fbpx

Hjördís Ásta sér um lúkkið hennar Maríu Ólafs

BaksviðsMACMakeup Artist

Hér í þessari færslu fæ ég að sameina tvö eldheit áhugamál – eurovison og förðun! Ég veit ekki með ykkur en ég er að springga úr spenningi fyrir keppninni í kvöld og mig langar að hita aðeins upp með því að segja ykkur frá lúkkinu hennar Maríu Ólafs í kvöld en það er hæfileikasprengjan hún Hjördís Ásta sem sér um lúkkið í ár.

11281908_10153306607278151_1369333276_n

Hér sjáið þið dömuna full græjaða og hlaðna af alls kyns vörum sem allar eru jú nauðsynlegar þegar þú farðar aðalstjörnu keppninnar sem er að sjálfsögðu hún María okkar Íslands. Hjördís Ásta er að mínu mati ein sú allra hæfileikaríkasta þegar kemur að förðun. Um leið og ég heyrði að hún sæi um lúkkið vissi ég að María væri í frábærum höndum. Hjördísi ættuð þið nú að kannast við héðan af blogginu en ég hef áður fengið hana til að svara nokkrum spurningum fyrir bloggið HÉR.

11215071_969229003098079_8202690794587289082_n

Ég er búin að vera að fylgjast vel með verkum Hjördísar úti í Vínarborg og hún er að slá í gegn finnst mér. Hún Hjördís er ótrúlega klár, hún er fljót í því sem hún gerir en hún gerir allt óðaðfinnalega. Ég elska það að hún sé sjálflærð hún er bara með þetta í sér og það er svakalega gaman að fylgjast með henni vinna. Ég get sagt það að fyrir mitt leiti er ég alveg jafn spennt að sjá förðunina hennar í sjónvarpinu í kvöld eins og ég er fyrir flutningi Maríu.

Hvert er þitt hlutverk í Eurovision í ár?

Ég sé um hárið og förðunina á henni Maríu okkar.

Geturðu sagt okkur frá áherslum í förðun Maríu?

Eins og alltaf legg mikla áherslu á að húðin sé sem fallegust og að hennar náttúrulega fegurð njóti sín sem best. María er líka með ótrúlega falleg augu sem ég lagði einnig mikla áherslu á að draga fram.

11263135_969807463040233_955919711222163830_n

Var einhver fyrirmynd fyrir förðunina?

Í rauninni ekki. Ég sankaði að mér sem mestum upplýsingum um atriðið í heild sinni og fékk þá frekar skýra mynd í kollinn hvernig ég sæi þetta fyrir mér. Síðan hefur lookið þróast með hverri æfingu en eins og staðan er núna þá er ég búin að negla það niður og bíð spennt eftir kvöldinu.

11150837_968707586483554_4750666907148107468_n
Hverjar eru lykilvörurnar í lúkkinu hennar Maríu?

Lykilvörurnar fyrir hárið myndi ég segja að væru ROD4 krullujárnið frá HH Simonsen, Hold and Gloss spreyið og Brunette Resurrection Style Dustið frá label.m. Fyrir förðunina er það svo Pro Longwear Lipcolor sem heitir Unchanging, Something Special kremkinnalitur, Tan pigmentið og Groundwork Paint Pot frá MAC.

11265115_968312003189779_1641787797975098944_n

Hvaðan kom hugmyndin með gylltu fæturnar, máttu segja okkur aðeins hver pælingin með þá er?

Sunna Dögg, búningahönnuðurinn og stílisti, kom til mín með þessa hugmynd sem við ákváðum að kýla á að prufa. Gyllingin tengist inn í grafíkina á sviðinu og kom rosalega vel út. Síðan bættum við glimmeri sem eykur víddina og áferðina ennþá meira.

11295713_969202613100718_2733520146830691658_n

Hvernig er svo að fá að taka þátt í eurovision?

Eurovision er ekkert annað en eitt stórt ævintýri og algjör snilld. Þetta er svo miklu stærra en nokkur gæti mögulega lýst fyrir þér og ég er rosalega þakklát fyrir að fá að vera í þessu frábæra teymi. Við náum öll mjög vel saman og allir vinna hörðum höndum að því að gera atriðið okkar sem allra flottast. Síðan er líka alltaf stutt í grínið sem skemmir aldrei fyrir!

11218923_970902656264047_1412238048219378984_n

Ég veit ekki með ykkur en mér finnst alveg mjög gaman að vita aðeins meira um lúkkið hennar Maríu Ólafs fyrir kvöldið fá svona smá inside upplýsingar.

Að lokum vona ég svo að allir sendi jákvæða strauma til yndislega flotta hópsins okkar í Vín þau eiga eftir að gera okkur ofurstolt og ég held við eigum frábæran séns á því að slá í gegn í þessari keppni. Ég er ein þeirra sem segi hiklaust að við séum að fara að vinna þetta, einhver tíman verðum við nú að vinna og ég held að María Ólafs yrði vel að sigrinum komin!

Áfram Ísland!

EH

Rakabomburnar mínar

Skrifa Innlegg