Held við getum flest öll sammælst um það að hafa góða tónlist í ræktinni eða samskonar hreyfingu gerir æfingarnar mun bærilegri og eflaust eitthvað skemmtilegri,
þó það sé alltaf gaman að hreyfa sig.
Persónulega fíla ég mest að hlusta á rapp, þó að skvísulög á borð við Survivor með Destiny Childs eru afar mikilvæg í bland við hitt..
Við erum að tala um það að playlistinn minn fyrir ræktina var tilbúin mánuði áður en ég keypti mér kort, enda lagði ég heilmikinn metnað og sömuleiðis tíma í gerð listans – svo það mætti segja að ég sé afar sátt með útkomuna, þó ég segi sjálf frá, enda – eins og hefur komið fram, gerir góð tónlist gæfumun.
En ef svo vill til að einhverjir eru í basli við að gera peppaðann ræktarplaylista þá er ég með 10 nokkuð góðar hugmyndir af lögum sem mér finnst vera crusial fyrir góða æfingu –
10. Ískaldur með Gísla Pálma.
9. Work Bitch með Britney Spears .
8. m.A.A.d city með Kendrick Lamar
7. POWER með Kanye West ??????
6. Party Up með DMX
5. U Mad með Vic Mensa og Kanye West
4. 101 boys með Sturla Atlas
3. G.O.M.D með J Cole
2. Break Ya Neck með Busta Rhymes- alltaf klassískt
1. Survivor með Destiny Child – mikilvægt lag á loka mínútunum í stigatækinu
Svo fyrir þá sem nenna ekki að búa til sinn eigin playlista er þeim meira en velkomið að followa minn sem er að finna hér fyrir neðan:
xxx
Melkorka
Skrifa Innlegg