fbpx

Nýtt í fataskápnum: hvítur kimono

Annað DressLífið MittNýtt í FataskápnumTinni & Tumi

Jújú… undirskrifuð gekk mögulega aðeins of langt í fatakaupum gærdagsins en mig bráðvantaði þetta allt að sjálfsögðu… – kannist þið ekki við það ;) Mig langaði að sýna ykkur brot af því sem bættist í fataskápinn í gær – já bara brot :)

nýrkimono10

Þessi hvíti kimono var að koma í uppáhalds VILA. Ég á nokkra svona þægilega létta jakka úr versluninni – tvo svarta og einn sandlitaðan en engan hvítan. Þessi flotti kimono er alveg æðislegur ég sit hér við tölvuna í einmitt þessu dressi og dáldið þakklát fyrir það að eiga eitthvað annað en alltaf bara svart til að kasta yfir svarta alklæðnaðinn. Ég á nokkra kimono jakka og ég nota þá mikið en ég á mikið munstraða jakka eða bara svarta. Þessi hvíti er því kærkomin viðbót í fataskápinn enda einn aðalliturinn um þessar mundir ef lit mætti kalla :)

nýrkimono9

Kimono jakki: VILA, þessi kom í gær í svörtu og hvítu og er á virkilega góðu verði. Ég ákvað að taka hvítan frekar en svartan því ég á alltof mikið svart og hvítt lagar aðeins þennan svarta alklæðnað. Mér finnst eiginlega ekkert alveg gaman að vera alltaf bara í svörtu og það er alltaf góð hugmynd að eiga nokkrar basic flíkur sem passa við allt sem eru ekki svartar – þessi verður ein af þeim flíkum hjá mér. Mér tekst reyndar alltaf að hella niður á mig þegar ég er í hvítu en ég er að vona að sú bölvun sé horfin því ég var í þessum í gær og í dag og ekkert hellt niður – 5 mínútum eftir ég birti þessa grein verð ég þó pottþétt komin með kaffiblett á mig því ég er núna búin að jinxa þessu ;D

Toppur: VILA, gamall og góður spagettíhlýratoppur með pleather hlýrum. Þennan á ég í bæði svörtu og hvítu og nota óspart við einmitt bara buxur og léttan jakka eða kimono yfir.

Buxur: Vero Moda, ég fattaði það fyrir stuttu mér til skelfingar að ég á engar þröngar heilar pleather buxur – úr þessu varð ég að bæta haha. Ég splæsti í Denise buxurnar í Vero Moda mér finnst þær lúkka rosalega vel og þær eru mjög þægilegar.

Skór: Bianco, þeir sömu og hér. Ég er alveg að fýla þessa í botn og þeir koma virkilega á óvart í þægindum. Hér fór ég bara berfætt í þá til að sýna lagið á skónnum og það kemur bara vel út.

nýrkimono8

Hálsmen: ebay – þessi gamla góða gersemi stendur alltaf fyrir sínu og þið sem hafið fylgst lengi með blogginu ættuð að kannast við festina. Ég er reyndar búin að hvíla hana lengi en ég fann hana aftur í flutningunum og ætla að endurnýja kynni við hana núna í haust.

nýrkimono6

Vesti: Vero Moda – ég kolféll fyrir þessu fallega vesti um leið og ég sá það. Mig hefur alltaf langað í flott loðvesti og ég dýrka litinn á þessu. Mér finnst það bæði flott yfir jakka og líka bara svona léttar kimono jakka. Mér finnst þetta alls ekki vera bara yfirhöfn enda er ég bara í því í dag í vinnunni – þetta fullkomnar alveg dressið og liturinn poppar skemmtilega uppá það.

nýrkimono7

Aðalsteinn er maðurinn á bakvið flestar dressmyndirnar mínar – kemur það einhverjum á óvart, með eindæmum hæfileikaríkur ljósmynari finnst ykkur ekki ;) En við skelltum okkur þrjú útí garð til að taka myndir – bæði vegna þess að það er ekki séns að það sé hægt inní húsi og svo líka til að ég gæti sýnt ykkur fallegu haustlitina sem eru útí garði! Tinni Snær kom að sjálfsögðu með okkur út með kústinn sinn – en barnið elskar að sópa og gerir fátt annað af jafn mikilli ástríðu. Syninum hefur greinilega ekki alveg litist á vestið – eða kannski bara séð eitthvað kusk á því sem hann vildi burt. En annars náði pabbinn þessum skemmtilegu myndum af okkur mæðginum…

nýrkimono2 nýrkimono3 nýrkimono4 nýrkimono5

Það sem ég dýrka þetta barn – hann er svo fyndinn og skemmtilegur strákur og mér finnst ég vera heppnasta mamma í heimi að eiga þennan litla kút sem þið sjáið hér í nýju fínu Frozen náttfötunum sínum og úlpu við. Ég er voða lítið í því að dressa upp litla karlmanninn sem nýtur sín best í jogging galla sem má skíta út af vild.

En ég er mjög ánægð með þessar flíkur sem eru nýjar í fataskápnum. En auk þessara þriggja komu heim með mér plain hvít skyrta, aviator jakki og hlý peysa með ombre áferð!

Mér finnst kimonoinn og vestið alveg skothelt duo og ég mun nota þessar mikið á næstunni – alla vega í gær og í dag og á morgun þegar ég verð með Karin minni á Pop Up markaðnum á KEX og hjálpa henni að kynna mínar uppáhalds vörur frá Skyn Iceland.

Eigið góða helgi yndislegu lesendur – ég verð mjög líklega lítið inná blogginu næstu dag og í næstu viku. Nú er allt að fara á fullt í leyniverkefninu sem ég segi ykkur frá innan skamms!!!!!

EH

Nú styrkjum við ónæmiskerfið með snyrtivöru!

Skrifa Innlegg