fbpx

Kinnalitir #2

HúðLúkkNáðu LúkkinuShiseido

Í þetta sinn er ég með tvo púðurliti – fullkomið duo – bjartir litir lífga svo sannarlega uppá mann í þessu ömurlega veðri!Púðrin sem ég er með eru úr vorlínu Shiseido sem er nýjkomin í verslanir. Liturinn á kinnalitnum er fullkominn fyrir mína húð og ekta litur sem má setja vel af án þess að hann virki of mikill. Mér finnst liturinn fara svo vel við brúnu augun og ljósa púðrið með highlighternum finnst mér lífga vel uppá húðina og draga kinnbeinin miklu hærra upp. Það er líka fullkomið til að fríska létt uppá húðina eftir langan vinnudag.

Púðrin heita Luminizing Satin Face Color og eru í lit OR308 og PK107.

Virkilega flottur roði sem kemur í kinnarnar og highlighterinn skemmir ekki fyrir. Ég ætla að nota þetta duo í kvöld þegar ég fer út að fagna með vinkonu minni sem var að komast inní leiklistina í LHÍ:)

EH

BB Krem - Taka Tvö!

Skrifa Innlegg