REVIEW: BRÚNKUKREMS MASKI FRÁ ST.TROPEZ

BRÚNKUKREMDEKURMASKARNÝTT

Já þið lásuð rétt, brúnkukrems maski!

Þessi maski er fyrsti sinnar tegundar og er frá St.Tropez en þau eru þekkt fyrir góð brúnkukrem. Ég er búin að nota brúnkukrem frá St.Tropez í mörg ár og var því mjög forvitin þegar ég sá þessa nýjung.

Eins og nafnið gefur til kynna þá er þetta maski sem gefur raka og fallega brúnku í andlitið. Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki mikla trú á þessu fyrst og var eiginlega búin að dæma þetta fyrirfram. Mér fannst þetta bara hljóma of gott til að vera satt, maski sem myndi gefa manni fallegan lit og gefa húðinni góðan raka en ég hafði svo sannarlega rangt fyrir mér .. því þetta virkar.

*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf/sýnishorn

Maskinn kemur í einu bréfi og er “sheet” maski. Það er hægt að ráða litnum á brúnkukreminu með því að stjórna tímanum, fimm mín þá verður brúnkan ljós, 10 mín þá verður brúnkan miðlungs og síðan 15 mín þá verður brúnkan dökk. Ef maður vill ekki setja á sig brúnkukrem heldur bara fá smá lit í andlitið þá mæli ég með að fara varlega og vera bara með maskann á í fimm mín.

Ég hugsa að þessi vara verði æðisleg viðbót í brúnkukrems rútínuna mína.

Það eru mjög góðar upplýsingar og leiðbeiningar aftan á bréfinu

Þetta er mjög þæginlegt og fljótlegt

TIPS:

#1 Ég mæli með að nudda maskanum vel í hárrótina og nudda honum líka niðrá háls.

#2 Skola hendurnar vel eftir noktun á maskanum

#3 Setja maskann á sig um kvöldið og fara að sofa, vakna síðan daginn eftir með fallegan lit

Þið afsakið gæðin á fyrir og eftir myndunum en ég steingleymdi að taka myndir á myndavélina. Þið sjáið samt vonandi mun en ég var ótrúlega hissa hvað þetta virkaði vel. Ég er allavega mjög sátt með þessa vöru og ætla klárlega að kaupa mér svona fyrir næsta brúnkukrems session.

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

GET READY WITH ME: SECRET SOLSTICE

DEKURHreinsivörurMASKAROOTD

Mig langaði að deila með ykkur örsnöggt um hvernig ég geri mig oft til fyrir eitthvað sérstakt eða bara þegar ég vill gera vel við mig. Ég var að klára smá vinnutörn í dag og ætla á Secret Solstice á morgun, þannig það er tilvalið að gera smá vel við sig.

*Vörurnar sem eru stjörnumerktar fékk ég að gjöf 

Ég byrjaði á því að setja á mig maska en mér finnst mjög mikilvægt að hreinsa húðina mína vel eftir vinnutörn. Maskinn sem ég notaði er í miklu uppáhaldi hjá mér en þetta er Himalayan Charcoal* maskinn frá Body Shop.

Þessi maski er ótrúlega hreinsandi, hreinsar úr svitaholum og skilur húðina eftir ljómandi. Mér finnst hann virka strax og sé sjáanlegan mun á húðinni minni fyrir og eftir.

Ég ætla setja á mig brúnkukrem en ég elska þetta brúnkusprey frá St. Tropez*. Ég ætla að setja þetta á mig núna og fara síðan í sturtu á morgun.

Þetta er express self tan frá St.Tropez sem virkar þannig að eftir einn klukkutíma verður brúnkan ljós, svo næsta klukktíma miðlungs og síðan þriðja klukkutímann þá verður brúnkan orðin dökk. Ég sef samt bara oft með hana og hún verður alls ekkert of dökk.

Því næst ætla ég að hvíta á mér tennurnar en ég keypti nýlega pakka af White Crest í USA. Ég er samt ekki mikið í því að hvíta á mér tennurnar en finnst gott að nota þetta einstaka sinnum.

Síðan er það punkturinn yfir i-ið en ég keypti í dag ótrúlega flottar peysur í 66°Norður. Ég keypti eina fyrir mig og eina fyrir kærasta minn. Ég átti enga svona stóra og þæginlega peysu en þessar finnst mér fullkomnar fyrir íslenskt sumar.

Mig langaði líka að deila með ykkur að 66°Norður bjóða núna uppá 10% afslátt fyrir þá sem eru að fara Secret Solstice.

Ég keypti þessa fyrir mig og fékk mér hana í XL svo hún sé aðeins síð

Svo keypti ég þessa fyrir kærasta minn en ég mæli með að kíkja í 66°Norður fyrir útihátíðirnar og útileigurnar í sumar!

Ég hlakka til að gera mig til á morgun en ég mæli með ef þið viljið sjá heildar dressið og förðunina að fylgjast með mér á hinum miðlunum mínum.

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

Nú getum við tanað í sturtu!

Ég Mæli MeðHúð

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Mér finnst sjálfbrúnkuvörurnar frá St. Tropez einfaldlega þær allra bestu og ég nota fátt annað – svona þegar ég man eftir því að nota sjálfbrúnku. En þegar ég sá í sumar að það væri að koma vara frá merkinu sem gerir okkur kleift að fá lit í sturtu þá trylltist ég smá úr spenningi. Ég byrjaði að prófa kremið um leið og það kom til landsins og sýndi hana á snappinu hjá mér. Ég er búin að prófa hana vel og vandlega í nokkrar vikur og ég get með sanni sagt að þetta er mesta snill sem ég hef á ævinni prófað!

Nú getum við tanað í sturtu – hversu mikil snilld!

sturtubrúnka3

Gradual Tan In Shower frá St. Tropez

Kremið virkar þannig að þegar þið eruð búnar að hreinsa líkamann þá slökkvið þið á sturtunni, berið kremið yfir allan líkamann og bíðið í þrjár mínútur og skolið kremið svo vel af.

sturtubrúnka2

Þá eru eflaust einhverjar sem hugsa hvað í ósköpunum þær eigi að gera í þrjár mínútur, þær ery furðulega fljótar að líða og ég nýti tíman einna helst í að bera hárnæringu í hárið og greiða vel í gegnum það og oft til að djúpnæra hárið. Ég held líka að þetta sjálfbrúnkukrem hafi orðið til þess að ég hugsa miklu betur um hárið á mér og það lítur miklu betur út :)

sturtubrúnka

Ég ætla ekki einu sinni að reyna að átta mig á því hvernig þetta virkar, þetta bara virkar og eftir nokkur skipti verður liturinn virkilega heilbrigður og fallegur. Kremið virkar líka vel til að dýpka lit á annarri sjálfbrúnku. Ég nota þetta ekki í andlitið heldur nota ég sjálfbrúnkuolíuna fyrir andlit frá St. Tropez – hún er dásemd BTW. Það kemur bara mjög fallegur litur eftir eina og eina umferð af þessu og ég er sko alveg búin að prófa allt, það munar engu að hafa það lengur en þrjár mínútur á og það munar smá að setja tvær umferðir af því á líkamann – ég er búin að stúdera þessa gersemi ;)

Nú er ég búin að prófa þetta stórkostlega undur í bak og fyrir ég elska það af öllum lífs og sálarkröftum og hlakka til að ná fallegum lit fyrir brúkaupið í janúar með þessari gersemi. Ef þið eruð svona eins og ég munið aldrei eftir sjálfbrúnkunni verðið þið að prófa þetta krem ég man alla vega loksins eftir að bera brúnku á mig þó ég sé með brjóstaþoku því það er bara inní sturtu.

Love it,
Erna Hrund

Hjördís Ásta sér um lúkkið hennar Maríu Ólafs

BaksviðsMACMakeup Artist

Hér í þessari færslu fæ ég að sameina tvö eldheit áhugamál – eurovison og förðun! Ég veit ekki með ykkur en ég er að springga úr spenningi fyrir keppninni í kvöld og mig langar að hita aðeins upp með því að segja ykkur frá lúkkinu hennar Maríu Ólafs í kvöld en það er hæfileikasprengjan hún Hjördís Ásta sem sér um lúkkið í ár.

11281908_10153306607278151_1369333276_n

Hér sjáið þið dömuna full græjaða og hlaðna af alls kyns vörum sem allar eru jú nauðsynlegar þegar þú farðar aðalstjörnu keppninnar sem er að sjálfsögðu hún María okkar Íslands. Hjördís Ásta er að mínu mati ein sú allra hæfileikaríkasta þegar kemur að förðun. Um leið og ég heyrði að hún sæi um lúkkið vissi ég að María væri í frábærum höndum. Hjördísi ættuð þið nú að kannast við héðan af blogginu en ég hef áður fengið hana til að svara nokkrum spurningum fyrir bloggið HÉR.

11215071_969229003098079_8202690794587289082_n

Ég er búin að vera að fylgjast vel með verkum Hjördísar úti í Vínarborg og hún er að slá í gegn finnst mér. Hún Hjördís er ótrúlega klár, hún er fljót í því sem hún gerir en hún gerir allt óðaðfinnalega. Ég elska það að hún sé sjálflærð hún er bara með þetta í sér og það er svakalega gaman að fylgjast með henni vinna. Ég get sagt það að fyrir mitt leiti er ég alveg jafn spennt að sjá förðunina hennar í sjónvarpinu í kvöld eins og ég er fyrir flutningi Maríu.

Hvert er þitt hlutverk í Eurovision í ár?

Ég sé um hárið og förðunina á henni Maríu okkar.

Geturðu sagt okkur frá áherslum í förðun Maríu?

Eins og alltaf legg mikla áherslu á að húðin sé sem fallegust og að hennar náttúrulega fegurð njóti sín sem best. María er líka með ótrúlega falleg augu sem ég lagði einnig mikla áherslu á að draga fram.

11263135_969807463040233_955919711222163830_n

Var einhver fyrirmynd fyrir förðunina?

Í rauninni ekki. Ég sankaði að mér sem mestum upplýsingum um atriðið í heild sinni og fékk þá frekar skýra mynd í kollinn hvernig ég sæi þetta fyrir mér. Síðan hefur lookið þróast með hverri æfingu en eins og staðan er núna þá er ég búin að negla það niður og bíð spennt eftir kvöldinu.

11150837_968707586483554_4750666907148107468_n
Hverjar eru lykilvörurnar í lúkkinu hennar Maríu?

Lykilvörurnar fyrir hárið myndi ég segja að væru ROD4 krullujárnið frá HH Simonsen, Hold and Gloss spreyið og Brunette Resurrection Style Dustið frá label.m. Fyrir förðunina er það svo Pro Longwear Lipcolor sem heitir Unchanging, Something Special kremkinnalitur, Tan pigmentið og Groundwork Paint Pot frá MAC.

11265115_968312003189779_1641787797975098944_n

Hvaðan kom hugmyndin með gylltu fæturnar, máttu segja okkur aðeins hver pælingin með þá er?

Sunna Dögg, búningahönnuðurinn og stílisti, kom til mín með þessa hugmynd sem við ákváðum að kýla á að prufa. Gyllingin tengist inn í grafíkina á sviðinu og kom rosalega vel út. Síðan bættum við glimmeri sem eykur víddina og áferðina ennþá meira.

11295713_969202613100718_2733520146830691658_n

Hvernig er svo að fá að taka þátt í eurovision?

Eurovision er ekkert annað en eitt stórt ævintýri og algjör snilld. Þetta er svo miklu stærra en nokkur gæti mögulega lýst fyrir þér og ég er rosalega þakklát fyrir að fá að vera í þessu frábæra teymi. Við náum öll mjög vel saman og allir vinna hörðum höndum að því að gera atriðið okkar sem allra flottast. Síðan er líka alltaf stutt í grínið sem skemmir aldrei fyrir!

11218923_970902656264047_1412238048219378984_n

Ég veit ekki með ykkur en mér finnst alveg mjög gaman að vita aðeins meira um lúkkið hennar Maríu Ólafs fyrir kvöldið fá svona smá inside upplýsingar.

Að lokum vona ég svo að allir sendi jákvæða strauma til yndislega flotta hópsins okkar í Vín þau eiga eftir að gera okkur ofurstolt og ég held við eigum frábæran séns á því að slá í gegn í þessari keppni. Ég er ein þeirra sem segi hiklaust að við séum að fara að vinna þetta, einhver tíman verðum við nú að vinna og ég held að María Ólafs yrði vel að sigrinum komin!

Áfram Ísland!

EH

Nú er tímaskortur engin afsökun fyrir brúnkuleysi

Ég Mæli MeðHúðMakeup ArtistMakeup TipsNýjungar í Snyrtivöruheiminum

St. Tropez er það merki sem ég mæli alltaf með þegar ég er spurð útí hvaða sjálfbrúnkuvörur ég mæli með. Svarið er einfalt því ég nota fátt annað en þær vörur þegar ég vil fá fallegan lit. Ég elska þessar vörur og sérstaklega framfarirnar þeirra sem eru alltaf svakalega flottar og þetta er klárlega það merki sem er leiðandi í sjálfbrúnkuvörum.

Ég hef mikið skrifað um þessar vörur og mér finnst alltaf gaman að fá að prófa nýjungarnar þeirra sem skilar sér alltaf í því að húðin mín fær fallegan lit. Ég fer aldrei í ljós – ég tók það alveg út á menntaskólaárunum og ef ég gæti tekið eitthvað svona útlitstengt til baka þá væru það ljósabekkirnir. Ég er alfarið á móti þeim – sérstaklega ef markmiðið er bara að fá meiri lit. Það finnst mér ekki vera nógu góð ástæða núna þegar við erum komin með svona flott merki eins og St. Tropez til landsins.

Ég fékk að prófa tvær æðislegar nýjungar frá merkinu sem mig langar að segja ykkur frá – önnur þeirra er glæný en hún hefur samt áorkað því að vera ein vinsælasta húðvaran á London Fashion Week og hefur hlotið helling af verðlaunum m.a. frá Allure sem eru ein virtustu snyrtivöruverðlaunin.

Hér sjáið þið nýjungarnar – Self Tan Express Advanced Bronzing Mousse og Self Tan Luxe Dry Oil – en olían er búin að vera uppseld í smá tíma en það er dáldið síðan hún kom fyrst.

Screen Shot 2014-09-19 at 6.40.42 PM

Hér sjáið þið betri mynd af Express Tan froðunni. Ef þið hafið notað froðubrúnkuna frá St. Tropez sem er sú vinsælasta frá merkinu þá er þessi bara notuð alveg eins nema þetta er kannski meira flýtileiðin þegar maður hefur ekki tíma í hitt :)

sjálbrúnkunýjungar3

Þá er ég svona rétt búin að stikla á stóru með nýju froðuna – finnst ykkur þetta ekki hljóma vel?

sjálbrúnkunýjungar5

Eins og þið sjáið hér er smá leiðbeiningalitur í froðunni. Svona magni finnst mér gott að byrja með í hanskanum á meðan ég er að átta mig vel á því hversu mikið ég þarf. Mér finnst alls ekki gott að vera með of mikið af froðu í hanskanum. Svo er það bara að stjúka beint yfir líkamann og vera með þéttar og jafnar strokur svo allt verði nú jafnt og fínt.

sjálbrúnkunýjungar6

Hér fyrir ofan sjáið þið litinn beint eftir að ég bar froðuna á hendurnar – smá litur til að leibeina því að liturinn sé jafn. Það er einn af kostunum við St. Tropez varan passar alltaf uppá eftir fremsta megni að við sjáum almennilega hvað við erum að gera.stnýjung2

Hér fyrir ofan sjáið þið litinn eftir klukkutíma á húðinni. Áferðin er miklu þéttari og húðin er búin að fá þessa sólarkysstu áferð. Hér varð ég að nota flass því það var orðið svo dimmt úti annars er myndin ekkert breytt – en fyrir ofan er ég ekki með flass.

stnýjung4

Hér er svo sama hendi eftir þrjá tíma. Liturinn orðinn virkilega flottur en ég er auðvitað með svo hvíta húð að mér finnst ég bara heltönuð – það er bara langt síðan ég hef verið svona brún á höndunum. En ég hef aldrei prófað Dark vörurnar frá St. Tropez á mína gegnsæju húð en þetta er svaka flottur litur – þessi kemur eftir þrjá tíma, ég á bágt með að trúa þessu. Hér er ég líka með flass – hér var orðið mjöög dökkt úti :)

Eins og fyrirsögnin segir nú hér fyrir ofan þá hefur koma þessara vöru á markaðinn eytt gjörsamlega afsökunni minni að ég hafi ekki haft tíma til að bera á mig sjálfbrúnku. Hér er þetta bara spurningin um að gefa sér fimm mínútur. Setja froðuna í brúnkuhanskann, strjúka yfir húðina,  þegar liturinn er orðinn góður þá er bara að skella sér í sturtu og taka sig til. Svo er líka bara allt í góðu að leyfa litnum að vera aðeins á, ég t.d. setti hann á mig, fór út að borða með Aðalsteini, kom svo heim og skellti mér í sturtu og þá er liturinn bara orðinn svona svaka fínn.

sjálbrúnkunýjungar2

Hér sjáið þið svo þurrolíu brúnkuna betur – en ég hlakka til að prófa hana og deila með ykkur niðurstöðunum. Þessi er alveg fullkomin fyrir þurra húð því olían nærir svo vel og gefur miklu drjúgari raka en bodylotion svo auðvitað fer hún ekki í línur heldur jafnar hún sig bara sjálfkrafa á húðinni.

Eins og í fyrra var St. Tropez áberandi á London Fashion Week fyrir SS15 sem stóð yfir nú fyrir stuttu en þar sáu starfsmenn merkisins um að húð fyrirsætanna væri sólkysst og fullkomin. Það voru einmitt þessar tvær vörur sem voru í aðalhlutverki og ég get ímyndað mér að froðan hafi reynst alveg sérstaklega vel.

Báðar vörurnar eru á tilboði núna í dag í Hagkaupum Smáralind vegna tískudaga sem standa nú yfir. En svo er St. Tropez líka fáanlegt í Debenhams en þar eru megadagar um helgina og 20% afsláttur af öllum snyrtivörum. Svo ef þið eruð að fara út í kvöld og höfðuð ekki tíma til að bera á ykkur sjálfbrúnku þá hafið þið hann núna með Express Tan ;) Það verður mega fjör í Smáralindinni í dag en það eru tískutengdir básar um alla verslunarmiðstöðina og klukkan 15:00 hefst risa tískusýning þar sem það helsta úr hausttískunni í verslunum Smáralindar verður sýnt. Ég mæli með að þið kíkið við.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Bjútíklúbburinn: lesandi prófar brúnkukrem

Ég Mæli MeðHúð

Fyrir dálitlu síðan eða HÉR auglýsti ég eftir lesanda sem væri að minnsta kosti 30 ára til að prófa nýtt Anti Ageing Gradual Tan sjálfbrúnkukrem frá merkinu St. Tropez. Mér bárust nokkrar umsóknir en þar sem kremið er auglýst þannig að það henti öllum þá ákvað ég bara að senda kremið á þá fyrstu sem myndi senda mér póst. Hún fékk kremið og er búin að vera að prófa það. Fyrir stutu fékk ég svo dóminn um kremið. Dómurinn átti reyndar að fara í næsta tölublað Reykjavík Makeup Journal en þar sem næsti útgáfudagur er ekki á hreinu ákvað ég bara að birta hann hér á síðunni svo þið gætuð allar séð hann sem fyrst:)st3-620x413

Hér fáið þið umsögnina frá lesandanum sem var fyrst til að senda mér póst:)

Ég var rosalega spennt að byrja að prófa og  þegar ég opnaði túpuna það fyrsta sem ég gerði var að kanna lyktina því mjög oft fylgir miður góð lykt brúnkukremum, ég fann enga “brúnkukremslykt” heldur bara mjög milda og góða kremlykt og lofaði þessi byrjun mjög góðu. Áður en ég notaði kremið þvoði ég mér vel um andlitið og notaði kornakrem til þess að ná öllum dauðu húðfrumunum í burtu og bar svo rakakremið mitt á áður en ég bæri kremið á til þess að fá jafnan lit á húðina. Kremið er mjög þétt í sér þegar það kemur úr túpunni og það kom mér skemmtilega á óvart að þrátt fyrir þéttleikann er það rosalega létt þegar það er komið á andlitið, og það sem ég tók líka sérstaklega eftir hvað kremið gefur góðan raka og er nærandi. Ég er með mikið psoriasis og þarf yfirleitt að vanda valið á kremum mjög mikið og passa húðina á mér mjög vel og ég finn mjög vel á kremum hveru rakagefandi þau eru og ég fann strax hvað mér leið vel í húðinni eftir að hafa borið kremið á.

Það er mjög auðvelt að bera kremið á og liturinn var alltaf mjög jafn og góður, sem er mjög góður kostur þegar um brúnkukrem er að ræða. Liturinn var líka mjög mildur sem ég tel vera mikinn kost því að þá geturu stjórnað betur hversu dökka þú vilt hafa húðina í stað þess að hún verði of dökk við eitt skipti, líka þegar maður ber kremið á sig í fyrsta skipti eða eftir smá pásu að það verði ekki áberandi mikill litamunur strax. Það var líka mjög auðvelt að stjórna litnum, ef ég vildi fá aðeins dekkri til þá bara ég á mig bara 2-3 daga í röð eftir sturtu, ég líka prófaði að bera á andlitið bæði kvölds og morgna ef ég vildi flýta því að fá dekkri lit.

Þegar ég var að bæta í litinn var ég oft hrædd um að liturinn yrði ekki jafn því ég get verið dálítill klaufi við að að bera á mig brúnkukrem en áhyggjurnar voru óþarfar því liturinn var alltaf mjög jafn og flottur.

Að lokum, þetta krem fær toppeinkun hjá mér þar sme það hefur alla þá eiginleika sem ég vil hafa í brúnkukremi, góð lykt, rakagefandi og nærandi, auðvelt að bera á, jöfn áferð, nátturulegur og  mildur litur sem auðvelt er að byggja upp.

Ég var mjög sátt með þetta krem og psoriasis huðin mín líka, og mér fannst alveg magnað hvað kremið virtist vera þétt en samt svo létt á húðinni.

Með litinn á kreminu, fannst ótrúlega þægilegt hvað hann var mildur því að ég veit fátt verra en að bera á sig brúnkukrem og það er svakalegur munur á því hvernig maður leit klukkutíma fyrir krem og svo með kremið á ´ser, þetta gefur mildan lit sem er svo auðvelt að bæta í og gera dekkri ef maður vill.

– 33 ára lesandi Reykjavík Fashion Journal

St__Tropez_Gradual_Tan_Plus_Anti_Ageing_Face_50ml_1364222864Þar hafið þið það! Mér fannst persónulega mjög gaman að sjá líka að hennar viðkvæma húð þoldi kremið vel það eykur traust mitt á St. Tropez vörunum enn meira en þetta er án efa uppáhalds sjálfbrúnkumerkið mitt og ég mæli hiklaust með því.

Ég er ekki alveg viss um hvenær næsta Reykjavík Makeup Journal kemur út, ég er að reyna að vinna mig áfram í því en vegna mikilla anna í vinnu og vegna þess að mig langar að eiga smá fjökskyldulíf hef ég ekki fundið tíma til að klára 3. tölublaðið. En þangað til þá mun Bjútíklúbburinn halda áfram hér á síðunni minni og ég lofa að ég skal vera duglegri að leita eftir lesendum til að prófa vörur fyrir síðuna :)

EH

Nýtt sjálfbrúnkukrem – Sjáið muninn!

Ég Mæli MeðHúðNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtivörur

Ég hef alltaf lagt það í vana minn að fórna mér fyrir bloggið – henda yfirborðskenndu bulli útum gluggann og gera mitt besta til að sýna ykkur hvað snyrtivörur geta gert. Ég ákvað að gera eitt sem mig hefur lengi langað að gera sem er að sýna ykkur bókstaflega muninn á húðinni minni fyrir og eftir notkun á sjálfbrúnkukremi á sömu myndinni!

Þegar ég fékk að prófa nýtt sjálfbrúnkukrem frá St Tropez þá kom gat ég ekki lengur frestað þessari tilraun og lét því verða af því að bera það bara á annan fótlegginn.

Kremið heitir Gradual Tan Firming og er ætlað fyrir líkama en fyrir er til krem fyrir andlitið. Þetta er sumsé rakamikið bodylotion með stigvaxandi brúnku og hefur á sama tíma þéttandi áhrif á húðina.

Færið ykkur aðeins neðar á síðuna til að útkomuna.

st8

Hér sjáið þið muninn á mynd sem er ekki tekin í flassi….

st7

Hér sjáið þið muninn á mynd sem er tekin með flassi….

st5

… já ég er með svona hvíta húð :)

Áferðin á fótleggnum var ótrúlega falleg, húðin verður mjúk og vel nærð og ég hlakka til að sjá hvort húðin þéttist eitthvað með meiri notkun. En það er svo sem þessi fallegi litur sem ég sækist eftir og góður raki. Ég þarf nú líka að fara að lakka á mér táneglurnar – já og bera krem á hinn fótinn þá verður þetta flott :)

st4

Ásamt bodylotioninu kom önnur nýjung í stigvaxandi sjálfbrúnkulínuna hjá St. Tropez sem hugsuð fyrir konur sem eru farnar að nota krem með virkni í. Þetta er rakamikið krem sem náttúrulegan lit og vinnur gegn fínum línum og byggir líka upp varnir gegn öldrun húðarinnar. Mér datt í hug að það væri ef til vill einhver æðislegur lesandi sem vildi prófa þetta krem. Ég hafði hugsað mér að velja konu sem væri 30 ára eða eldri. Ef þið hafið áhuga á að prófa kremið fyrir mig og skrifa smá dóm um það fyrir næsta tölublað Reykjavík Makeup Journal endilega sendið mér línu á ernahrund(hjá)trendnet.is.

st3

En hvað segið þið fær þessi fórn mín á fegurð fótleggjanna ekki eins og eitt like? Það er ef ykkur líst vel á þessa tilrauna starfsemi mína til að leyfa ykkur að sjá hvernig vörurnar virka í alvörunni ;)

EH

 

Náið lúkkinu hennar Margot Robbie á GG

Fræga FólkiðHúðNáðu LúkkinuTrend

Flestir miðlar virðast vera á sama máli þegar kemur að því að velja þá stjörnu sem stóð uppúr varðandi útlit á Golden Globe verðlaunahátíðinni. Ástralska leikkonan Margot Robbie sló fyrst í gegn í sápuóperunni Nágrannar er sýnd á Stöð 2. Svo ákvað hún að fara að ná frama í Bandaríkjunum og lék í þáttaröðinni Pan Am sem var svo seinna tekin úr sýningu – eitthvað sem ég skil ekki! En nú hefur hún alveg slegið í gegn sem móttleikkona Leonardo DiCaprios í myndinni Wolf of Wall Street – ég verð að fara að komast í bíó að sjá hana. margot-robbie

Stjörnurnar fara ekki bara í förðun og hárgreiðslu þær fara margar hverjar líka og láta fríkka uppá húðina sína. Það gerði Margot sem fékk makeup artistann Jennifer Streicher til að taka húðina sína í gegn – Jennifer sá líka um förðunina og hárið hennar. Ég fann smá lýsingu á því hvernig hún náði þessum fallega lit á húðinni hennar Margot með vörum frá St. Tropez.

5eea5e74d2275410_margot-robbie-poll

Daginn fyrir verðlaunaafhendinguna bar hún eina umferða af St. Tropez Bronzing Mousse. Froðan er vinsælasta varan frá merkinu og það er ótrúlega auðvelt að bera hana á, hún hefur aldrei klikkað hjá mér. Með því að nota forðuna var kominn náttúrulegur og fallegur sólarkysstur grunnur. Fyrir verðlaunaafhendinguna þá blandaði Jennifer saman Instant Tan Wash Off Face & Body Lotion saman við Skin Illuminator í gyllta litnum og bar á húðina hennar. Nokkrum mínútum seinna þegar kremið hafði aðeins þornað fór hún aðra umferð yfir þau svæði húðarinnar sem hún vildi highlighta með Skin Illuminatornum einum og sér. Hún setti hann ofan á axlirnar, bringuna og á viðbeinið. Þar sem Margot var í hvítum kjól var verkið mjög vandasamt og á meðan hún bar vörurnar á húðina var búið að setja tissjú í kringum kjólinn svo ekkert myndi fara í hann. Þegar vörurnar eru svo búnar að fá að þorna á húðinni í nokkrar mínútur þá smitast þær ekki í föt. Instant Tan Wash Off Face & Body Lotion er með nýrri tækni sem kallast raincoat sem verndar kremið, það lekur ekki þó svo þið svitnið eða lendið í rigningu. En samt fer það bara af í sturtu – ég skil þetta ekki en það virkar. Ég hef áður fjallað um þessa vöru HÉR.

Hér sjáið þið myndir af vörunum sem fást t.d. í Hagkaupum Kringlunni og Smáralind ;)

Screen Shot 2014-01-14 at 8.31.48 AMÉg hlakka til að fylgjast með þessari gullfallegu áströlsku skvísu í framtíðinni – sérstaklega á rauða dreglinum :)

EH

 

St. Tropez glaðningur fyrir heppinn lesanda

HúðJólagjafahugmyndir

Þarf maður ekki aðeins að fríska uppá húðlitinn fyrir hátíðirnar? Fyrir sjálfa mig þá finnst mér það nauðsynlegt. Mér datt í hug að ef til vill væru fleiri í sömu sporum og ég með það og þess vegna datt mér í hug að gefa vinsælustu vöruna frá St. Tropez í glaðning í dag. Ég hef dáldið mikið skrifað um þessar vörur þið finnið umfjallanirnar HÉR. Merkið hefur svo sannarlega slegið í gegn hér á Íslandi og er ábyggilega mest selda sjálfbrúnkuvörumerki á landinu. Það sem mér finnst best við vörurnar er að það er engin lykt af því sem er mikill kostur að mínu mati.

Ég ætla að gefa einum heppnum lesanda vinsælustu vöruna frá merkinu, sjálfbrúnkufroðuna. Hún er rosalega létt í sér og það er mjög þæginlegt að bera hana á og fá jafna áferð. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að skrúbba húðina og næra hana svo vel með rakakremi áður en sjálfbrúnkan er sett á hana. sttropez

Það eina sem þið þurfið að gera eins og áður til að eiga kost á því að eignast þessa vöru er að setja like á þessa færslu – ef þið eruð ekki enn að fylgja mér á Facebook þá smellið þið á like á síðunni minni HÉR – og skiljið svo eftir smá athugasemd við þessa færslu. Ég dreg út einn heppinn lesanda í fyrramálið um leið og ég segi frá næsta glaðning sem ég ætla að gefa ;)

Svo eru það lesendurnir sem voru dregnir út og fá glaðninginn frá Maybelline, þegar ég dró voru komnar 154 athugasemdir. Þær sem fá glaðninginn eru…

Screen Shot 2013-12-20 at 9.58.34 AM Screen Shot 2013-12-20 at 9.57.59 AM Screen Shot 2013-12-20 at 9.57.09 AM Screen Shot 2013-12-20 at 9.56.48 AM Screen Shot 2013-12-20 at 9.56.26 AMEndilega sendið mér póst á ernahrund(hjá)trendnet.is með upplýsingum um ykkur svo ég geti sent ykkur glaðninginn :):)

Nú er það bara að næla sér í eitt stk frábært sjálfbrúnkukrem!

EH

Spurt&Svarað Steinunn Edda

Makeup Artist

Mig langaði að bæta við einhverju nýju og skemmtilegu inná síðuna mína. Úr varð að ég ákvað að heyra í einni góðri vinkonu minni, Steinunni Eddu, sem útskrifaðist sem förðunarfræðingur frá Fashion Academy árið 2012. Ef þið eruð aðdáendur snyrtivaranna frá Makeup Store ættuð þið að kannast við þessa fegurðardís þar sem hún er verslunarstjóri í versluninni í Smáralind.

Ég lagði nokkrar spurningar fyrir hana Steinunni, mér fannst kominn tími til að þið fengjuð að heyra frá fleirum en bara mér varðandi snyrtivörur :D

Hvað kom til að þú ákvaðst að skella þér í förðunarnám?
Ég hef alltaf haft áhuga á förðun en aldrei gert neitt með það. Ég var farin að dunda mér óhóflega mikið við að mála vinkonur mínar fyrir hin ýmsu tækifæri og ákvað loks að skella mér, ég sé sko ekki eftir því!

Hvað er skemmtilegasta förðurnarverkefnið sem þú hefur tekið að þér og hvert er draumaverkefnið þitt?
Mér fannst eitt verkefni sem ég vann í skólanum alveg einstaklega skemmtilegt en þá völdum ég, ljósmyndari og stílisti módel í sameiningu og unnum svo æðislegt verkefni úti á landi. Makeuppið var gróft og flott og ég fílaði myndaþáttinn sem kom útúr þessu í tætlur. Draumaverkefnið væri líklega að vera einkasminkan hjá Beyoncé eða annari álíka jafn “fabjúlos”, það væri algjör snilld!

Hvaða snyrtivörur eru í uppáhaldi hjá þér?
Húðin mín getur verið rosalega þurr og þess vegna er gott rakakrem alveg nauðsynlegt fyrir mig til að ég endi ekki eins og landakort búið til úr þurrkublettum. Night Time frá Make Up Store er alveg geggjað krem sem hefur komið húðinni minni í rosalega gott jafnvægi og er því í algjöru uppáhaldi. Hárið mitt getur einnig verið erfitt og sumar týpur af hárvörum geta gert það alveg hryllilega úfið og asnalegt, svo að góð djúpnæring er eitthvað sem að ég verð að eiga, ég er að nota djúpnæringuna frá MorocconOil í augnablikinu og finnst hún æðisleg.

Hvaða ilmvatn er í uppáhaldi hjá þér?
Ég er alveg sjúk í ilmvatnið sem ég nota núna, Hugo Boss Orange! Mér finnst lyktin ótrúlega fersk og passlega sterk, alveg uppáhalds.

Hvaða snyrtivara er á óskalistanum?
Ég er með tanorexíu á alvarlegu stigi svo að ég verð að segja brúnkukremið frá St. Tropez, mig langar rosalega að prófa það.

Lýstu fyrir okkur hvernig fullkomin sumarförðun væri í þínum huga.
Ljómandi og falleg húð, vel mótaðar ljósar augabrúnir, Ljósbrún og ferskjutóna skygging með brúnni mjórri eyelinerlínu, svolítið búið að smudga hana. Sanserað sólarpúður, sætur ferskjutóna kinnalitur og nude yfir í ferskjutóna varir, helst með glossaðri áferð!

Lumar þú á einu förðurnarráði í lokin sem þig langar að deila með okkur?
Mitt besta förðunarráð er án efa “felu” eyelinerinn sem að hún Margrét R. Jónasar kenndi mér þegar ég var að læra, en það er eyelinerlína sem situr alveg inn í augnhárarótinni. En þá er best að nota mjúkan svartan eða dökkbrúnan eyeliner og nudda honum fram og tilbaka þar til að liturinn situr í rótinni og rammar inn augun. Þetta er snilld fyrir alla, en sérstaklega fyrir þá sem eru með ljós augnhár. Þetta gerir ótrúlega mikið fyrir mann, ég mana ykkur til að prófa!

Ég hvet ykkur til að fylgjast með þessari flottu vinkonu minni en hún er ein af þeim sem skrifat inná m.blog – HÉR. Einnig er hún rosalega dugleg að taka að sér farðanir við öll tækifæri og ef ykkur langar til þá getið þið haft samband við hana HÉR.

Líst ykkur ekki bara vel á að hafa þetta sem fastan lið héðan í frá;)

EH