REYKJAVIK FASHION FESTIVAL N°7

REYKJAVIKREYKJAVIK FASHION FESTIVALRFF

Þegar ég sá að RFF yrði í ár var ég heldur betur ánægð þar sem mig hefur lengi langað til að fara að sjá og upplifa stemmninguna sem fylgir viðburðum sem þessum. Því miður var RFF ekki haldið í fyrra, en nú er raunin önnur.. Mér og fleirum til mikillar hamingju!

Fyrir þá sem ekki vita verður
Reykjavík Fashion Festival haldin í Hörpu í mars á þessu ári, en hugmyndin á bakvið hátíðina er að koma íslenskum hönnuðum á kortið alþjóðlega og einnig að þeir öðlist þá virðingu og upphefð sem þeir eiga skilið.

Reykjavík Fashion Festival er kjörið tækifæri fyrir alla þá hönnuði sem vilja koma sér á framfæri með einum eða öðrum hætti.
En umsóknarfrestur fyrir að þátttöku á sýningunni rennur út á miðnætti 7. janúar nk.

 image

image

Nánari upplýsingar um festivalið er að finna hér

Sjálf get ég ekki beðið eftir því að sjá hvað hönnuðir landsins hafa upp á að bjóða og er hreinlega farin að telja niður dagana..

X Melkorka 

KRYDDSÍLDIN MÍN

Skrifa Innlegg