fbpx

Bakvið tjöldin í myndatöku fyrir Blue Lagoon

Blue LagoonÉg Mæli MeðFyrirsæturHúðLífið MittMakeup ArtistSnyrtivörur

Mér þykir nú ólíklegt að nýja herferð Bláa Lónsins fyrir snyrtivörur merkisins hafi farið framhjá ykkur. Kunnugleg andlit þakin einni þekktustu snyrtivöru merkisins, kísilmaskanum sjást nú um alla borg. Ég fékk að fylgjast með bakvið tjöldin þegar myndirnar fyrir herferðina voru teknar. Hér fáið þið smá tilfinningu fyrir því hvað fer fram í sona verkefnum. Fríða María Harðardóttir sá um förðunina fyrir herferðina – eins og alltaf er æðislegt að fá að fylgjast með henni að störfum – það og að taka gott spjall þegar tækifæri gefst.bláalónið15 bláalónið14 bláalónið13 bláalónið12 bláalónið11 bláalónið10 bláalónið9 bláalónið8 bláalónið7 bláalónið6 bláalónið5 bláalónið4 bláalónið3 bláalónið2 bláalónið Myndirnar úr herferðinni getið þið séð hér á síðunni hans Barkar sem myndaði herferðina – HÉR. Ég tók ekki bara myndir heldur spreytti ég mig aðeins áfram í því að taka upp myndband af því sem fór fram til að gefa ykkur enn betri mynd af því hvernig svona myndataka fer fram.

Ég mæli eindregið með snyrtivörunum frá Bláa Lóninu, Rich Nourishing rakakremið er æðislegt og ég er rosalega skotin í Algae maskanum. Snyrtivörurnar fást á fjöldamörgum stöðum eins og í Hagkaup og svo er auðvitað stór búð á Laugaveginum með öllum vörunum – hún er ekki bara fyrir útlendingana ;)

EH

Spurt & Svarað: Myndavélin mín

Skrifa Innlegg