*Færslan er í samstarfi við St.Tropez
Halló!
Núna eru eflaust margir að hugsa “ha? taka í burtu brúnkukrem, vill maður ekki hafa það á sér?”. Það kannast örugglega margir við það, og þar á meðal ég, að setja á sig brúnkukrem og síðan eftir kannski viku er eiginlega allt brúnkukremið farið af nema nokkrir blettir sem erfitt er að taka í burtu. Ég hef allavega oft lent í því að vera skrúbba og skrúbba húðina til að ná gömlu brúnkukremi af en núna er komin ný vara frá St.Tropez sem heitir Tan Remover sem sér um þetta fyrir mann. Mér finnst þessi froða orðin alveg jafn mikilvæg og brúnkukremið sjálft vegna þess að það er oft mjög erfitt að taka gamalt brúnkukrem af húðinni. Þetta er líka góður grunnur fyrir aðra brúnkukrems ásetningu og verður þar að leiðandi miklu fallegara.
Mig langaði að deila því með ykkur hvernig hægt er að nota þetta og sýna ykkur fyrir og eftir –
1. Byrja á hreinni húð
Þið sjáið kannski hvernig brúnkukremið er orðið eftir viku og það er oft erfitt að ná þessum blettum af.
2. Bera froðu yfir svæðið þar sem er fast brúnkukrem og bíða í 5 mín
3. Taka skrúbbhanska og nudda í burtu. Maður þarf alls ekki að nudda lengi en það er eins og brúnkukremið leki af
Lokaútkoma
Ég er að elska þetta! Þetta er eitthvað sem mig er búið að vanta lengi en ég set oft á mig brúnkukrem og er þetta orðið algjör staðalbúnaður fyrir mig. Brúnkukremið verður líka miklu fallegra þegar maður er búin að undirbúa húðina vel og snilld líka að geta gripið í þetta ef maður gerir mistök.
Takk fyrir að lesa xx
Guðrún Helga Sørtveit
Skrifa Innlegg