fbpx

Kinnalitir #1

BourjoismakeupMakeup TipsNýtt í snyrtibuddunni minniTrend

Það sem er ótrúlega skemmtilegt við Bourjois kinnalitina er að þeir hafa lítið breyst í þau 150 ár sem snyrtivörumerkið hefur verið til. Stærstu breytingarnar eru þær að umbúðinar eru ekki lengur með skrúfloki og það að púðrin eru bökuð í aðeins stærri ofni í dag. Kinnalitirnir eru púðurlitir sem blandast fallega saman við húðina þegar þeir komast í snertingu við hana.

Mér finnst að það séu ekki áberandi skil á milli kinnalitarins og húðarinnar því við viljum jú að kinnaliturinn gefi húðinni okkar náttúrulegan ljóma sem virðist vera okkar eigin – það fer bara eftir því í hvaða skapi við erum hvern dag hvaða tón við veljum – þessir kinnalitir gera það fyrir mig.

Þetta eru litirnir sem ég prófaði og hér sjáið þið hvernig litirnir komu út á húðinni minni sem er í ljósari kantinum.

  • Litur 33, Lilas D’or
  • Þetta er liturinn sem ég get ímyndað mér að þið flestar munið fýla, hann er ljósorange og ég myndi mæla með þessum lit fyrir ykkur sem eruð með hina ekta ljósu íslensku húð og grá blá eða blá augu – mér finnst svona orange og gylltir tónar fara þeim týpum svo vel:)

  • Litur 54, Rose Frisson
  • Þessum lit myndi ég lýsa sem dökkkóralbleikum lit með dass af gylltu. Hann er sá litsterkasti af þessum þremur sem ég prófaði og ég myndi helst nota þennan þegar ég vil vera með áberandi kinnalit – stundum dett ég alveg í þannig fíling að vera bara með smá maskara, varasalva og mikið af kinnalit. Fullkomið lúkk fyrir göngutúr í kuldanum.

  • Litur 32, Ambre D’or
  • Bleiktóna kinnalitur sem mér finnst fullkominn við náttúrulega förðun, ég nota mest bleiktóna kinnaliti dags daglega. Með svona ljósa húð eins og mína þá finnst mér bleiki tónninn passa við allt makeup.

Kinnalitir geta gert svo mikið fyrir förðunina og heildarlúkkið alls ekki gleyma því að strjúka smá kinnalit yfir eplin á morgnanna.

EH

Chloé

Skrifa Innlegg