fbpx

HM STUDIO S/S 2018

Ég kom í bæinn í gær og fór beinustu leið á viðburð á vegum Glamour og HM í Smáralind. Viðburðurinn var haldinn í kringum Studio línu HM sem var launchað í gær en sýning línunar var haldin samdægurs á tískuvikunni í París og fer hún í almenna sölu í búðum HM í dag (1.mars), sem þýðir að við kúnnarnir sem eru heldur óþolinmóð í að fá flíkurnar í verslanir eftir 6 mánuði eða svo geta keypt sér flíkur strax eftir “frumsýningu” línunnar!

Línan í heild sinni er virkilega mínimalísk en innblástur hennar var fengin frá Japan. Voru nokkrar flíkur sem stóðu upp úr að mínu mati, þá sérstaklega einn rauður kjóll sem er unninn úr endurnýttu Polister.

tók ég nokkrar myndir frá eventinum sem ég leyfi að sjálfsögðu fylgja með…

Rakel Tómasdóttir var á staðnum að mála gesti gærkvöldsins, mjög skemmtileg og öðruvísi viðbót að mínu mati.

Rauði kjóllinn sem mér fannst standa sérstaklega uppúr og er hann unninn úr endurnýttu polister.

Fyrir viðburðinn fórum við nokkur frá Trendnet á Blackbox og snæddum á virkilega góðum pizzum, sem fá öll mín meðmæli!

Þangað til næst,

X

Melkorka

OVERSIZED SNEAKERS?

Skrifa Innlegg