Jæja, þá er maður loksins kominn í páskafrí en mitt mun standa yfir frá 7. – 24. apríl, sem er bara frekar nice, enda er smá chilltími afar kærkominn í mitt líf þessa stundina, en langt frí kallar á nægan tíma til þess að endurhlaða batteríin sem hentar sér afar vel og þá sérstaklega fyrir lokaprófin sem byrja um mitt maí..
Við skrifin á þessari færslu er ég ný komin heim úr fermingu, en í henni var ég klædd í bláa dragt – ég birti mynd af mér í dragtinni á instagrammið mitt um daginn og í kjölfarið fékk ég margar fyrirspurnir um hvar ég hafi fengið hana, svo ég ákvað bara að gera spes blogg tileinkað henni!
Dragtina keypti ég mér í Primark í London síðast þegar ég var þar – Ég fór inn í búðina með mjög litlar væntingar um að finna eitthvað sem ég fýla eftir fyrri reynslu á búðinni, en það sem ég var ánægð að finna svona fína dragt og það á lágu verði – sem kom sér afar vel svona í restina af ferðinni.
Annars er ég eiginlega hætt að versla mér flíkur í fast fashion keðjum – þær endast stutt og svo er þetta rosalega óhumhverfisvænn iðnaður, en það er umræða í aðra bloggfærslu –
Sneaks eða hælar, skiptir engu máli finnst mér – passar við allt!
x
Melkorka
Skrifa Innlegg