Melkorka Ýrr

ON IT’S WAY – CARHARTT WIP

Ég verslaði mér mjög fínt um daginn þó ég segi sjálf frá, en í þeim kaupum er að finna mega nice smekkbuxur í hvítum lit en með þeim keypti ég mér brúna hliðartösku, sem ég hef lengi ætlað að kaupa mér. Bæði smekkbuxurnar og taskan eru frá, eins og titilinn á færslunni gefur til kynna, Carhartt wip.
Ég pantaði þetta frá Carhartt búð sem er staðsett í Köben, nema hvað að netverslunin var öll á dönsku og ég hélt svo sannarlega að ég gæti pantað án einhversskonar erfileika – enda búin að læra tungumálið síðan í grunnskóla, þrátt fyrir það tókst mér einhvernveginn að haka við “pick up in store”, sem er svo týpiskt ég haha. Sem betur fer reddaðist þetta og það styttist óðum í að ég fái þetta í hendurnar.

                      Hérna er hún Freja Wewer í smekkbuxunum fínu! En þær fást m.a hér, ég tók mínar í xs!
Og svo er það taskan sem ég keypti mér. Mega fín og  rúmgóð! En hún fæst í Húrra Reykjavík síðast þegar ég vissi. En mér sýnist hún vera uppseld á öllum þeim online síðum sem ég veit að selji Carhartt vörur. 


Ég tók þá ákvörðun snemma á árinu að chilla aðeins í kaupum á svörtum fötum og sömuleiðis fylgihlutum og fjárfesta frekar í lituðum og björtum flíkum, sjálfri finnst mér það bara ágætis markmið enda er það oft þannig að fötin endurspegla skapið mitt!

Þangað til næst..
XX
Melkorka 

1 Ummæli

  1. Elísabet Gunnars

    17. May 2017

    Æðislegar buxurnar!! Og haha .. gott að það reddaðist með að fá þær í þínar hendur.

Skildu eftir komment...