GRADUATION PLAYLIST:

Mér finnst svo stutt síðan ég birti síðasta prófartíðarplaylista hérna á blogginu – tíminn er svo sannarlega fljótur að líða…
Þar sem síðasti playlist sem ég birti fyrir síðustu próf fékk svona góðar undirtektir ákvað ég að deila með ykkur nýjasta playlistanum mínum sem ég hef búið til fyrir komandi verkerfna törn hjá undirritaðari. Þó svo að ég fari bara í eitt lokapróf og þá í lok maí er mikið um verkefna skil og stendur lokaritgerðin mín þar upp úr – en henni á ég að skila um mánaðarmótin og er ég orðin vægast spennt að klára hana. En ritgerðaefnið mitt er um Fast Fashion og áhrifin sem sá iðnaður hefur á þau samfélög sem framleiðslan fer fram og svo auðvitað líka hvaða áhrif svona frameiðsla hefur á umhverfið… Gerir það tölvuvert auðveldara og sömuleiðis skemmtilegra að ég geti tvinnað saman lokaritgerðina mína við eitt af mínum mörgum áhugamálum.

En svo ég komi mér aftur að playlistanum þá er hann í svipuðum dúr og sá fyrri sem ég deildi með ykkur, vibe-ið er rólegt og þægilegt og er þetta tónlist sem mér þykir lang best að læra og vinna við.

Vona hann komi einhverjum að jafn góðum notum og mér!
Þangað til næst
X
Melkorka 

Fylgið mér á instagram: @melkorkayrr

HÚÐIN MÍN: FYRIR OG EFTIR

Skrifa Innlegg