fbpx

Kinnalitur #4

GuerlainLúkkmakeupMakeup Tips

Þið tókuð vonandi eftir kinnalitnum sem ég notaði í fyrsta sýnikennsluvideoinu sem birtist í síðustu viku – HÉR – en nú er ég með annan lit, ljósbleikur í þetta sinn sem mér finnst koma mjög vel út á skjannahvítu húðinni minni.

Kinnaliturinn heitir 4 Éclats Sculpting Blush og liturinn er Tendre Aurore nr 01.

Liturinn er ljós og náttúrulegur og gefur kinnunum fallega glóð – hann er fullkominn fyrir þær sem vilja hafa smá lit í andlitinu en ekki of mikinn. Svo held ég að ljósbleiki tónninn sé ótrúlega flottur á sólkysstri húð – hlakka til að prófa það í sumar þegar húðin hefur dökknað aðeins:)Hér sjáið þið hvernig liturinn lítur út. Þetta eru 4 mismunandi litir ég ákvað að blanda öllum litunum saman í þetta sinn. Þegar það eru nokkrir mismunandi litir finnst mér gott að nudda burstanum í hringi uppúr púðrinu svo það komi engin litaskil. En hugsunin með því að skipta þeim svona upp er til að móta andlitið með mismunandi litum. Þið strjúkið yfir púðrið með burstanum sem fylgir með, byrjið vinstra megin og strjúkið til hægri og berið svo litinn eins á kinnarnar, þannig fara dekkri litirnir undir lit að gefa lyftingu í andlitið og ljósari litirnir ofan á til að kinnarnar fái smá að standa út og þeir litir gefa líka aðeins meira highlight. Mér finnst þetta mjög skemmtileg pæling og ég þarf að prófa þetta næst þegar ég nota hann!

Umbúðirnar eru svo virkilega fallegar – þær eru alveg gylltar – en utan um boxið er svo flauelspoki svo umbúðirnar og liturinn eru vel varin ef það kemur kannski smá högg á þær ef þið eruð með kinnalitinn í töskunni eða bara á ferðalagi:)

Ég er að fara í plokkun í dag og ég er vandræðalega spennt komin með svo mikinn leiða á þessu illgresi…;)

EH

Lagersala <3

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. didda

    13. March 2013

    geturðu mælt með meiki fyir svona skjannahvíta? er með svoleiðis og er í mestu vandræðum að finna góðan (semi hvítan!) lit….hjálp!

    • Þær hjá MAC eru með mjööög gott litaúrval finnst mér, eiginlega bara eitt það besta sem hægt er að fá hér, að mínu mati. Ég er ótrúlega spennt fyrir nýja Mineralize Moisture Foundation farðanum, það sem ég hef heyrt frá þeim sem hafa prófað hann er bara jákvætt og líka netumræðan, hann er léttur en það er hægt að byggja upp góða þekju ef maður vill það – en ég er ekki sjálf búin að prófa hann en það mun gerast í allra nánustu framtíð – en sá farði sem ég hef verið að nota er frá Estée Lauder – hann er líka léttur og gefur ótrúlega flotta áferð, og er með gott litaúrval getur lesið betur um hann hér: http://trendnet.is/reykjavikfashionjournal/nytt-i-snyrtibuddunni-7/ Annar farði sem ég gæti mælt með sem gefur þessa léttu áferð er frá L’Oreal og heitir Lumi Magique hann var farðinn minn allt síðasta sumar – svo falleg áferðin sem kemur af honum og litaúrvalið er mjög gott;)

      ef þú vilt BB krem þá finnst mér ljósustu litirnir vera frá Diorskin Nude, Smashbox, Maybelline, Gosh, Bobbi og MAC – mín ráðlegging til þín er sú að skella þér í heimsókn í Hagkaup í Smáralind – þar eru öll þessi merki nema MAC nánast á sama fermeter og þá geturðu skoðað litina og fundið áferðina sem þeir gefa húðinni – en mundu að prófa alltaf litinn á kjálkanum þínum, til að finna þann lit sem passar við andlitið og hálsinn svo ekki komi gríma;) Svo ef þú vilt kíkja á MAC þá eru þeir auðvitað bara inní Debenhams:)

  2. Rakel

    13. March 2013

    Ætlaði einmitt að kommenta það sama og sú fyrir ofan mig. Það að finna meik sem passar litnum mínum er svo mikill höfuðverkur. Ég enda alltaf á því að koma heim með meik/BB sem er allt of dökkt eða gult. Ég fann þó eitt um daginn en það er alltof þurrt fyrir mig, l’oreal perfect match í ljósasta litnum. Svo passar BB Cream frá Gosh ljósasti liturinn ágætlega við minn húðlit, en finnst hann svo þunnur.
    Lumar þú á einhverri snilld?

    • Tékkaðu þá á ljósasta frá Smashbox eða Bobbi Brown – þeir eru þykkastir að mínu mati;) en svo á nýji farðinn frá MAC að vera ótrúlega góður, mineralize moisture foundation – hann er léttur á húðinni en þeir segja að það sé hægt að byggja upp góða þekju með honum, ég á eftir að kíkja betur á hann en þeir sem hafa prófað hann í kringum mig og af því sem ég heyri á netinu þá á hann að vera mjööög góður. Gefur flotta dewy áferð á húðina svo hann hentar rosalega vel sem vor og sumarfarði og svo ef þú vilt matta hann niður þá seturðu bara smá púður yfir. Annar þannig farði sem er búin að vera til í smá tíma hér heitir Lumi Magique og er frá L’Oreal hann er æði og litirnir eru mjög flottir og í ljósum tónum:)