fbpx

HÁR INSPO:

Nú er liðið rúmt ár síðan ég gerði eitthvað við hárið á mér að einhverju viti, þ.e.a.s ef atvikið um sl. jól er ekki talið með, en þá klippti ég á mig topp, sjálf! Með vægast sagt hrikalegri útkomu, sem betur fer gat hárgreiðslukonan mín reddað hárinu mínu og sömuleiðis geðheilsunni, en svona er víst að vera hvatvís og eflaust full hvatvís að mínu mati…
Nú langar mig hinsvegar að fara lita á mér hárið, Þar sem mér finnst það leiðinlegt og svo vantar allt líf í það.
Sem betur fer ákvað ég að temja mér ákveðna skynsemi og yfirvegun þegar það kemur að hárlituninni, svo ég enda ekki í að lita það í einhverjum ýktum lit sem er svo langt frá því að vera ég…

Nú hef ég verið að skoða pinterest og tímarit í leit af innblæstri, og er ég komin að niðurstöðu sem er mjög líkt því sem ég var að vinna með síðast þegar ég litaði á mér hárið. Þó í staðin fyrir að lita rótina í dekkri lit eins og síðast ætla ég að halda í minn náttúrulega hárlit og lita restina ljósa –

img_0910 img_0911 img_0912 img_0913 img_0914 img_0915 img_0916 img_0917 img_0918 img_0919 img_0920 img_0921 img_0922 img_0923 img_0924 img_0925Svo var ég að spá í að klippa það í layers, en hef verið að vinna með allt jafn sítt allt mitt líf, en nú þegar ég er komin með stílinn og litinn sem ég vil fá er bara að finna einhvern flinkan til að framkvæma!

xx
Melkorka

HELGIN MÍN:

Skrifa Innlegg