fbpx

Jólatónleikar Baggalúts – lúkk

Annað DressLífið MittLúkkmakeupMakeup ArtistMitt Makeup

Við hjónin fórum á jólatónleika Baggalúts á föstudagskvöldið og skemmtum okkur konunglega. Mig langaði að sýna ykkur lúkkið mitt frá kvöldinu en ég skellti í eina ofurfljóta förðun með nýjum Pressed Pigments augnskugga sem kom heim með mér úr smá snyrtivöruleiðangri um helgina…baggalútur baggalútur2 baggalútur3 baggalútur4

Þetta eru bara fjórar vörur sem ég set á augun. Ég byrja á því að grunna augnlokin með köldum brúnum kremaugnskugga, Color Tattoo í litnum Permanent Taupe. Yfir hann setti ég svo  Pressed Pigments augnskugga í litnum Deeply Dashing. Ég set báða augnskuggana yfir allt augnlokið og meðfram neðri augnhárunum. Svo setti ég svartan eyeliner í vatnslínuna og maskara á augnhárin og voila :)

Ég er farin að eyða miklu meiri tíma í það en áður að dunda mér að gera húðina fullkomna, hér fáið þið smá lista yfir vörurnar sem ég notaði:

Húð:
BB krem frá Elizabeth Arden, Ageless Elixir Timeless Foundation 2 in 1 + serum farði frá Max Factor, True Match hyljari, Contour púður frá Shiseido og kremkinnalitur frá Max Factor

Augu:
Color Tattoo kremaugnskuggi í Permanent Taupe frá Maybelline, Pressed Pigments augnskuggi frá MAC í litnum Deeply Dashing, vatnsheldur svartur eyeliner frá Lancome og Illegal Definition maskari frá Maybelline.

Varir:
Ljósari endinn af Flipstick Colour Effect tvöföldum varalit frá Max Factor í litnum Folky Pink.

Screen Shot 2013-12-09 at 4.43.52 PM

Dressið sjálf sjáið þið hér – reyndar ekkert sérstakar myndir þar sem þær voru teknar í miklum flýti því við vorum orðin alltof sein eins og vanalega ;)

Kjóll: Suit frá GK Reykjavík
Sokkabuxur: Oroblu
Jakki: H&M sést ekki nógu vel
Kápa: H&M
Skór: Scorett

Ekki séns að ég væri að fara að fara í háum hælum útí slabbið – það er nauðsynlegt að eiga eina fína svarta flatbotna kuldaskó í fataskápnum, alla vega hér á Íslandi :)

EH

Alexander Wang - draumur sem rættist

Skrifa Innlegg