fbpx

SVONA VIÐHELDUR ÞÚ LITNUM Í SUMAR

BRÚNKUKREMSAMSTARF
*Færslan er í samstarfi við St.tropez 

Halló!

Síðast liðnar vikur eru búnar að vera yndislegar, glampandi sól og margir eflaust komnir með smá lit eftir sólina (munið eftir sólarvörninni!). Mig langar að deila með ykkur vöru sem mér finnst fullkomin til að grípa í þegar maður vill fallegan náttúrulegan lit eða þegar maður vill viðhalda sínum lit.

Þetta er Gradual Tan Watermelon Infusion frá St.tropez en St.tropez er þekkt fyrir sín gæða brúnkukrem og er þetta eitt af þeim. Gradual Tan frá St.tropez er búið að vera til lengi til hjá þeim en þetta er alveg nýtt því það er yndisleg vatnsmelónulykt af þessari týpu af Gradual Tan. Mér persónulega finnst lyktin svo góð og fersk, minnir á sumarið!

Þetta er líkamskrem sem byggir upp lit og hægt að nota á hvaða tíma árs en mér finnst þetta tilvalið núna þegar maður er kannski komin með smá lit og vill viðhalda honum eða byggja upp litinn.

Kremið er hvítt eins og hefðbundið body lotion en það byggist upp litur með hverjum deginum. Kremið gefur 72 klukkustunda raka en gefur manni einnig fallegt sólkysst útlit. Til þess að sjá sem bestan árangurinn þá er mælt með að bera á sig kremið á hverjum degi og nudda í hringlaga hreyfingar. Síðan er mikilvægt að skola lófana eftir að maður er búin að vera kremið á sig.

Takk fyrir að lesa xx

Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

FÖRÐUNAR INNBLÁSTUR FYRIR SECRET SOLSTICE

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Ösp Egilsdóttir

    20. June 2019

    Sæl Guðrún, ég er að spá hvort að það sé í lagi sömuleiðis að bera á andlitið á sér? :)
    Bestu kveðjur, Ösp

    • Guðrún Sørtveit

      23. June 2019

      Ég myndi frekar mæla með að nota brúnkurkem sem er ætlað fyrir andlitið og það fæst líka Gradual Tan fyrir andlitið :-D