Undanfarnar vikur hefur húðin mín verið virkilega slæm og vegna þess hef ég verið að nota hinar og þessar vörur til þess að draga úr vandamálunum. Ég held að mín húðvandamál séu örlítið rótgrónari en vitlausar húðvörur og loksins er komið að því að ég kíki til læknis sem vonandi getur fundið út hvað hvað er að.
Vissulega hafa góðar húðvörur og sömuleiðis húðumhirða margt að segja þegar kemur að ástandi húðarinnar. Og í öllu þessu brasi í kringum húðina kynntist ég einum frábærum svefnmaska sem ég get gefið öll mín helstu meðmæli.
Maskinn sem umræðir er Tea Tree svefnmaski frá The Body shop. Er maskinn ekkert smá frískandi og sé ég gríðalegan mun eftir aðeins nokkur skipti. Er húðin mun hreinni og vakna ég alltaf með fersklegri húð, þrátt fyrir að þetta er ekki rakamaski. Varan er mjög kælandi með skemmtilegri gel áferð sem þornar mjög fljótt svo það klínist ekkert í koddaverið.
Annars finnst mér vert að benda á það að eftir fyrstu notkun var húðin mín mjög ,,slæm” en það var vegna þess að maskinn var að ýta öllum óhreinindum út. Svo alls ekki panikka ef þið lendið í samskonar millibilsástandi!
P.s mæli með að geyma vöruna í ísskápnum, gefur extra kælandi áhrif..
Draumur í dós!
Þangað til næst,
x
Melkorka
Skrifa Innlegg