fbpx

HEIMSÓKN Í ELLINGSEN

Mér var boðið að koma í heimsókn í Ellingsen í síðustu viku og ákvað ég að slá til, enda slíkar heimsóknir sjaldan leiðinlegar. Ég vil byrja á að viðurkenna að ég hafði ekki hugmynd um allt úrvalið sem er selt í Ellingsen – enda þó nokkur ár síðan ég steig síðast fæti inn í verslanir þeirra, og ef þið eruð í sömu sporum og ég – mæli ég með að kíkja þangað sem fyrst. Enda algjör fasjón perla að mínu mati – þegar það kemur að útivistarfatnaði a.m.k.

En svo ég komi mér að efninu, þá var mér semsagt boðið til þess að skoða nýju Duggarapeysurnar þeirra, en hún hefur verið til sölu í einhvern tíma í dökk bláum lit. En vegna hönnunarmars og RFF sem er haldið í næstu viku ákváðu þau að bjóða upp á fleiri liti og þá í limited edition – sjálf er ég mjög hrifin af því sem er selt í takmörkuðu upplagi (ef það er á annað borð eitthvað sem ég fíla) enda ekkert gaman af því að sjá ALLA í eins flíkum.

Duggarapeysurnar koma í 3 nýjum litum: Offwhite, Darkbrown og Heather grey.
Mér finnast peysurnar vægast sagt fullkomnar fyrir íslenskt veðurfar, þykkar, hlýjar og ó, svo fallegar. Stærsti plúsinn er hinsvegar að þær stinga ekki svo það er hægt að klæða þær upp og niður, eftir því hvernig viðrar!

En þau í Ellingsen voru svo nice og leyfðu mér að taka með mér peysurnar með mér heim til þess að mynda – enda langar mig að sýna ykkur þessi fallegu stykki, ég hef neflilega verið í algjörum vandræðum með að finna mér þykka peysu sem klæðir mig vel, þar sem það er efiðara að gera en að segja, þar sem ég er svoddan sláni í vextinum og þykkar peysur, hvað þá turtleneck klæða mig sjaldan vel.

Processed with VSCO with g3 preset

Processed with VSCO with g3 preset

Ég átti afar erfitt með að fanga brúna litinn á fremstu peysunni – en þá er bara að mæta í Ellingsen og sjá með eigin augum!

Processed with VSCO with g3 preset

Processed with VSCO with g3 preset

Þarna er ég í Heather Grey litnum, mjög fallegur

Processed with VSCO with g3 preset

Processed with VSCO with g3 preset

Processed with VSCO with g3 preset

Processed with VSCO with g3 preset

Processed with VSCO with g3 preset

Fékk Roða til að vera með mér á tveimur myndum, það sem hann er mikið krútt – spurning að ég fari að henda í blogg tileinkað honum, hvað finnst ykkur um það?

Annars ætlaði ég ekkert að hafa þetta lengra í bili x njótið það sem eftir er af deginum!
p.s sé ég ykkur ekki alveg örugglega á RFF/Hönnunarmars í næstu viku?
X
Melkorka

NEW IN: KENDALL + KYLIE

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Karen

    20. March 2017

    Hvar fékkstu húfuna sem þú ert með á myndunum?

    • Melkorka Ýrr

      20. March 2017

      Fékk hana í H&m fyrir tveimur árum síðan :)