fbpx

Nú er tímaskortur engin afsökun fyrir brúnkuleysi

Ég Mæli MeðHúðMakeup ArtistMakeup TipsNýjungar í Snyrtivöruheiminum

St. Tropez er það merki sem ég mæli alltaf með þegar ég er spurð útí hvaða sjálfbrúnkuvörur ég mæli með. Svarið er einfalt því ég nota fátt annað en þær vörur þegar ég vil fá fallegan lit. Ég elska þessar vörur og sérstaklega framfarirnar þeirra sem eru alltaf svakalega flottar og þetta er klárlega það merki sem er leiðandi í sjálfbrúnkuvörum.

Ég hef mikið skrifað um þessar vörur og mér finnst alltaf gaman að fá að prófa nýjungarnar þeirra sem skilar sér alltaf í því að húðin mín fær fallegan lit. Ég fer aldrei í ljós – ég tók það alveg út á menntaskólaárunum og ef ég gæti tekið eitthvað svona útlitstengt til baka þá væru það ljósabekkirnir. Ég er alfarið á móti þeim – sérstaklega ef markmiðið er bara að fá meiri lit. Það finnst mér ekki vera nógu góð ástæða núna þegar við erum komin með svona flott merki eins og St. Tropez til landsins.

Ég fékk að prófa tvær æðislegar nýjungar frá merkinu sem mig langar að segja ykkur frá – önnur þeirra er glæný en hún hefur samt áorkað því að vera ein vinsælasta húðvaran á London Fashion Week og hefur hlotið helling af verðlaunum m.a. frá Allure sem eru ein virtustu snyrtivöruverðlaunin.

Hér sjáið þið nýjungarnar – Self Tan Express Advanced Bronzing Mousse og Self Tan Luxe Dry Oil – en olían er búin að vera uppseld í smá tíma en það er dáldið síðan hún kom fyrst.

Screen Shot 2014-09-19 at 6.40.42 PM

Hér sjáið þið betri mynd af Express Tan froðunni. Ef þið hafið notað froðubrúnkuna frá St. Tropez sem er sú vinsælasta frá merkinu þá er þessi bara notuð alveg eins nema þetta er kannski meira flýtileiðin þegar maður hefur ekki tíma í hitt :)

sjálbrúnkunýjungar3

Þá er ég svona rétt búin að stikla á stóru með nýju froðuna – finnst ykkur þetta ekki hljóma vel?

sjálbrúnkunýjungar5

Eins og þið sjáið hér er smá leiðbeiningalitur í froðunni. Svona magni finnst mér gott að byrja með í hanskanum á meðan ég er að átta mig vel á því hversu mikið ég þarf. Mér finnst alls ekki gott að vera með of mikið af froðu í hanskanum. Svo er það bara að stjúka beint yfir líkamann og vera með þéttar og jafnar strokur svo allt verði nú jafnt og fínt.

sjálbrúnkunýjungar6

Hér fyrir ofan sjáið þið litinn beint eftir að ég bar froðuna á hendurnar – smá litur til að leibeina því að liturinn sé jafn. Það er einn af kostunum við St. Tropez varan passar alltaf uppá eftir fremsta megni að við sjáum almennilega hvað við erum að gera.stnýjung2

Hér fyrir ofan sjáið þið litinn eftir klukkutíma á húðinni. Áferðin er miklu þéttari og húðin er búin að fá þessa sólarkysstu áferð. Hér varð ég að nota flass því það var orðið svo dimmt úti annars er myndin ekkert breytt – en fyrir ofan er ég ekki með flass.

stnýjung4

Hér er svo sama hendi eftir þrjá tíma. Liturinn orðinn virkilega flottur en ég er auðvitað með svo hvíta húð að mér finnst ég bara heltönuð – það er bara langt síðan ég hef verið svona brún á höndunum. En ég hef aldrei prófað Dark vörurnar frá St. Tropez á mína gegnsæju húð en þetta er svaka flottur litur – þessi kemur eftir þrjá tíma, ég á bágt með að trúa þessu. Hér er ég líka með flass – hér var orðið mjöög dökkt úti :)

Eins og fyrirsögnin segir nú hér fyrir ofan þá hefur koma þessara vöru á markaðinn eytt gjörsamlega afsökunni minni að ég hafi ekki haft tíma til að bera á mig sjálfbrúnku. Hér er þetta bara spurningin um að gefa sér fimm mínútur. Setja froðuna í brúnkuhanskann, strjúka yfir húðina,  þegar liturinn er orðinn góður þá er bara að skella sér í sturtu og taka sig til. Svo er líka bara allt í góðu að leyfa litnum að vera aðeins á, ég t.d. setti hann á mig, fór út að borða með Aðalsteini, kom svo heim og skellti mér í sturtu og þá er liturinn bara orðinn svona svaka fínn.

sjálbrúnkunýjungar2

Hér sjáið þið svo þurrolíu brúnkuna betur – en ég hlakka til að prófa hana og deila með ykkur niðurstöðunum. Þessi er alveg fullkomin fyrir þurra húð því olían nærir svo vel og gefur miklu drjúgari raka en bodylotion svo auðvitað fer hún ekki í línur heldur jafnar hún sig bara sjálfkrafa á húðinni.

Eins og í fyrra var St. Tropez áberandi á London Fashion Week fyrir SS15 sem stóð yfir nú fyrir stuttu en þar sáu starfsmenn merkisins um að húð fyrirsætanna væri sólkysst og fullkomin. Það voru einmitt þessar tvær vörur sem voru í aðalhlutverki og ég get ímyndað mér að froðan hafi reynst alveg sérstaklega vel.

Báðar vörurnar eru á tilboði núna í dag í Hagkaupum Smáralind vegna tískudaga sem standa nú yfir. En svo er St. Tropez líka fáanlegt í Debenhams en þar eru megadagar um helgina og 20% afsláttur af öllum snyrtivörum. Svo ef þið eruð að fara út í kvöld og höfðuð ekki tíma til að bera á ykkur sjálfbrúnku þá hafið þið hann núna með Express Tan ;) Það verður mega fjör í Smáralindinni í dag en það eru tískutengdir básar um alla verslunarmiðstöðina og klukkan 15:00 hefst risa tískusýning þar sem það helsta úr hausttískunni í verslunum Smáralindar verður sýnt. Ég mæli með að þið kíkið við.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Clarisonic kemur til Íslands í október!

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Kolbrún

  20. September 2014

  Seturu brúnkukrem líka í andlitið?

  • Reykjavík Fashion Journal

   21. September 2014

   Já ég hef nú alveg gert það – ekkert samt mikið, en ég blanda þá alltaf rakakremi saman við eða nota sérstök svona gradual tan krem fyrir andlitið hef einmitt notað það frá St. Tropez :)