fbpx

Kinnalitir

makeupMakeup TipsTrend

Nú er ég búin að deila með ykkur ansi mörgum kinnalitum og ég vona innilega að þið hafið haft gaman af en mig langar líka svona núna í lokinn að koma með nokkur góð ráð varðandi kinnaliti. Neðst í færslunni getið þið svo fundið linka á alla kinnalitina sem ég hef verið að prófa. Bara ef þið viljið skoða einhverja betur.

Það eru til margar ráðleggingar um hvar sé fallegast að setja kinnalitinn og margar þessara ráðlegginga hafa með lögun andlitsins að gera. Sumar eru með kringlótt andlit, aðrar kassalaga, sumar löng og aðrar stutt… og þessi ráð segja þá til um hvert kinnaliturinn á að fara eftir því hvernig andlitið þitt er í laginu. Í þessi 5 ár sem ég hef starfað sem makeup artisti hefur þó ein aðferð alltaf reynst mér best og það er að setja kinnalitinn á epli kinnanna – eplin sjást best þegar við setjum upp sparibrosið okkar, þegar við brosum útað eyrum, þá standa þau út. Ég doppa svo litnum bara létt yfir eplin – sjálf byrja ég alltaf á því að skyggja undir kinnbeinin og set svo kinnalit og loks highlighter ef mér finnst ég þurfa þess.

Þegar ég set á mig púður kinnaliti þá nota ég alltaf púðurbursta frá Real Techniques.

Hér eru nokkur skemmtileg ráð varðandi kinnaliti og notkun þeirra:

  • Ef þið notið púðurbursta til að setja kinnalit á andlitið, dustið þá alltaf létt úr burstanum fyrst. Það er fín lína á milli þess að vera eins og trúður og að vera með flottar og áberandi kinnar. Ég er reyndar aðdaándi þess að vera með mikið af kinnalit en öllu má ofgera;)
  • Ef þið viljið líkja eftir ykkar náttúrulega roða þá getið þið beygt ykkur fram í sirka 30 sek og þá hefur húðin roðnað sjálf og þið getið sett litinn yfir það svæði.
  • Hvort sem þið eruð með púður, fljótandi, krem eða gel kinnalit þá er alltaf best að vinna litinn út með andlitinu – í áttina að eyrunum. Hafið hann sterkastann á miðju eplanna og látið svo smám saman deyja út. Sjálfri finnst mér fallegra að hafa þríhyrningform á litnum þannig hann nái örlítið út á kinnbeinin.
  • Ef þið notið fljótandi kinnalit þá mæli ég með því að þið doppið þá á húðina með fingrunum – svo er gott að doppa létt yfir kinnarnar með t.d. svampi til að má út línur og skil sem gætu myndast.

Þegar kemur að því að velja litatón af kinnalit þá er það sama sagan alltaf hjá mér – ég nota þá liti sem mér finnst flottir og hlusta vanalega ekki á neinar sérstakar reglur. En svo ég haldi allri sanngirni að þá er oft sagt að maður eigi að velja litatón sem hæfir litnum sem maður er með á vörunum. Enn aðrir segja svo að við sem eru með gula undirtóna í húðinni eigum að nota peach, orange og kóral liti og þær sem eru með meira rauðan undirtón í húðinni eigi að nota meira berjaliti eins og bleikan og rauðan. Brúnleitur kinnalitur virðist líka vera á mörgum bannlistum því hann er sagður geta látið húðina líta út fyrir að vera eldri en hún er – ég kaupi það reyndar ekki;)

Ég held að máltið sé að finna bara lit sem hentar manni og passar við skapið sem maður er í þann dag. Eftir að vorið fór að láta sjá sig hef ég tekið eftir því að ég laðast sjálf mikið að kórallitum – það er eitthvað svo sumarlegt og hlýtt við þá liti.

Bourjois Kinnalitir – HÉR
Shiseido Kinnalitir – HÉR
Guerlain Perlur – HÉR
Guerlain Kinnalitur – HÉR
Smashbox Halo Kinnalitur – HÉR
Dior Kinnalitur –
HÉR
Terracotta Kinnalitur – HÉR
Maybelline Kinnalitur – HÉR

Ég vona að þessar kinnalitaumfjallanir mínar nýtist ykkur vel og þið verðið óhræddar að nota kinnaliti og nóg af þeim í sumar. Það er ekkert sem segir að það megi ekki skarta t.d. svipuðum lit á kinnum og á vörum;)

EH

Spurning & Svar - Hyljari

Skrifa Innlegg