fbpx

REVIEW: BRÚNKUKREMS MASKI FRÁ ST.TROPEZ

BRÚNKUKREMDEKURMASKARNÝTTSAMSTARF
*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf/sýnishorn

Já þið lásuð rétt, brúnkukrems maski!

Þessi maski er fyrsti sinnar tegundar og er frá St.Tropez en þau eru þekkt fyrir góð brúnkukrem. Ég er búin að nota brúnkukrem frá St.Tropez í mörg ár og var því mjög forvitin þegar ég sá þessa nýjung.

Eins og nafnið gefur til kynna þá er þetta maski sem gefur raka og fallega brúnku í andlitið. Ég verð að viðurkenna að ég hafði ekki mikla trú á þessu fyrst og var eiginlega búin að dæma þetta fyrirfram. Mér fannst þetta bara hljóma of gott til að vera satt, maski sem myndi gefa manni fallegan lit og gefa húðinni góðan raka en ég hafði svo sannarlega rangt fyrir mér .. því þetta virkar.

Maskinn kemur í einu bréfi og er “sheet” maski. Það er hægt að ráða litnum á brúnkukreminu með því að stjórna tímanum, fimm mín þá verður brúnkan ljós, 10 mín þá verður brúnkan miðlungs og síðan 15 mín þá verður brúnkan dökk. Ef maður vill ekki setja á sig brúnkukrem heldur bara fá smá lit í andlitið þá mæli ég með að fara varlega og vera bara með maskann á í fimm mín.

Ég hugsa að þessi vara verði æðisleg viðbót í brúnkukrems rútínuna mína.

Það eru mjög góðar upplýsingar og leiðbeiningar aftan á bréfinu

Þetta er mjög þæginlegt og fljótlegt

TIPS:

#1 Ég mæli með að nudda maskanum vel í hárrótina og nudda honum líka niðrá háls.

#2 Skola hendurnar vel eftir noktun á maskanum

#3 Setja maskann á sig um kvöldið og fara að sofa, vakna síðan daginn eftir með fallegan lit

Þið afsakið gæðin á fyrir og eftir myndunum en ég steingleymdi að taka myndir á myndavélina. Þið sjáið samt vonandi mun en ég var ótrúlega hissa hvað þetta virkaði vel. Ég er allavega mjög sátt með þessa vöru og ætla klárlega að kaupa mér svona fyrir næsta brúnkukrems session.

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

FRÍSKA UPP Á HÁRLITINN

Skrifa Innlegg