fbpx

Fyrir & eftir: CC kremið frá Olay

Ég Mæli MeðHúðLúkkmakeupNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mín

CC kremið frá merkinu Olay er eitt af þeim sem var í stóru CC krema færslunni minni sem þið finnið HÉR. Ég tók fram að mér fyndist þetta CC krem vera í flottustu umbúðunum en þær sjáið þið vel hér að neðan.

Kremið frá Olay er tvískipt en rakakremið er aðskilið restinni af formúlunni en báðar sprautast þær jafnt út. Kremið minnir mig óneitanlega á aðra snyrtivöru sem hefur verið lengi á óskalistanum, One Step Correct kremið frá Stila sem þið getið séð HÉR. Þetta eru virkilega flottar snyrtivörur. Ég fékk gefins prufu af CC kreminu til að sýna ykkur hvernig það kemur út á mér.

Hér fyrir neðan sjáið þið vöruna sjálfa, hvernig kremið kemur út úr túbunni, hvernig það verður þegar búið er að blanda því saman á handabakinu og loks áferðina á handabakinu þegar ég er búin að dreifa því jafnt yfir húðina.
olaycckremcollageÁferðin á kreminu sjálfu þegar það er komið á húðina er ótrúlega létt, ég fann lítið sem ekkert fyrir kreminu þegar það var komið á húðina. Kremið er mjög þunnt en það virðist þó þykkt við fyrstu sýn og við fyrstu snertingu. Mér finnst þetta CC krem lífga húðina mína við. Grár og leiðinlegur tónn hverfur og guli undirtónninn víkur fyrir meiri frískleika. Mér fannst mjög þæginlegt að vera með kremið á húðinni og ég myndi klárlega mæla með þessu kremi fyrir ykkur sem eruð með þurra húð.

Hér fyrir neðan sjáið þið fyrir mynd af húðinni minni án alls farða og á móti henni er húðin mín bara með CC kremið frá Olay.

olaycckrem9ATH! myndirmar eru teknar með sirka 3 mínútna millibli. Ég passaði mig að standa á sama stað, með sama svip, með sömu stöðu á andlitinu og vera með myndavélina á sama stað til að birtan væri svipuð á báðum myndum. Hér sjáið þið greinilega hvað gerist fyrir húðina þegar kremið er komið á hana.

olaycckreHér er ég svo aðeins búin að eiga við augabrúnirnar, kinnarnar og augnhárin og setja smá meiri hyljara í kringum augun. Virkilega falleg útkoma.

CC kremið er til í þremur litatónum skv. heimsaíðunni en ég er með þann ljósasta. Svo þið sem eruð með ljósa húð eins og ég og eruð að leita ykkur að CC kremi til að prófa getið skoðað þetta betur.

Olay er skemmtilegt merki sem ég hef verið að kynna mér aðeins uppá síðkastið. Fyrir nokkru síðan prófaði ég rakakrem frá merkinu sem mér líkaði mjög vel við en það sem heillaði mig þó mest var það að kremið var bæði í boði með ilmefnum og án þeirra. Þar sem ég hef ansi oft staðið útí búð að kynna snyrtivörur þá veit ég að það eru margar konur sem fælast krem sem eru með sterkri lykt. Svo það er frábært að sjá þegar taka svona kröfur til sín og bjóða uppá gott úrval. Næst á óskalistanum frá Olay er án efa hreinsiburstinn sem þið getið séð HÉR. Þessi kemur vonandi til Íslands. Ég hef heyrt mjög góða hluti um svona hreinsibursta og lengi langað að prófa. Ég sé fyrir mér að húðin verði alveg tandurhrein eftir að maður notar svona bursta:)

EH

Bakvið tjöldin í myndatöku fyrir Blue Lagoon

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Inga Rós

    10. April 2014

    Vá lífgar þvílíkt upp á húðina þetta krem. Ég bloggaði einmitt um daginn um hreinsibursta sem ég keypti í Elko, svipaður og Clarisonic en bara ódýrari, húðin verður sko súúper hrein, love it :)