkar kannast ef til vill við þá en þeir voru mikið til umfjöllunar á erlendum vefmiðlum þegar þeir komu fyrst í sölu á síðasta ári. Burstarnir minna að öllu leyti meira á tannbursta en förðunarbursta og þegar ég birti mynd af nýja burstanum á Instagraminu mínu @ernahrund þá spunnust upp svakalega miklar vangaveltur um ágæti og tilgang þessa bursta:D

Screen Shot 2014-01-18 at 1.14.02 PMBurstarnir kallast Oval brush og koma í þremur stærðum. Sá stærsti sem ég keypti er fyrir grunninn, hann er fáránlega þéttur og minnir mig helst á Expert Face Brush frá RT nema hann er með stærri flöt og ekki kúptur eins og RT burstinn. Stærsti burstinn kostaði 8990kr. Svo er það augnskuggabursti sem er án efa fullkominn til að blanda litum saman og líka að gera smáatriði í grunnförðuninni eins og að setja á hyljara. Svo er það einn mjór og flatur sem er án efa góður í að móta augabrúnir og gera skarpar línur í augnförðunum.

Ég hlakka mikið til að prófa burstana en ég hef heyrt mjög góða hluti um þá. Það verður þó dáldið skrítið að halda á þeim og nota þá – dáldið eins og að tannbursta húðina :)MAC-masterclass-brushesÉg segi ykkur betur frá burstunum þegar ég er búin að prófa þá meira.

Eins og þið sjáið þá fékk veskið að finna fyrir því í gær. En ég er með MAC Pro kort sem borgar sig í hvert skipti sem ég næli mér í nýjar vörur í MAC. En það er í boði fyrir lærða förðunarfræðinga og þið getið sótt um það í MAC verslununum. Þið verðið þó að skila inn afriti af prófskírteini og ökuskírteini – svo man ég ekki hvort það kosti eitthvað að sækja um það í fyrsta sinn það er svo langt síðan ég fékk mitt. En Pro kortið sér til þess að þið fáið afslætti í MAC verslunum um allan heim, það er misjafnt eftir landi hvað er mikill afsláttur og það eru örfáar vörur sem eru aldrei á afslætti eins og Viva Glam vörurnar. Á Íslandi fær maður 20% afslátt með Pro kortinu :)

Eigið æðislegan laugardag – okkar dagur verður letidagur og ég ætla að njóta hans í botn!

EH

Nýtt í snyrtibuddunni

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Kristín Rún

    18. January 2014

    Geðveikar línur :) Hvað heitir Mineralize skinfinish á myndinni hjá þér til vinstri?

  2. Laufey

    19. January 2014

    Var tvíliti Extra Dimension úr Magnetic Nude línunni? Hvað heitir hann? :)

  3. Svart á Hvítu

    19. January 2014

    Ég fæ einmitt vinkonu mína til að byrgja mig upp af MAC vörum þegar hún fer til USA…. þar er 30% afsláttur af vörum sem eru töluvert ódýrari fyrir en hér heima:)

  4. Sigrún

    21. January 2014

    Stóri burstinn er a 8990 :) og ársgjaldið fyrir PRO kortið er 5000 kr :-)