fbpx

Kinnalitur #8

Maybelline

Ég er búin að ákveða að þetta verður síðasta kinnalitafærslan í bili! En nú þarf ég að taka þetta allt saman í almennilega færslu ásamt nokkrum vel völdum ráðleggingum um notkun kinnalita.
Ég valdi brúntóna kinnalit af þessum frá Maybelline. Brúnir tónar samlagast húðinni svo vel því undirniðri er hún að sjálfsögðu brún hún er bara mismunandi ljós/dökk. Umbúðirnar eru einfaldar, liturinn er í púðurformi og það er sko nóg af honum. Ég hef átt nokkra liti af þessum kinnalit og þeir eru allir ennþá til og nóg af þeim þó svo ég noti þá mikið bæði í verkefnum og á sjálfa mig. Þeir endast vel af því að það er mikið magn af púðrinu og pigmentin í honum eru mjög sterk svo það þarf ekki mikið af lit í hvert sinn. Með honum kemur bursti sem er fínn svo sem en það fyrsta sem gerist hjá mér með svona bursta er að þeir týnast – nánast áður en ég opna litinn í fyrsta sinn. Ég nota mest einn af Real Techniques púðurburstunum mínum þegar ég set á mig púðurkinnaliti.

Expert Wear Blush frá Maybelline í lit 58 Brown.

Það eru reyndar tveir kinnalitir sem eru alveg glænýjir sem mig langaði líka að sýna ykkur í þessari seríu – annar er frá L’Oreal og hinn er líka frá Maybelline. Kannski þeir fái að fljóta með í samantektinni. Annars langar mig að hvetja ykkur til að ganga með kinnalit því hann gefur andlitinu svo mikið. Ég nota kinnalit á hverjum einasta degi og ég vona að þið sem gerið það ekki gerið það héðan í frá!

EH

Sumarneglur

Skrifa Innlegg