Undirrituð er ekki á leiðinni út úr bænum yfir verslunarmannahelgina (Því miður) enda er ég að vinna.
En það þýðir ekki að ég geti ekki tekið saman hvað væri gott að hafa með sér í útilegu helgarinnar, hvort sem það er fyrir þjóðhátið, landsmót eða eitthvað annað.
Eins og flestir vita sem lesa bloggið mitt hef ég unnið mikið með Ellingsen.
Hefur það samstarf eflaust aldrei verið jafn viðeigandi og núna þar sem Ellingsen býður upp á fyrsta flokks útilegu úrval, hvort sem það tengist fatnaði eða öðrum búnaði.
Ég hef áður gert færslu í svipuðum anda en þá fyrir Secret Solstice 2017.
Allar þessar vörur fást í Ellingsen
Frekar óvenjulegur must have listi að þessu sinni, en inniheldur engu að síður mikilvæga hluti fyrir alvöru en sömuleiðis góða útilegu, en útilegur einkenna verslunarmannahelgina að mínu mati.
Svo er náttúrulega Duggarapeysan frá Ellingsen líka einnig mikið must have (sem er á útsölu!!), ég á eina sjálf og hefur hún reynst mér afar vel – mamma er þó búin að ræna henni af mér tímabundið, en ég mun klárlega endurheimta peysuna fyrir næstu útilegu – Sem verður vonandi von bráðar.
Annars vona ég að helgin verði ykkur sem skemmtilegust og takk fyrir að lesa!
xx
Melkorka
Skrifa Innlegg