fbpx

Topp 10: Hvað á að kaupa á Tax Free

Á ÓskalistanumÉg Mæli MeðNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Þá er komið að fríhafnardögum í Hagkaupum og mér datt í hug að taka saman topp 10 vörulista yfir þær vörur sem mér finnst að þið þurfið að kíkja á á afsláttardögunum. Þetta eru allt nýjar vörur sem voru ekki til á síðasta Tax Free og þetta eru allt þær vörur sem eiga heima í dýrari deildum Hagkaupa bara kannski af því á Tax Free hefur maður tækifæri til að kynnast þeim vörum því þær eru á betra verði þá en annars.

Á listanum eru maskari, farðar, húðvörur, augnskuggar og varalitir og að sjálfsögðu nýjustu ilmvötnin í verslununum en eitt þeirra er bara að detta í verslanir núna í dag!

Lancome-Grandiose-Mascara

Grandiose maskarinn frá Lancome

Maskaraástin mín í augnablikinu. Ég heillaðist frá fyrsta testi sérstakelga af endingu maskarans og greiðunni sem hentar mínum augnhárum mjög vel. HÉR getið þið séð hvernig maskarinn entist heilan, erfiðan vinnudag og ef ykkur vantar maskara og þið eruð til í að prófa einn nýjan sem sveigir augnhárin, teygir úr þeim og þéttir til muna þá verðið þið að tékka á Grandiose.

Diorskin-Star-Foundation-2

Diorskin Star farði frá Dior

Að sjálfsögðu er þessi fallegi farði ofarlega á lista. Þessum sagði ég ykkur betur frá fyrr í vikunni og ef ykkur vantar farða og þið viljið einn sem þekur vel og gefur þétta áferð þá er þessi farðinn sem þið verðið að prófa. HÉR finnið þið færsluna um farðann og fyrir og eftir myndir af húðinni minni með hann á – ég er in love og þessi fer ekki fet frá minni snyrtibuddu í vetur.

stella-fragrance-stella-mccartney-the-daily-lady1

Stella by Stella McCarteney

Jess! Það er loks komið í verslanir á Íslandi ilmvatnið sem ég er búin að vera að bíða eftir eins og þið sáuð HÉR. Klassískur ilmur í tímalausum umbúðum. Ég hlakka til að koma höndum mínum yfir þetta ilmvatn og segja ykkur svo í framhaldi betur frá því. En þið getið þó nælt ykkur í upplýsingar í færslunni sem ég vísa í hér – innblásturinn og söguna. Mér finnst persónulega allt í kringum hann orðið miklu flottara núna eftir þessa þörfu andlitsbreytingu.

Clinique-Smart-Custom-Repair-Serum

Clinique Smart Serum – Custom Repair Serum

Nýjasta nýtt frá Clinique er smart serum. Nafnið segir eiginlega allt sem segja þarf um vöruna. Hér er á ferðinni serum sem segist aðlaga sig að húð hverrar konu og laga það sem þarf að laga hjá henni. Ég er búin að fá mitt sýnishorn af vörunni og er að prófa það núna – ég gef ykkur góða skoðanafærslu á næstunni um það. En ef ykkur vantar nýtt serum ættuð þið klárlega að kíkja á þetta. Vörulýsingin lofar góðu, formúlan er þétt og drjúg og það nærir húðina vel. Stundum erum serum svo þunn og þau skilja bara eftir þurrt yfirborð. Þetta gerir það ekki og þegar ég hef notað það nota ég ekki alltaf krem yfir það – mér finnst það ekki endilega þurfa en það fer reyndar bara eftir ástandi húðarinnar minnar í hvert sinn. En það sem serumið hefur þó að markmiði að gera er að jafna áferð húðarinnar, þ.e. draga úr sýnileika einkenna öldrunar, draga úr litamun í húðinni, auka teygjanleika húðarinnar og gefa henni ljóma.

Guerlain_Kiss_Kiss_fall_2014_makeup_collection3

Augnskuggapalletturnar úr haustlínu Guerlain

Þessar eru loksins komnar í búðir!! Ég er bara búin að sjá testera og ekki búin að pota í þá eða neitt en mér finnst augnskuggaformúlan frá Guerlain ein sú besta. Palletturnar finnst mér dásamlega fallegar, þetta eru einfaldir og klassískir litir sem allar konur nota. Fyrir mig langar mig mest að prófa gráu pallettuna – venjulega heilla mig ekki svona litir en þessi öskrar nafn mitt.

YSL-Fall-2014-Fusion-Ink-Foundation

Le Teint Encre de Peau frá Yves Saint Laurent

Já takk, loksins er þessi farði kominn í verslanir. Ég veit ekki með ykkur en ég bilaðist úr spenning þegar ég las mér til um farðann núna í vor þegar það fór fyrst að spyrjast út að YSL væri í smá samstarfi við NASA við að gera nýjasta farðann sinn. Hér er á ferðinni farði sem minnir dáldið á Air de Teint frá Lancome fyrir þær ykkar sem hafa prófað hann en hann er þéttari og mýkri – hann er ekki alveg jafn vatnskenndur kannski. Ég prófaði farðann fyrst í gær og mér líst mjög vel á hann – ég er með ljósasta litinn og mér leist vel á hann. Áferðin er mjúk og falleg og hann entist vel á húðinni – hann segist vera með 24 tíma endingu – ég hef nú aldrei látið reyna á það hjá förðum þar sem ég þríf alltaf húðina áður en ég fer að sofa og svefninum fórna ég ekki fyrir farða :) En ég fékk alveg góða tilfinningu fyrir þessum og hann kom mér á óvart með þekjunni sem var bara ansi þétt og fín. Ég var alla vega með rosa rauðan bletta á húðinni í gær sem hvarf með farðanum. Mér fannst ég samt ekki sjá farðann en svo fattaði ég að ég á bara ekkert endilega að sjá hann – hann er það náttúrulegur og fallegur að hann er meira að bara slípa til mína húð, fela það sem á að fela og skila fallegri og náttúrulegri húð. Hér er á ferðinni farði sem er einmitt það sem við þurfum til að ná þessu eftirsóknarverða nude lúkki. Ég hlakka til að testa þennan í myndatöku en ég er búin að taka fyrir og eftir myndir af sjálfri mér sem þið fáið að sjá á næstunni.

ultimune_angle_03_hd

Ultimune frá Shiseido

Byltingarkennda nýjungin frá Shiseido ætti að vera á ykkar tékklista fyrir Tax Free – ekki nema það sé bara til að fá smá auka tips um vöruna sjálfa og aðeins að prófa hana. Ég skrifaði langa færslu í gær um Ultimune, rannsóknina, virknina og aðrar vörur sem Shiseido hefur áður sent frá sér sem breyttu snyrtivörumarkaðnum til frambúðar.

tumblr_n8wk2fzPtH1sqskkro2_1280

Vitalumiere Loose Powder frá Chanel

Ég elska ljómandi húðvörur og þessi frá Chanel er dásamleg. Chanel menn eru einstaklega hæfileikaríkir í að búa til fallegar grunnförðunarvörur sem ljóma án þess að þær séu yfirþyrmandi. Hér er á ferðinni fallegt púður sem minnir mig helst á Wonder Powder frá Make Up Store. Ég fékk sýnishorn af púðrinu og ég er mikið búin að nota það einmitt eins og ég var að nota WP – í svona finishin touch. Púðrið fullkomnar áferð húðarinnar, þéttir áferð farðans, mattar húðina en gefur samt ljómann sem ég alla vega vil alltaf. Umbúðirnar finnst mér mjög skemmtilegar en þetta er eiginlega net sem maður dúmpar burstanum á til að fá púður í burstann. Það er límfilma yfir netinu sem ég held á því svo það fari nú ekki útum allt. Með púðrinu fylgir lítill kabuki bursti sem ég nota til að bera púðrið á. Hann er mjög þéttur, kúptur, frekar lítill við fyrstu sýn en stendur sig vel í því sem hann á að gera.

Guerlain-KissKiss-Makeup-Collection-for-Autumn-2014-lipstick

Kiss Kiss varalitirnir frá Guerlain

Vissuð þið að það við eigum Guerlain það að þakka að varalitirnir eins og við þekkjum þá í dag eru til. Í haust horfa þau hjá Guerlain aftur til fortíðar og senda frá sér nýja og endurbætta varalitaformúlu sem ég get varla beðið eftir að fá að prófa. Þessir lúkka svo ótrúlega vel, litaúrvalið er frábært og umbúðirnar elegant og tímalausar. Hér er búið að taka klassíska vöru í vintage lúkki og færa inní nútímann. Mig klæjar í fingurgómana að fá að prófa þessa og ég þarf eiginlega að komast sem fyrst í Hagkaup verslun til að skoða litina almennilega!one-direction-you-i-fragranceYou and I – þriðji dömuilmurinn frá One Direction

Síðast en alls ekki síst verð ég að nefna nýja dömuilminn frá strákunum í One Direction sem kemur í verslanir Hagkaupa í Kringlunni og Smáralind í dag klukkan 15:00. Með öllum ilmum sem seljast fylgir plakat af drengjunum myndarlegu – eða á meðan birgðir endast. Ég er aðeins búin að lesa mér til um ilmvatnið en strákarnir segja í viðtölum að þetta sé í fyrsta sinn sem þeir eru all in í ilmvatnsgerðinni – alveg frá fyrstu hugmyndavinnu. Það tók ár að gera ilmvatnið en þeir hafa áður sent frá sér tvo aðra ilmi sem hafa notið mikilla vinsælda og selst hratt upp hér á Íslandi. Mér finnst því líklegt að þessi fari jafn hratt og þeir úr hillunum í dag.

Nokkrar hugmyndir fyrir ykkur sem nýta sér Tax Free daga. Að lokum langar mig þó að nefna mína uppáhalds Real Techniques bursta sem ég fæ ekki nóg af. Þeir eru nú á góðu verði fyrir en það verður frábært á Tax Free. Ég veit það eru margar að safna burstunum og nú getið þið bætt aðeins í safnið.

EH

Nýtt í fataskápnum: hvítur kimono

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Soffia

    16. September 2014

    Hvað verða þessir tax free dagar lengi? :-)