fbpx

NÝJAR OG SPENNANDI SNYRTIVÖRUR

SNYRTIVÖRURTAX FREE

Halló kæru lesendur, ég er mjög upptekin þessa dagana en það getur stundum verið mjög snúið að vera í fullu námi, tveimur vinnum, sinna samfélagsmiðlum og svo ofan á það er ég að flytja haha. Ég ákvað samt að taka mér smá pásu og skrifa um snyrtivörur, eitt það skemmtilegasta sem ég geri! Það eru alltaf nýjar og nýjar snyrtivörur að koma á markaðinn, sem getur verið mjög gaman en samt sem áður mjög erfitt fyrir snyrtvörufíkla einsog mig. Ég ætla deila með ykkur nokkrum vörum sem eru komnar til Íslands en sumar fást einungis erlendis.

*Færslan er ekki kostuð

 

ST. TROPEZ

 

Það eru þó nokkrar nýjungar að koma frá St.Tropez sem ég er mjög spennt fyrir. Það er til dæmis að koma St. Tropez Purity Self Tan sem er einskonar brúnkukremsvatn. Þetta á að vera ótrúlega einfalt í notkun og gefa náttúrlegan lit. Síðan er líka að koma Extra dark brúnkukrem og get ég hreinilega ekki beðið eftir að prófa það. Ég er mjög vön að vera brúnkukrem á mér og vill helst hafa það í dekkri kantinum.

 

GRAVITYMUD

 

Þetta er tiltölulega nýtt frá GlamGlow en þetta er glimmer maski.. já glimmer maski. Ég er mjög forvitin að vita hvernig hann virkar og sjá hvernig hann er. Hann er allavega gullfallegur á mynd en það væri gaman að sjá hvort hann virki.

 

REAL TECHNIQUES – EXPERT ORGANIZER

 

 

Þetta er nýjung frá Real Techniques og þetta eru vasar fyrir bursta. Það er hægt að setja þetta á spegla eða gler og sniðugt til þess að ferðast með. Ég hugsa líka að þetta sé algjör snilld inn í litlar íbúðir eða herbergi.

 

MAC COSMETICS – FIX +

 

 

Fix + frá Mac er nú engin nýjung en það eru loksins komnar nýjar tegundir sem innihalda til dæmis kókosnetu ilm eða lavander. Ég elska Fix + og hef notað það í mörg ár. Það er hægt að nota Fix + í svo margt, til dæmis fyrir farða, eftir farða, blanda við augnskugga til þess að gera þá litsterkari og margt fleira.

 

CHOCOLATE GOLD EYE PALETTE – TOOFACED

Þessi palletta er nýjasta viðbótin í súkkulaði fjölskylduna hjá Toofaced. Ég á tvær pallettur úr þessari súkkulaði línu hjá þeim og er búin að nota þær mjög mikið. Formúlan er ein af mínum uppáhalds og er ég því mjög spennt fyrir þessari. Það er gott litaúrval, það eru þessir klassísku litir en líka nokkrir litríkir og því mikið hægt að nota þessa pallettu í allskonar farðanir.

BECCA COSMETICS – ANTI-FATIGUE UNDER EYE PRIMER

Ný vara frá Becca sem á að vera espresso skot fyrir augun. Þessi vara á að kæla, draga úr þrota, gefur raka og á að birta til undir augunum. Þetta hljómar einsog mjög góður baugabani og ég hlakka til að prófa!

TARTE SHAPE TAPE HYDRATING FOUNDATION

Þetta er nýr farði frá Tarte en þetta á vera rakagefandi og ljómandi farði. Þessi farði er samt sem áður búin að fá misgóða dóma en ég er samt eitthvað spennt fyrir honum. Þið megið endilega láta mig vita ef þið hafið eitthverja reynslu af þessum farða eða Tarte.

ORIGINS – THREE PART HARMONY DAY/NIGHT EYE CREAM

Ég er mjög spennt fyrir þessari vöru! Þetta er augnkremstvenna fyrir bæði dag og kvöld. Kremið er tvískipt, bleika kremið er fyrir daginn og síðan er hvíta fyrir kvöldið. Dagkremið á að birta undir augunum en það á einnig að vera róandi fyrir augun. Næturkremið á að gefa extra mikin raka fyrir kvöldið.

MILK MAKEUP – HYDRATING OIL

Vörurnar frá Milk Makeup eru búnar að vera í miklu uppáhaldi hjá mér en ég kynntist þeim í fyrra. Milk Makeup er þekkt fyrir að vera með vörurnar sínar í stift formi og er þetta ný vara frá þeim. Þetta er rakakrem eða olía í stift formi. Innihaldsefnin í þessu eru æðisleg, þetta inniheldur apríkósur, avakadó, jojoba meðal annars.

 

 

Þið getið líka fylgst með mér hér..

Snapchat: gsortveitmakeup

Instagram: gudrunsortveit

 

FÖRÐUNARSPJALL: ALEXANDER SIGURÐUR

Skrifa Innlegg