fbpx

GET READY WITH ME: SECRET SOLSTICE

DEKURHreinsivörurMASKAROOTDSAMSTARF
*Vörurnar sem eru stjörnumerktar fékk ég að gjöf 

Mig langaði að deila með ykkur örsnöggt um hvernig ég geri mig oft til fyrir eitthvað sérstakt eða bara þegar ég vill gera vel við mig. Ég var að klára smá vinnutörn í dag og ætla á Secret Solstice á morgun, þannig það er tilvalið að gera smá vel við sig.

Ég byrjaði á því að setja á mig maska en mér finnst mjög mikilvægt að hreinsa húðina mína vel eftir vinnutörn. Maskinn sem ég notaði er í miklu uppáhaldi hjá mér en þetta er Himalayan Charcoal* maskinn frá Body Shop.

Þessi maski er ótrúlega hreinsandi, hreinsar úr svitaholum og skilur húðina eftir ljómandi. Mér finnst hann virka strax og sé sjáanlegan mun á húðinni minni fyrir og eftir.

Ég ætla setja á mig brúnkukrem en ég elska þetta brúnkusprey frá St. Tropez*. Ég ætla að setja þetta á mig núna og fara síðan í sturtu á morgun.

Þetta er express self tan frá St.Tropez sem virkar þannig að eftir einn klukkutíma verður brúnkan ljós, svo næsta klukktíma miðlungs og síðan þriðja klukkutímann þá verður brúnkan orðin dökk. Ég sef samt bara oft með hana og hún verður alls ekkert of dökk.

Því næst ætla ég að hvíta á mér tennurnar en ég keypti nýlega pakka af White Crest í USA. Ég er samt ekki mikið í því að hvíta á mér tennurnar en finnst gott að nota þetta einstaka sinnum.

Síðan er það punkturinn yfir i-ið en ég keypti í dag ótrúlega flottar peysur í 66°Norður. Ég keypti eina fyrir mig og eina fyrir kærasta minn. Ég átti enga svona stóra og þæginlega peysu en þessar finnst mér fullkomnar fyrir íslenskt sumar.

Mig langaði líka að deila með ykkur að 66°Norður bjóða núna uppá 10% afslátt fyrir þá sem eru að fara Secret Solstice.

Ég keypti þessa fyrir mig og fékk mér hana í XL svo hún sé aðeins síð

Svo keypti ég þessa fyrir kærasta minn en ég mæli með að kíkja í 66°Norður fyrir útihátíðirnar og útileigurnar í sumar!

Ég hlakka til að gera mig til á morgun en ég mæli með ef þið viljið sjá heildar dressið og förðunina að fylgjast með mér á hinum miðlunum mínum.

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

EINFALDAR FARÐANIR FYRIR SECRET SOLSTICE

Skrifa Innlegg