fbpx

Alexander Wang – draumur sem rættist

FashionJólagjafahugmyndirLífið Mitt

Einn stór draumur rættist fyrir helgi þegar ég fékk að klæðast þremur stórkostlegum skópörum frá Alexander Wang í smá dress up leik í Sævari Karl um daginn…

Ég tiplaði á tánum um verslunina í þessum gersemum sem fengu því miður ekki að fylgja mér heim en mögulega fá þeir það einhver tíman seinna. Herra Wang kann svo sannarlega að hanna skó sem eru ekki bara sjúklega flottir heldur eru þeir líka ótrúlega þæginlegir.

wangskór2 wangskór5 wangskór

Þessi támjóu ökklastígvél eru efst á óskalistanum – þau voru plönuð kaup ef ég hefði unnið í lottói um helgina, ég er alveg staðráðin í því að kaupa aftur miða næstu helgi – einhver hlýtur að vinna stóra pottinn afhverju ekki ég ;)

wangskór4 wangskór3

Þó svo að skórnir hafi ekki fengið að fyljga mér heim þá var það önnur flík frá Alexander Wang sem fékk að koma heim með mér – sýni ykkur hana við fyrsta tækifæri ásamt restinni af dressmyndunum sem ég tók í Sævari Karl ;)Screen Shot 2013-12-09 at 4.34.42 PM

EH

Rakabombur fyrir húðina eftir frostið...

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Andrea Röfn

  9. December 2013

  ég þrái efstu skóna, held ég hafi ekki séð aðra eins skó-fegurð!!

 2. Sæunn

  9. December 2013

  Ó-MÆ-LORD ég missti næstum andann þegar ég sá efstu skóna út í glugga. Hvílík endæmis fegurð! Ökklaskórnir eru líka dásamlegir. Mikið væri ljúft að eiga fullt af pening fyrir fallegum skóm!

 3. Anna

  9. December 2013

  Vá! Efstu skórnir eru bara algjör draumur!