fbpx

Rakabomburnar mínar

BiothermChanelDiorÉg Mæli MeðHúðLífið MittlorealNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtivörur

Loksins, loksins, Reykjavík Makeup Journal er farið í prentun og ég er komin með fæturnar niður á jörðina og ég er bara alveg svakalega spennt fyrir útkomu blaðsins sem er í næstu viku :)

En blaðið einkennist af sumri, hlýju og brúðkaupum og ég lagði áherslu á að koma með góð ráð til að næra húðina í sól og hita hvort sem það er hér á Íslandi eða á strönd á Spáni. Það er þó um að gera að draga fram það besta í húðinni fyrir sumarið, náttúrulega glóð hennar og fyllingu og það finnst mér allaf best gert með nokkrum drjúgum rakabombum. Mig langaði að deila með ykkur mínum uppáhalds þessa stundina sem eru fullkomnar fyrir sumarið – þessar losa burt gráa og leiðnlega þreytutóna í húðinni og fylla hana af raka og ljóma!

rakabombur

1. Hydra Beauty Serum frá Chanel: Ég féll fyrir þessu serumi um leið og ég prófaði það fyrst. Í fyrsta lagi eru umbúðirnar alveg ótrúlega fallegar og glasið er glæsilegt uppá snyrtiborði. Í öðru lagi þá finnst mér eins og ég fái bara sannarlega rakabomdu í kerfið hjá mér þegar ég ber þetta á húðina. Formúlan er rík af Camellia Micro-Doplets sem er rakamikið efni sem gefur húðinni mikinn raka og fyllingu.

2. Skin Perfection Eye Cream frá L’Oreal: Ég er fyrir löngu síðan farin að nota augnkrem, ég gæti bara ekki lifað án þeirra inní húðrútínunni minni en að mínu mati eru þetta vörurnar sem vekja það mikilvægasta en það er augnsvæðið – það gefur alltaf upp hvort við séum þreyttar eða ekki. Þetta krem er bara einfalt, algjörlega stútfullt af raka og næringarríkt svo húðin verður svo áferðafalleg og ljómandi. Dökkir baugar og þroti hverfur algjörlega, hér er engin beint virkni en bara mikill raki og mikill ljómi. Augnkrem er síðast í rútínunni minni ég set fyrst serum, svo rakakrem og svo augnkrem.

3. Skin Perfection Anti Tiredness Cream L’Oreal: Þreytubaninn, maður verður sko að eiga einn svona. Hér er á ferðinni ljómandi fallegt litað dagkrem sem er þó ekki beint litað. Það er litlaust en þegar það kemst í snertingu við húðina springa út léttar ljómandi litagnir sem blandast fallega saman við húðina og gerir áferð hennar jafna, ljómandi og náttúrulega. Þetta er t.d. mjög flott eitt og sér í sumar eða sem grunnur undir aðra farða. Passið þetta er ekki primer og ég myndi í raun notað það fyrst, svo primer – til að tryggja það að húðin mín fái raka frá kreminu en primer lokar yfirleitt á það t.d. eins og með farða svo þeir endist betur. Svo ef ég set primer á eftir þessu kremi tryggi ég það að húðin mín fái fullt af raka yfir allan daginn án þess að hún drekki í sig raka úr farðanum mínum.

4. Hydra Beauty Hydration Protection Radiance Mask frá Chanel: Uppáhalds rakamaskinn síðan ég prófaði hann fyrst, það sem ég elska við þennan er hversu léttur hann er svo ef mig vantar t.d. bara rakabúst fyrir húðina þá set ég bara þunnt lag af þessum á húðina fyrir nóttina og leyfi honum bara að vera á. Mér finnst þó best að nota fyrst góðan skrúbb eða hreinsimaska og setja þennan svo á. Hydra Beauty línan frá Chanel er alveg dásamleg en nýjasta varan í snyrtibuddunni frá merkinu er einmitt varanæring úr þessari línu sem ég hlakka til að prófa betur og segja ykkur frá;)

5. Hydra Life Sérum Sorbet frá Dior: Nýjasta varan í snyrtirútínunni minni, þetta er líka alveg nýtt rakaserum inní úrvalið hjá Dior. Ég er búin að vera að nota það í svona viku svo ég get kannski ekki beint sagt nákvæmlega hvað mér finnst eða hver árangurinn er en mér líst svakalega vel á þessa vöru so far. Það er alveg svakalega frískandi að bera þetta á húðina á morgnanna en það er svona létt og köld tilfinning sem húðin fær. Formúla serumsins leitast við að örva rakastig húðarinnar og framleiðslu hennar á náttúrulegum raka.

6. Aquasource rakagel frá Biotherm: Þetta er eitt það allra klassískasta frá Biotherm. Ég kann vel við svona rakagel því þau eru svo kælandi og fara mjög hratt inní húðina. Mér finnst þau alltaf gefa húðinni minni svo ofboðslega frískandi og góðan raka. Ég veit fátt betra en góð kælandi gel á sumrin fyrir húðina – þetta er líka eitt það allra besta til að setja á sig fyrir förðun því gelið er svo þunnt og það fer allt inní húðina og skilur eftir sig slétt og fallegt yfirborð.

7. Hydra Life Créme Sorbet Pro-Jeunesse frá Dior: Eins og serumið er hér um frekar nýlega vöru að ræða, en kremið er ekki alveg nýtt heldur er bara búið að betrumbæta formúlu þess. Ég nota þetta þessa dagana á eftir seruminu og formúla kremsins er alveg svakalega mjúk og þægileg fyrir húðina, kremið er svakalega drjúgt og mér líður svo vel í húðinni eftir að ég hef borið það á mig. Sem manneskja með þurra húð hef ég alltaf verið hrifin af Hydra Life vörunum frá Dior og þessi flotta nýja tvenna er frábær viðbót.

8. Aquasource Cocoon frá Biotherm: Eins og hér fyrir ofan þá er þetta gel sem gefur bara samstundis góðan og jafnan raka. Aðalmunurinn er þó sá að þetta er fyrir þurra húð en hitt fyrir normal/blandaða. Hitt finnst mér mjög basic og gott en þegar ég þarf meiri næringu þá finnst mér frábært að grípa í Cocoon kremið. Gott að hafa það á hreinu að grænt er fyrir normal/blandaða og bleikt fyrir þurra/viðkvæma.

Allt sannarlega frábærir rakagjafar sem henta konum á öllum aldri og öllum húðtýpum – hér ættuð þið allar að geta fundið næringu við ykkar hæfi ég passaði sérstaklega uppá það ;)

En að lokum langar mig að segja frá þeim heppna sem fær dásamlega fallega sumarstellið frá Múmín! Ég dró algjörlega af handahófi…

Screen Shot 2015-05-20 at 2.02.33 PM

Innilega til hamingju Saga! Snabbinn þinn tryggði þér þetta fallega sett fyrir sumarið – sendu mér línu á ernahrund(hjá)trendnet.is svo ég geti sagt þér hvar þú getur nálgast vinninginn.

Sumarkveðjur!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér keypti ég eða fékk senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit

Trendnet brunch á Apótekinu

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

    • Yndislegt að heyra! Nei ég hef því miður ekki prófað en ég notaði einu sinni hreinsivörur frá merkinu og ég man ennþá hvað þær ilmuðu dásamlega frískandi:)